Feykir


Feykir - 27.11.2014, Qupperneq 31

Feykir - 27.11.2014, Qupperneq 31
3 12 01 4 Villibráðarhlaðborð að hætti félagsmanna SAMANTEKT Kristín S. Einarsdóttir MYNDIR Óli Arnar Brynjarsson Skotfélagið Ósmann á Sauðárkróki Skotfélagið Ósmann hefur starfað á Sauðárkróki síðan vorið 1991. Villibráðarkvöld hafa verið haldin með einhverju formi frá stofnun félagsins og eru þau orðin helsta hátíðin í starfsemi félagsins. Að þessu sinni var villibráðarhlaðborðið haldið á Hótel Tindastóli í nóvemberbyrjun. Feykir fékk að líta inn á villibráðarkvöldið og falaðist í framhaldinu eftir nokkrum uppskriftum. Kári Björn þorsteinsson Hreindýrabollur að hætti veiðimannsins 600 gr hreindýrahakk 2 brauðsneiðar 1,5 dl mjólk 1 msk Worchester sósa 1 msk villijurtir frá Pottagöldrum 10 einiber 2 tsk sjávarsalt 1 tsk nýmulinn pipar Aðferð: Setjið brauðið í skál ásamt mjólkinni og bleytið það vel. Myljið einiberin vel í mortéli. Setjið kryddin í skál og blandið saman. Bætið kjötinu við og Worchestersósunni og hrærið vel saman. Takið brauðið upp úr mjólkinni, maukið það í litla bita og blandið saman við kjötið. Mótið kjötbollur úr blöndunni. Bollur steiktar á pönnu eða settar inn í ofn. RJÓMASÓSA 2 dl hvítvín 2,5 dl rjómi 1 msk sojasósa 2 msk kálfafond frá Touch of Taste 1 msk Worchester-sósa 2 msk sulta, t.d. rifsberja 1 msk Dijon-sinnep Aðferð: Hitið pönnuna og hellið hvítvíninu út á ásamt kálfakraftinum, sojasósu og Worchester. Leysið skófarnar á pönnunni upp með sleif og látið vínið malla í smá stund eða þar til að það hefur soðið niður um tæpan helming. Bætið rjómanum út á og látið malla áfram á vægum hita þar til að sósan fer að þykkna. Bætið sultunni saman við. Alveg undir lokin er sinnepið pískað saman við. Rakel Rögnvaldsdóttir Hreindýra-jerky HREINDÝRAVÖÐVI Hreindýra vöðvi er skorinn mjög þunnt niður í sneiðar. Best er að skera hann hálffrosinn og þvert á trefjarnar í vöðvanum. Reynið að hafa þetta ekki þykkra en 2 mm þykkt. Lagt í kryddlög í minnst 12 tíma, helst í 24 tíma. Passið að kryddlögurinn þeki allar sneiðarnar. KRYDDLÖGUR: Hálf krukka BBQ sósa með anís frá Hrefnu Sætran, 1 dl góð sojasósa (t.d. Saitaku sem fæst í Bónus) Smá dass af fínmöluðum svörtum pipar. Þessi skammtur af kryddlegi ætti að duga á um 300 - 400 gr. af kjöti. Aðferð: Þegar kjötið er búið að liggja nógu lengi í kryddleginum eru sneiðarnar lagðar á hreint viskastykki og annað viskastykki lagt ofan á til að þurrka mesta kryddlöginn af. Sneiðarnar eru svo lagðar á fínmöskvaða grind (fæst í Skagfirðingabúð) ofan á ofngrind og sett inn í ofn í 4 - 5 klst. við 60 - 70°C. Trésleif er sett til að halda ofnhurðinni pínulítið opinni svo rakinn af kjötinu sleppi út. Kælt og geymt í ísskáp þegar tilbúið. Þetta er ekki flókið að búa til en krefst töluverðs tíma og þolinmæði. Veislan var nokkurs konar Pálínuboð þar sem ýmsir félagsmenn höfðu lagt til veigar á hlaðborðið eða tekið að sér eldamennsku. Veislustjóri var Björn J. Sighvatz og byrjaði hann á því að blessa kvöldið, og síðar um kvöldið var fluttur pistill, en hvort tveggja eru hefðir sem setja sterkan svip á stemninguna. Auk réttanna hér á síðunni var meðal annars boðið upp á grafna gæs, þurrkaðan grindhval og saltað hvalspik, heitreykta teistu, villikryddað lamb og krónhjört. Árni Kristinsson villibráðarsúpa 5 stk gæsafóarn 2-3 ltr vatn 2 tsk timian 10 stk einiber 2-3 lárviðarlauf 10 stk rauðar piparkúlur 100 gr smjör ½ ltr rjómi 1-2 msk rifsberjagel 1-2 msk maizena Villibráðarkraftur e. smekk Smakka til með salti og pipar. Aðferð: Gæsafóörnin eru verkuð vel og brúnuð í smjörinu í potti. Vatni hellt yfir, kryddinu bætt í og soðið í u.þ.b. 2 tíma. Maízena hrært út í köldu vatni og súpan þykkt eftir smekk. Rjóma bætt í og smakkað til með rifsgeli, krafti og salti og pipar. Rakel Rögnvaldsdóttir Sushi Hreindýra/laxa nigiri (koddar) 1/2 pakki sushi grjón (250 g) 1 msk sykur eða Agave sýróp 1 msk hrísgrjónaedik Aðferð: Hrísgrjónin skoluð vel upp úr köldu vatni og soðin í 4 dl af vatni og smá salti. (Gott að nota hrísgrjónasuðupott, þá síður ekki uppúr). Sushigrjón eru frekar erfið viðureignar og sjóða auðveldlega uppúr. Þegar grjónin eru tilbúin er blöndu af hrísgrjónaediki og sætu (annaðhvort sykri eða agave-sýrópi) blandað við. Það þarf ca. 1 msk af hvoru. Grjónin látin kólna og mótuð í aflanga kodda. Gott er að hafa vatn í skál við höndina til að skola hendurnar á milli því grjónin límast við allt. Annaðhvort þunnt skorinn lax eða þunnt skorinn hreindýravöðvi, sem hefur verið látinn liggja í teriyaki sósu í smástund, sett ofaná.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.