Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 6

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 6
2 01 56 Erla Gígja segir að hún hafi upphaflega ætlað að semja lög sjálfri sér til ánægju. „Það eru ansi mörg ár síðan fyrsta lagið kom en svo hafa þau bara verið að koma svona smátt og smátt. Þetta átti nú bara að fara í skúffuna en það þótti ekki nógu gott. Börnin vildu endilega setja þetta á einn disk og gefa þetta út. Ég var nú ekkert voðalega hrifin af því, ég er nú eiginlega bara að gera þetta mér til gamans,“ segir hún. Aðspurð segist Erla Gígja alin upp við mikla tónlist á heimilinu. Afi hennar, Þorvaldur Guðmundsson, kenndi söng á Sauðárkróki og faðir hennar, Þorvaldur Þorvaldsson, lék á trompet og orgel. „Börnin vildu endilega setja þetta á einn disk“ VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Erla Gígja Þorvaldsdóttir gefur út geisladisk Hin 76 ára Erla Gígja Þorvaldsdóttir á Sauðárkróki hefur árum saman dundað við lagasmíðar sér til ánægju. Á dögunum kom út hennar fyrsti geisladiskur. Lögin fjórtán á disknum eru öll eftir hana, flutt af hinum ýmsu tónlistarmönnum, við texta eftir höfunda sem flestir eru skagfirskir. Diskurinn ber heitið Nafnið þitt, en titillagið var fyrsta lagið sem Erla Gígja samdi og er það að finna í tveimur mismunandi útsetningum á disknum. Einnig lærði Erla Gígja á trompet og orgel. Í stofunni stendur gamall plötuspilari ásamt vínylplötum sem hún hlustar mikið á. Aðspurð um hvað sé í mestu uppáhaldi segist Erla Gígja vera alæta á tónlist. „Ég hlustaði mikið á klassík hérna áður fyrr og svo bara alla mögulega músík.“ „Ég er nú enginn snillingur á orgelið en ég sem öll lögin á það, svo hefur Vilhjálmur Guðjónsson útsett fyrir mig,“ segir Erla Gígja. Upptökur fóru fram á höfuðborgarsvæðinu og komu hinir ýmsir flytjendur að þeim, t.a.m. Hreindís Ylva Garðarsdóttir sem er barnabarn Erlu Gígju. Við útgáfuna naut hún styrkja frá Menningarsjóði KS og Menningarráði Norðurlands vestra. Hún segist afar þakklát fyrir þann stuðning, sem og allt það góða fólk sem hún á að og hefur aðstoðað hana. Þrátt fyrir að þetta sé fyrsti diskur Erlu Gígju hafa lög eftir hana áður komið út á geisladiskum. Meðal annars hefur hún komið lögum áfram í dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks, dægurlaga- keppni á Ísafirði og Húnavökulögum. Þá átti hún lagið Vornótt, sem komst í átta liða úrslit í undankeppni Eurovision árið 2009 og var það Hreindís Ylva sem söng lagið. Í Sæluviku árið 2009 var haldin tónlistarveisla til heiðurs Erlu Gígju, í tilefni af 70 ára afmæli hennar. Hún segir að skúffan sé ekki alveg tæmd en reiknar þó ekki með að standa í fleiri útgáfum. Erla Gígja semur öll sín lög á orgelið. MYND: KSE Munið eftir jólatrésölu UMF Tindastóls í húsakynnum Timbursölunnar Versluninni Eyri VELKOMIN Allt fyrir hestamanninn í jólapakkann ! Opið: mánudaga- föstudaga kl. 8-18 Laugardaga kl. 10-13 / S: 455 4610 Nafnið þitt Textahöfundar eru meðal annarra Hilmir Jóhannesson, Hólmfríður Jónasdóttir, Þórdís Jónasdóttir og Þórdís Jónsdóttir. Tónlistarmaðurinn Vilhjálmur Guðjónsson hefur útsett flest laganna og haft yfirumsjón með verkefninu. Einnig eiga þeir Eiríkur Hilmisson, Þórir Úlfarsson, Stefán Örn Gunnlaugsson, Hrólfur Vagnsson og Yngvi Rafn Garðarsson, barnabarn Erlu Gígju, útsetningar á disknum. Flytjendur laganna eru Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, María Ólafsdóttir, Páll Rósinkrans, Regína Ósk, Sandra Gunnarsdóttir, Svavar Knútur og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Diskurinn fæst í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.