Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 25

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 25
2 52 01 5 Jólin mín Jólin eru... yndislegur tími sem lýsir upp svartasta skammdegið með hátíðleika, fallegum jólaljósum, kertaljósum, jólasöngvum, gleði og samveru með fjölskyldu og vinum. Hvað kemur þér í jólaskap? -Ég syng í kirkjukór og það fer alltaf smá jólafiðringur um mig þegar við byrjum að æfa jólasálmana fyrir aðventuhátíðina. Hvað er besta jólalagið? -Svo mörg dásamleg jólalög en ég er búin að halda upp á eitt jólalag í mörg ár, finnst ómissandi að heyra það allavega einu sinni fyrir jólin, en það er lagið Jólakötturinn með Björk. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? -Að vera með fjölskyldunni, það er svo dásamlegt. En mér finnst líka ómissandi að syngja við hátíðarmessu í Víðimýrarkirkju um miðnættið á aðfangadagskvöld, það er svo sérstök stemming að syngja í gamalli torfkirkju við kertaljós og tónana frá gamla fótstigna orgelinu. Linda Gunnarsdóttir skólaliði í Varmahlíðarskóla Hlustar á Jólaköttinn með Björk allavega einu sinni hver jól Jólin eru... tími friðar og gleði og samveru með fjölskyldunni. Hvað kemur þér í jólaskap? -Lykt af greni, hangikjöti og húsgagnabóni á sama tíma og hlustað er jólakveðjur og jólalög í útvarpinu. Hvað er besta jóla- lagið? -Litla jólabarn. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? -Hitta fjölskylduna. Hvað langar þig í jólagjöf? -Góða bók til að lesa á jólunum og gott ullarteppi til að liggja undir meðan bókin er lesin. Bakar þú fyrir jólin? -Já, það hef ég gert en hef dregið úr því síðustu ár í hlutfalli við fækkun þeirra sem eru á heimilinu. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Mömmukökur sem eru bakaðar nógu snemma til að vera orðnar mjúkar af kreminu þegar maður fer að stelast í staukinn á aðventunni. Sigrún Hauksdóttir frá Brekku, varaoddviti Húnavatnshrepps Langar í gott ullarteppi og góða bók til að lesa Hvað langar þig í jólagjöf? -Mér finnst skemmtilegast að láta koma mér á óvart, þess vegna geri ég aldrei neinn gjafalista. En mig langar reyndar í nýjan síma, þeir eru bara svo dýrir að það er best að ég kaupi hann sjálf. Bakar þú fyrir jólin? –Já, ég baka svona fjórar til fimm sortir. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Þær kallast „kossar“ hérna á mínu heimili. Þetta eru smákökur sem eigin- maðurinn fékk alltaf á sínu bernsku- heimili og fékk ég uppskriftina hjá tengda- mömmu. Mjög góðar, með kremi á milli. UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Jólin eru... besti tími ársins. Hvað kemur þér í jólaskap? -Grýlukanilkaffið og Sauðárkrókur. Mér tekst ekki að komast í jólaskap fyrr en ég er kominn heim. Hvað er besta jólalagið? –Ó helga nótt í útgáfu Egils Ólafssonar. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? -Körfubolti í barnaskólanum, horfa á NBA, fara í Skaffó og keyra út jólakortin. Hvað langar þig í jólagjöf? -Tímavél, svo ég geti hætt að vera svona gamall. Bakar þú fyrir jólin? -Ég baka ekki en ég get verið ómetanlegur félagsskapur og DJ á meðan bakað er. Hver er uppáhalds smákökusortin Helgi Sæmundur Guðmundsson tónlistarmaður og háskólanemi frá Sauðárkróki Grýlukanilkaffi og Sauðár- krókur kemur mér í jólaskapið þín? -Það hljómar mjög undarlega en piparkökur með smá gráðosti ofan á er það besta sem ég hef fengið. Svo er önnur tegund sem ég veit ekki hvað heitir en mamma bakar það öll jól. Ég þarf að spyrja hana. Jólin eru... hátíð ljóss og friðar. Hvað kemur þér í jólaskap? -Þegar jólalögin byrja að hljóma í útvarpinu. Hvað er besta jólalagið? -Get ekki gert upp á milli, mörg frábær. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? -Mæta í hangiketið á jóladag hjá móður minni, sem og fara til jólamessu hjá henni séra Sigríði Gunnarsdóttur. Hvað langar þig í jólagjöf? -Besta jólagjöfin er að vera með börnin okkar öll heima á jólunum. Bakar þú fyrir jólin? -Ekki náð svo langt enn. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Sprautukökur hafa alltaf freistað mín óskaplega mikið. Steinn Rögnvaldsson bóndi á Hrauni á Skaga Ómissandi að mæta í hangi- ketið hjá móður minni á jóladag Hjónin Merete Rabölle og Steinn Rögnvaldsson í fjárhúsinu á Hrauni. MYND: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.