Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 22

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 22
2 01 42 2 150 g soðnar heitar kartöflur 1 kg flórsykur suðusúkkulaði kókosmjöl ¼ tsk möndludropar ¼ tsk piparmintudropar Aðferð: Kartöflur og flórsykur hnoðað saman í hrærivél og síðan í höndum. Deiginu skipt í tvennt, dropum bætt í sinn hvorn hluta deigsins og hnoðað vel. Litlar kúlur gerðar úr deiginu og hjúpaðar með bráðnu suðusúkkulaði, velt upp úr kókosmjöli og látnar kólna. 20132 2 Páll Sigurðsson Ostakaka Botn: 300 g LU Bastogne kex (kanilkex) 150 g smjör Aðferð: Kexkökur muldar niður og smjörið brætt. Þessu blandað saman og sett t.d. í eldfast mót. Kælt. Fylling: 250 g rjómaostur 100 g flórsykur 1/2 l rjómi Aðferð: Rjóminn þeyttur. Þeytið saman flórsykur og rjómaost, blandið varlega út í rjómann. Sett yfir botninn, síðan kælt eða fryst. Hjúpur ofan á kökuna: 200 g suðusúkkulaði 1/2 dós sýrður rjómi (má vera meira) Aðferð: Brætt saman við vægan hita og sett yfir kalda eða frosna kökuna. Gott er að setja ferska ávexti ofan á t.d. jarðaber, bláber og kíví. Gómsætar uppskriftir í boði Karlakórsins Lóuþræ la Karlakórinn Lóuþrælar starfar í Húnaþingi vestra og var stofnaður árið 1985. Í dag eru starfandi kórfélagar 32 og þar Sigfús Ívarsson Ingu-Lárukökur SAMANTEKT Kristín S. Einarsdóttir MYNDIR Berglind Þorsteinsdóttir af eru fimm sem hafa verið meðlimir frá upphafi. Kórinn dregur nafn sitt af því að fyrsti stjórnandi hans var Ólöf Pálsdóttir, kölluð Lóa. Kórfélagar eru sammála um að það sé söngurinn, félagsskapurinn Þetta er mjög gömul uppskrift sem tengdamóðir mín bakaði alltaf fyrir jólin. 500 g hveiti 150 g sykur 300 g smjörlíki 1 msk vanilludropar 2 msk kakó 2 dl mjólk Aðferð: Allt sett á borð og hnoðað. Sett í hakkavél og búnar til lengjur sem síðan eru skornar í hæfilegar kökur. Bakað við 200°C þar til þær byrja að dökkna. Lagðar saman tvær og tvær með smjörkremi á milli. Guðmundur St Sigurðsson Vínarterta að hætti Vestur-Íslendinga 225 g smjör 225 g sykur 2 egg 500 g hveiti (meira eftir þörfum) 1 tsk lyftiduft 1 tsk kardimommur, helst nýmalaðar 4 msk mjólk Aðferð: Smjör og sykur hrært vel saman, eggjunum hrært saman við. Síðan er þurrefnunum hrært saman við, ásamt mjólkinni. Hveiti bætt við ef þarf svo að deigið verði vel hnoðunarhæft (samt fremur lint). Kælt í a.m.k. hálftíma. Deiginu skipt í 5-7 hluta og hver þeirra flattur út í hring og kringlótt kaka skorin út undan diski. Kökurnar settar á pappírsklæddar bökunarplötur og bakaðar í um 9-10 mínútur ofarlega í ofni við 190°C þar til þær eru farnar að taka lit. Best að leggja kökuna saman á meðan bæði hún og sultan eru volgar. Sveskjusulta 500 g sveskjur, steinlausar 175 g sykur 1 msk kanill 1 tsk kardimommur 200 ml vatn Aðferð: Allt sett í pott og látið malla þar til sveskjurnar fara að maukast og nær allur vökvi gufaður upp. Hrært vel á meðan. Látið kólna ögn og síðan sett í matvinnsluvél og maukað. Ef sultan er of þykk má bæta svolitlu vatni við. Bjarni Þór Einarsson Bessastaðajólakonfekt Þorvaldur Böðvarsson Brún lagterta 250 g smjörlíki 300 g sykur 3 egg 600 g hveiti 1,5 bolli mjólk 2 msk kakó 2 tsk kanill 2 tsk negull 2 tsk natron Aðferð: Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst og eggjum bætt við. Þurrefnunum blandað saman og sett út í ásamt mjólkinni og hrært vel. Bakað í fjórum rúllutertumótum við 175 °C í 15 - 20 mín. Smjörkrem á milli: 250 g smjörlíki 700 g flórsykur 2 tsk vanillusykur 1 egg Aðferð: Hrærist mjög vel. og tækifærið til að skipta um viðfangsefni í amstri dagsins sem geri það eftirsóknarvert að vera í kór. Lóuþrælar fara reglulega í söngferðir og hafa fjórum sinnum farið út fyrir landssteinana. Þá hafa þeir gefið út fimm geisladiska. Aðventan er líka annatími í kórstarfinu, en þeir gáfu sér þó, með góðri hjálp eiginkvennanna, tíma til að slá upp glæsilegu kaffihlaðborði. Feykir fékk að njóta afrakstursins og uppskriftirnar færum við lesendum hér. Vísur um kökufund Lóuþræla „Ég neitaði að mæta með öll þessi kolvetni en sagðist mæta með prótein,“ sagði Árni Jón Eyþórsson og orti svo: Þó kruðerí sé kannski falt og kórinn verði sæll. Víst ávalt þú varast skalt að verða tertuþræll. Árni Jón Eyþórsson Kjötbollur 800 g hakk 2 egg 2-3 paprikur, skornar í bita 4-5 tómatar, skornir smátt 1 laukur skorinn 1 dós tómatpúrra (170 g) Aðferð: Hrært saman og steiktar kjötbollur. Piparostasósa: 1 piparostur 300 g rjómaostur Aðferð: Brætt saman, má þynna ef vill með rjóma. Meðlæti: Nýjar íslenskar kartöflur, soðnar. Hvítkál, gulrætur og laukur skorið niður og steikt á pönnu og haft með.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.