Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 22

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 22
2 01 52 2 1 kg hveiti 2 msk sykur 200 gr smjörlíki 2 egg 10 tsk lyftiduft 5 soðnar kartöflur, meðalstórar ¾ l súrmjólk Aðferð: Kartöflur eru soðnar og stappaðar heitar og smjörlíki bætt saman við. Egg, sykur og þurrefni hnoðað saman ásamt súrmjólkinni. Best er að hafa deigið sem blautast því þá verða þær léttar og mjúkar, nota bara meira hveiti til að fletja út. Hveitikökurnar eru ýmist skornar út undan diski eða bara flattar út hver fyrir sig. Pikkað í þær með gaffli og bakaðar á þurri pönnu við mjög vægan hita. 20152 2 Guðrún Sigurjónsdóttir Gunnu-kleinur 150 gr smjörlíki 250 gr skyr 1 kg hveiti 250 gr sykur 2 ½ dl mjólk 3 stk egg 2 tsk natron 4 tsk lyftiduft Aðferð: Kardimommudropar eftir smekk. Úr uppskriftinni verða u.þ.b. 100 kleinur. Þurrefnin og smjörlíkið unnið saman, síðan egg, skyr, dropar og mjólk sett saman við. Dásemdir í Dalsmynni í boði Kvenfélags Svínava tnshrepps Kvenfélag Svínavatns- hrepps var stofnað árið 1874 í fyrrum Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu Ingibjörg Jónsdóttir Rjómastykki úr Vatnsdalnum SAMANTEKT Kristín S. Einarsdóttir MYNDIR Berglind Þorsteinsdóttir og fagnaði því 140 ára afmæli sínu á síðasta ári. Var það gert með fjölmennu matarboði fyrir kvenfélagskonur í sýslunni. Einnig var sett upp handverkssýning með hand- verki sem félagskonur höfðu unnið í gegnum Svamptertubotn: 8 egg 250 gr sykur 250 gr hveiti 3 tsk lyftiduft 3 msk vatn Aðferð: Stífþeytið egg og sykur, blandið þurrefnum hægt saman við eggjablönduna og að lokum vatninu. Setjið í smurða skúffu, 30x40 sm, og bakið við 170°C í u.þ.b. 20 mínútur. Lemon curd (sítrónusmjör): 4 egg 150 gr sykur ¾ dl sítrónusafi 1 msk rifinn sítrónubörkur 60 gr smjör Aðferð: Hrærið saman egg og sykur í skál ásamt safanum, hitið vatnið í potti. Setjið skálina með hrærunni yfir pottinn en látið skálina ekki komast í snertingu við vatnið. Hrærið stöðugt í pottinum þar til blandan fer að þykkna (tekur u.þ.b. 8 mínútur). Setjið börk og smjör saman við hræruna og kælið. Setjið á svamptertubotn- inn apríkósusultu, súkkulaði- krem eða það sem hugurinn girnist og sítrónusmjörið þar ofan á, skerið botninn í stykki og skreytið með rjóma og ávöxtum. Birgitta H. Halldórsdóttir Allramestauppáhalds súkkulaðikaka Löngumýrarfólks Kakan: 200 gr smjör 200 gr súkkulaði 4 egg 200 gr sykur 100 gr hveiti Aðferð: Smjör og súkkulaði brætt í vatnsbaði við lágan hita. Egg og sykur þeytt saman og hveiti síðan bætt saman við og svo rest. Bakað í u.þ.b. 40 mínútur við 175°C og á kakan að vera gegnbökuð. Kakan kæld, sett á hana krem og skreytt með allskonar berjum eftir smekk, t.d. jarðarberjum og bláberjum. Borðast með rjóma eða ís. Krem: 75 gr smjör 2 msk síróp 100 gr súkkulaði (fer eftir smekk hvernig súkkulaði er notað) Aðferð: Kremið er brætt í vatnsbaði. Jóhanna Gunnlaugsdóttir Hveitikökur Guðríður Kristinsdóttir Peruterta Gígju Botn: 4 egg (ekki köld) 2 dl sykur 1 dl hveiti ¾ dl kartöflumjöl 1 ½ tsk lyftiduft 1-2 msk kakó (ef súkkulaðibotn, þá mínna af hveiti) Aðferð: Egg og sykur þeytt mjög vel, í 10-15 mínútur, svo er restin sigtuð saman við. Bakast við 170-175°C í 15-20 mínútur. Krem: 70 gr suðusúkkulaði 3 eggjarauður 4 msk flórsykur 1 peli rjómi Aðferð: Súkkulaði brætt, eggjarauður og flórsykur þeytt saman, rjómi þeyttur. Svo er öllu blandað saman. Púðursykurmarengs: 3 eggjahvítur 3 dl púðursykur (helst ljós) ½ tsk lyftiduft Aðferð: Þeytt vel og bakað við 150°C í 45-60 mínútur. 1 heil dós perur (botninn vættur með safa úr dós) Aðferð: Sett saman í þessari röð: marengs, krem, svampbotn, perur og svo restin af kreminu ofan á. tíðina. Í dag eru um þrettán virkar félagskonur, sú elsta á tíræðisaldri. Eru þær flestar úr fyrrum Svínavatnshreppi en félagið teygir einnig anga sína í fyrrum Ása- og Sveinsstaðahreppa. Kvenfélagið stendur fyrir ýmsum viðburðum og fjáröflunum. Má þar nefna veitingasölu á árlegu ísmóti á Svínavatni og súpusölu á ársþingi USAH. Þá eru haldin skemmtikvöld heima hjá félagskonum á veturna og farið í menningarferðir. Þann 28. nóvember verður Jólamarkaður í Húnaveri haldinn þriðja árið í röð og rennur allur ágóði til jólasjóðs RKÍ í Austur-Húnavatnssýslu. Á markaðnum verður meðal annars hægt að fjárfesta í kleinum, ástarpungum og broddi. Konurnar í Kvenfélagi Svínavatnshrepps bjóða lesendum Feykis upp á jólauppskriftirnar í ár. Ég knús mitt til kvenna sendi Þessar vísur setti Birgitta H. Halldórsdóttir saman og birtust þær í Konudagsræðu hennar í Afmælisriti kvenfélagsins í fyrra: Jóhanna Gunnlaugsdóttir Bóndakökur 300 gr hveiti 200 gr sykur 200 gr smjörlíki 75 gr kókosmjöl 2 msk síróp 1 tsk matarsódi 1 egg Aðferð: Allt hnoðað saman og gerðar lengjur úr deiginu. Kælt í ísskáp. Skorið í sneiðar og bakað við 180°C í u.þ.b. 10-12 mínútur. Tekið úr ofninum og súkkulaðidropar settir ofan á hverja köku. Látið súkkulaðið kólna yfir nótt á borði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.