Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 23

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 23
2 32 01 5 Hluti af dömunum í Kvenfélagi Svínavatnshrepps bragða á dásemdunum í Dalsmynni. Guðrún H. Baldursdóttir Stríðsterta 100 gr sykur 160 gr smjör 2 stk egg 160 gr haframjöl 135 gr hveiti 110 gr döðlur 2 tsk matarsódi niðursoðnir ávextir með safa Rjómi: 2½ dl rjómi ½ tsk vanilludropar 2 msk flórsykur 2 msk Nesquick Aðferð: Ég set flórsykur og Nesquick saman við rjómann en það má sleppa því. Súkkulaði: 150 gr súkkulaði Aðferð: Vinnið saman sykur og smjör þar til létt og ljóst. Setjið egg út í eitt í einu, setjið því næst hveiti og natron út í. Hakkið döðlurnar niður og blandið þeim út í ásamt haframjölinu og vinnið rólega saman. Setjið deigið í 26 sm form og bakið við 180°C í 20-22 mínútur. Þegar botninn er orðinn kaldur eru perurnar lagðar ofan á. Bleytið örlítið í botninum með safanum. Þeytið rjóma og vanillu saman og setjið óreglulega yfir botninn. Skerið niður jarðarber og aðra álíka ávexti og raðið yfir. Saxið niður súkkulaði og stráið óreglulega yfir tertuna. Látið tertuna standa minnst 3-5 tíma áður en hún er borin fram. Guðrún Sigurjónsdóttir Kúlu-draumaterta Svampbotn: 3 stk egg 105 gr sykur 45 gr hveiti 50 gr kartöflumjöl 1 tsk lyftiduft Marengs: 3 eggjahvítur 150 gr sykur Bakaður við 100°C í 2 klst Krem: 3 stk eggjarauður 5 msk flórsykur 70 gr brætt súkkulaði 1 peli þeyttur rjómi Skreyting: ½ l rjómi konfekt Aðferð: Rauðurnar og flórsykur þeytt saman, bræddu súkku- laði blandað saman við og þeytt vel á meðan. Rjómi þeyttur og öllu blandað varlega saman. Kakan sett saman: Svamp- botn, 1 cm lag þeyttur rjómi, annað eins af kremi, síðan marengs, rjómi og afgangur af kreminu efst og síðast skreytt með þeyttum rjóma utan með. Ég knús mitt til kvenna sendi í kærleik er einmana þyrstur. Hjá þér vil að ljósið lendi í lífinu erum við systur. Í sannleika vil ég segja að sálin mín er svona. Þið allar hver einasta meyja nú elskið að vera kona. Jóhanna Gunnlaugsdóttir Rækjuforréttur 300 gr rækjur 1 laukur 30 gr smjör 1-2 tsk karrý 1 rautt epli (afhýtt og skorið í litla bita) 1 græn paprika (skorin í litla bita) ½ dl vatn 1 teningur fiskikraftur 1 msk tómatsósa ¼ l rjómi ½ tsk paprikuduft ½ tsk salt 2-3 dl soðin hrísgrjón Aðferð: Laukur brytjaður og látinn krauma í smjöri með karrý. Epli og paprika sett út í. Vatn, tómatsósa, fiskikraftur, paprikuduft, salt og rjómi sett í og látið sjóða í 10-15 mínútur. Sett í fallegar skálar: Soðnu hrísgrjónin, rækj- urnar og gumsið yfir. Skreytt með ferskri stein- selju og rækjum. Guðrún H. Baldursdóttir Mömmukossar 500 gr hveiti 215 gr Akra smjörlíki 115 gr sykur 1 stk egg 8 msk Tatelyle síróp 2 tsk matarsódi 1 tsk kanill 1 tsk negull ½ tsk engifer ½ tsk allrahanda Smjörkrem: 100 gr Akra smjörlíki 150 gr flórsykur 1 stk eggjarauða 1 tsk vanilla Aðferð: Allt hnoðað saman kalt og flatt þunnt út. Skerið hringlaga kökur með móti eða glasi. Bakið við 180°C þar til þær eru ljósbrúnar. Kristín Rós Sigurðardóttir Tindadraumurinn Botn: 100 gr suðusúkkulaði 100 gr karamellufyllt súkkulaði 100 gr smjörlíki 4 msk síróp 4 bollar rice crispies Ofan á botn: 1 ½ dl þeyttur rjómi Karamellubráð: 25-30 töggur eða 1 poki rjómakúlur Aðferð: Súkkulaði, smjör- líki og síróp er brætt saman í potti. Rice crispies hrært saman við blönduna í pottinum. Sett í form og kælt í ísskáp. Rjóminn þeyttur og settur á botninn. Töggur/ rjómakúlur og rjómi er brætt saman í potti við vægan hita, síðan kælt og látið leka yfir rjómann ofan á kökunni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.