Feykir


Feykir - 27.11.2014, Síða 33

Feykir - 27.11.2014, Síða 33
3 32 01 4 Anna Margrét Sigurðardóttir og Sigurður Þorkelsson Melabraut 19 Blönduósi : Jólahús ársins 2011 „Allt sem viðkemur jólun- um á að vera skemmtilegt“ „Ég byrja að setja upp jólaskrautið í kringum 1. í aðventu, byrja á seríum í gluggana og svo seríur úti. Annað jólaskraut kemur upp úr miðjum desember og svo er jólatréð sjálft alltaf skreytt á Þorláksmessu,“ segir Anna Margrét á Melabraut 19 og bætir við að gott sé að hafa frágang skrautsins í huga þegar verið sé að setja það upp, þar sem mesta umstangið getur verið í kringum það. „Við pössum okkur á því að vera samt ekkert í neinu stresskasti. Allt sem viðkemur jólunum á að vera skemmtilegt þannig að ef það er ekki tími eða stuð til þess að skreyta mikið þá bara gerum við minna það árið. Jólin koma samt.“ Fallegastar þykja Önnu Margréti seríur með hvítum perum. Aðspurð um hvort hún eigi uppáhalds skraut svarar Anna Margrét að það sé jólaþorpið hennar sem stækkar smátt og smátt með hverju árinu. UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir En verðið þið vör við að fólk komi að skoða hjá ykkur? „Það er hefð fyrir að taka jólaljósarúnt hjá mörgum á staðnum en ég held ekki að það séu margir að koma og skoða sérstaklega hjá okkur,“ segir Anna Margrét. Þegar hún er innt um hvort þetta sé kappsmál hjá þeim hjónum svarar hún: „Flestir sem þekkja mig vita að ég á töluvert til af keppnisskapi. En gleðin verður að vera ofan á, annars er engin tilgangur með þessum skreytingum.“ Sigurvegari myndasamkeppni Feykis er Emilía Ásta Örlygsdóttir á Hólum í Hjaltadal og prýðir falleg mynd hennar Jólablað Feykis 2014. Emilía hlýtur fyrir vikið glæsileg verðlaun, Canon EOS 1200D myndavél með 18-55mm IS linsu, frá Tengli og þar að auki fær hún vinningsmyndina prentaða og festa á blindramma í boði Nýprents. Þátttaka í myndasamkeppninni fór fram úr björtustu vonum og þakkar Feykir fyrir gríðargóðar undirtektir. Alls bárust um 150 myndir frá 52 þátttakendum, hver önnur fallegri, og var valið þrautinni þyngri en mynd Emilíu af börnum hennar, Úlfi Hnefli og Völvu Nótt, fangaði hjarta dómnefndar. Hún þótti einstaklega falleg og ævintýraleg í senn og jafn- framt minna á gleðileg jólin, séð með augum barnanna. Nokkrar myndir úr samkeppninni verða birtar í Feyki fram að jólum. Feykir óskar Emilíu til hamingju með sigurinn og lesendum Feykis sem og öllum landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar! /BÞ Ævintýraleg og gleðileg jól á forsíðu Jólablaðs Feykis Munið eftir jólatrésölu UMF Tindastóls í húsakynnum Timbursölunnar Versluninni Eyri VELKOMIN Hlýjar og vandaðar vörur frá 66°Norður Frábært í jólapakkann Forsíðumyndasamkeppni Feykis

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.