Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 9

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 9
92 01 5 Í fyrra hélt ég í fyrsta skipti upp á jólin heima hjá mér, það var erfitt skref en þar sem við erum komin með tvö börn þá var kominn tími til. Nú fyrst skil ég mömmu vel, stressið sem fylgir því að hafa allt fullkomið, en það getur verið erfitt með tvö lítil börn, maður verður að læra að slaka á og njóta. Jólaskraut er eitthvað sem við geymum frá ári til árs en ég hef alltaf keypt eitthvað smá nýtt eða föndrað í gegnum árin, þannig að það er mikið til að moða úr. En það er til svo mikið af fallegu og flottu jólaskrauti að það er vel hægt að gleyma sér í gleðinni þegar verið er að velja. Gaman að blanda saman gömlu og nýju UMFJÖLLUN Sigríður Garðarsdóttir Sigga skoðar jólaskreytingar Að koma sér í jólagírinn getur verið misauðvelt fyrir fólk, sumir þurfa aðeins að hugsa um jólin þá hlakkar í þeim. En heima hjá mér er skreytt 23. desember, þó svo jólaseríurnar fái auðvitað að fara upp í gluggana fyrir fyrsta í aðventu, þá fyrst kemst ég í jólaskap. Við skreytum líka mikið og þeir sem eru ekki vanir að sjá svona mikið skraut hugsa örugglega: „Guð minn góður“. Safnarar, ekki örvænta... Georg Jensen jólavörurnar finnst mér alveg ótrúlega fall- egar, sérstaklega jólaóróarnir. Margir hafa safnað óróunum í mörg ár en þeir hafa verið framleiddir og seldir síðan árið 1984, aðeins í 31 ár. Suma eldri árgangana hefur verið erfitt að fá, en ekki örvænta, þeir ganga kaupum og sölum á Facebook síðu sem heitir Notaðar hönn- unarvörur, ef þig vantar inn í safnið þitt eða til að fullkomna það. „Perfect“ á jólatréð Omaggio æðið hefur staðið yfir í um eitt ár og ég ætlaði alls ekki að detta í þá gryfju að kaupa mér vasann. En Skagfirðingabúð og Blóma- og gjafabúðin á Sauð- árkróki fengu smá úrval um daginn og stóðst ég ekki freist- inguna. Omaggio eru að gefa út jólalínu og í henni eru ótrúlega fallegar jólakúlur sem eru alveg perfect á jólatréð. Meiri sál í heimagerðum krans Aðventukrans verður að vera til á hverju einasta heimili. Mér þykir alltaf skemmtilegast að sjá fallegan heimagerðan aðventukrans, það er bara miklu meiri sál í þeim en hinum. En ef þig langar að fara út fyrir kassann þá sá ég einn á Ferm Living sem ætti að vera auðvelt að gera sjálfur. Ritfangaverslunin A4 er að selja svipaðar trékúlur sem kosta ekki mikið og væri gaman að prófa að búa til sinn eigin. Borðhaldið toppurinn Borðhaldið á sjálfum aðfangadegi er toppurinn á þessu öllu saman, að mínu mati. Eftir að hafa lagt mikla vinnu og tíma í að elda jólamatinn þá er ótrúlega skemmtilegt að setja smá metnað í borðið sjálft og vera jafnvel með eitthvað litaþema. Þetta þarf ekki að vera mikið, enda þarf að vera pláss fyrir allan matinn. Fullt af skemmtilegu borð- og dýraskrauti sem setja punktinn yfir I-ið er t.d. að finna í verslunum Pier og Ilva sem halda einnig úti á netverslunum www.pier. is og www.ilva.is. Hægt að finna ótrúlegustu hluti á Ebay Amma Baldvina og Steini afi í Birkihlíðinni á Sauðárkróki skreyttu alltaf öll loft með jólamúsastigum eða loftskrauti. Pabbi tók þessa hefð með sér og nú er ég byrjuð að skapa mínar eigin hefðir og ætla að halda þessu áfram fyrir mín börn. Mér þykir mjög gaman að blanda saman gömlu og nýju jólaskrauti en það hefur ekki verið auðvelt að finna gamaldags jólaskraut hér á landi, sérstaklega loftskraut. En á Ebay er hægt að finna ótrúlega hluti, þar á meðal þetta skraut, ásamt mörgu öðru skemmtilegu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.