Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 10

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 10
2 01 51 0 Sigurfinnur er fæddur og uppalinn á Daðastöðum á Reykjaströnd í Skagafirði. Í ævisögu hans, Háspenna lífshætta, sem sveitungi hans, Árni Gunnarsson, skrásetti og gefin var út árið 1999, kemur fram að ein af hans fyrstu endurminningum teng- ist skotveiði: „Ég sé mann ganga fyrir ofan túnið heima á Daðastöðum og sveigja í átt niður á sjónum. Ég spyr pabba hvaða maður þetta sé og hann segir mér að þetta sé Magnús í Hólkoti. Ég sé að upp fyrir aðra öxlina stendur einhvers konar prik og spyr hvað þetta sé. Hann segir að þetta muni vera byssa og Magnús sé líkleg á leið suður í Drangsvík til að kíkja eftir einhverju til að skjóta.“ Þarna telur Sigurfinnur sig hafa verið um eða innan við fimm ára aldur og það leið ekki á löngu þar til hann var farinn að handleika skotvopn sjálfur. Á fjórtánda ári fór hann í sína fyrstu ferð til rjúpna ásamt Páli bróður sínum og tíndi upp fyrir hann, gegn því að fá að skjóta einu skoti á dag. Árið eftir fór hann sjálfur til rjúpna. Síðan eru veiðiferðirnar orðnar 1307 á 70 árum, ef undan eru skilin þau tvö ár sem rjúpan var friðuð, og Sigurfinnur er enn að. Ekkert gaman lengur Veiðifélagarnir eru orðnir margir og minnist Sigurfinn- ur sérstaklega á Ellert Aðal- steinsson, sem hefur farið margar ferðir með honum í gegnum tíðina. Á nýafstöðnu veiðitímabili fóru þeir austur á land ásamt góðum félögum, en það var í fyrsta sinn sem Sigurfinnur fór þangað til veiða. Hann segist oftast hafa farið í Tindastól: „Það er minn staður, ég þekki hann orðið út og inn, hverja einustu þúfu. Þetta er fallegt fjall, sérstaklega að austanverðu,“ segir Sigurfinnur. Hann hefur haldið dagbók yfir allar rjúpnaveiðiferðirnar og á þær allar, nema frá 1956-1960, en þær glötuðust. Alls hefur hann veitt hátt í 18 þúsund rjúpur, flestar á einu ári 1965 en Á 1307 rjúpna- veiðiferðir að baki VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Sigurfinnur Jónsson hefur gengið til rjúpna síðan 1944 Sigurfinnur Jónsson á Sauðárkróki er titlaður veiðimaður í símaskránni og líklega eru fáir sem bera þann titil með meiri sóma, enda hefur hann gengið til rjúpna á hverju ári síðan 1944. Allan tímann hefur hann haldið veiðidagbækur sem er einstakt á landsvísu, ef ekki heimsvísu. Hann lætur það ekki aftra sér þó hann hafi misst aðra höndina í vinnuslysi fyrir rúmum 40 árum og sé nú orðinn hálfníræður. Og að sjálfsögðu eru rjúpur í jólamatinn hjá Sigurfinni. þá féllu 1000 í 35 ferðum. „Þá hætti ég að skjóta, þetta var ekki gaman lengur. En á tímabili, þegar ég var ekkert annað að gera, fór ég og var nærri mánuð í þessu. Það sem ég veiddi var allt selt suður í verslanir, en ég hafði bara ekkert gaman af þessu þegar þetta var orðið of mikið og of auðvelt, maður var kannski að taka 40 til 60 rjúpur á dag. Það var orðið erfitt þegar var kannski tveggja tíma gangur í bílinn.“ „Ég var alltaf að vinna líka og notaði sumarfríið mitt í þetta, hálfan mánuð og þegar ég meiddi mig var ég frá eitt haust,“ rifjar Sigurfinnur upp. Hann segist verða mjög var við að rjúpunni hafi fækkað. „Hún hefur minnkað svakalega mikið. Hún hefur aldrei náð sér upp, það voru alltaf sveiflur í henni áður, á tíu ára fresti kom hún alltaf upp. En núna er hún hætt að koma upp, hún er alltaf í lágmarki. Það er spurning hvað á að skjóta mikið af henni, mér finnst þetta alltof mikið orðið.“ Sigurfinnur segist lítið sem ekkert hafa legið á greni og tófur hafi hann aðeins skotið ef þær hafi orðið á vegi hans. Hins vegar geri hann nokkuð af því að skjóta svartbak. Aðspurður um hvort nóg sé af honum segir hann að það sé aldrei nóg af neinu. Sigurfinnur hefur líka farið til Póllands og skotið m.a. rauðref, rádýr og villisvín þar. Eins og nærri má geta er þessi mikli veiðimaður alinn upp við rjúpur í jólamatinn. „Þær voru matreiddar með gamla laginu, mér finnst það langbest. Þær voru heilsteiktar, ekki skornar úr bringurnar eins og þeir gera núna. Þær voru lagðar í mjólk held ég, en annars hefur konan mín alltaf gert þetta.“ Fálkaungann greip Sigurfinnur með sér á uppleið úr sigi en skilaði honum svo aftur. Sigurfinnur fór á rjúpnaveiðar í Axarfirði í október sl. ásamt Ellert Aðalsteinssyni, Elmari Erni Jónssyni og Stefáni Örlygssyni. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI Við gamla bæinn á Daðastöðum um 1940. Fremri röð frá vinstri: Friðvin, Halldór, Sig- urfinnur og Páll. Aftari röð: Sigfríður Jóhannsdóttir, Jón Jónsson og hálfbróðir Sigfríðar, Bjarni Jónsson.. Jólin í vinnunni : Herdís Sigurðardóttir, Brekkukoti í Blönduhlíð Eldar fyrir gesti í Áskaffi á aðfangadagskvöld Herdís Sigurðardóttir í Brekkukoti í Blönduhlíð er rekstrarstjóri Áskaffis í Glaumbæ. Herdís tók upp á þeirri nýjung um jólin í fyrra að hafa Áskaffi opið á aðfangadagskvöld og bjóða upp á hefðbundinn jólamatseðil, sem nokkrir heimamenn og ferðamenn UMSJÓN Kristín Sigurrós Einarsdóttir nýttu sér. Þetta var fyrsta aðfangadagskvöldið sem Herdís var bundin við vinnu og aðspurð segir hún að það hafi verið „aldeilis frábært.“ „Ég bauð upp á hátíðarmat eins og hjá ömmu og borðaði með gestum sem mættu í Áskaffi á aðfangadagskvöld. Sigríður systir mín var með mér í fyrra og verður á aðfangadagskvöld í Áskaffi, mér til aðstoðar. Hún mun segja gestum frá jólahaldi liðinna tíma, hefðum og undirbúningi jóla hér áður fyrr. Sjálf hef ég oft verið ein á jólum og finnst það notalegt. Eins hef ég verið í foreldrahúsum og hjá systkinum á jólum og notið þess. Fyrir mér er alltaf ómissandi jólahefð að fara á jólatónleika Skagfirska kammerkórsins. Ein eftirminnilegustu jólin mín voru fyrir u.þ.b. 30 árum þegar fór ég til Ástralíu ásamt Gígju systir minni og Siggu frænku minni. Við lögðum af stað á annan dag jóla. Það var mikill tilhlökkun að komast í sólina og hitann í Ástralíu. Þar var hásumar, maurar og allskonar skordýr útum allt sem ég hafði aldrei áður séð, ansi langt frá því að vera 10° frost og kafsnjór eins og daginn sem við komum aftur heim. En ég naut þess að vera í jólasólbaði, hitta frændsystkini mín sem bjuggu, og búa þar enn, og ferðast um Ástralíu sem er stórkostleg! Svo urðum við strandaglópar á heimleiðinni og ég veit ekki hvað og hvað, algjörlega ógleymanleg ferð. “

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.