Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 31

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 31
3 12 01 5 Smáratorgi 522 7860 • Korputorgi 522 7870 • Glerártorgi 522 7880 • www.pier. is Eitthvað fallegt í jólapakkann BÓKABOX: FRÁ 1.990,- BÓKABOX: FRÁ 1.990,- KLUKKUR: 1.990,- STK KÚLULJÓS: 7.990,- SNYRTIBORÐ: 39.900,- BÚDDASTYTTA F/KERTI: 5.990,- STYTTUR: FRÁ 990,- KERTASTJAKAR: FRÁ 990,- PAPASAN STÓLL: 12.990,- PULLA: 9.990,- 3 fyrir 2 af púðum PÚÐAR: FRÁ 1.990,- HNÖTTUR 34CM: 12.990,- HNÖTTUR 45CM: 15.990,- HNÖTTUR 50CM: 16.990,- KRUKKUGLÖS: 790,- STK 12 1 5 Jólin í vinnunni : Róbert Örn Jónsson, kúabóndi í Réttarholti í Blönduhlíð Í ófærðinni fyrstu jólin sótti hann kærustuna á snjósleða fram í sveit Róbert Örn Jónsson og eiginkona hans, Annika Webert, eru kúabændur í Réttarholti í Blönduhlíð í Skagafirði. Kýrnar gera engan greinarmun á hátíðisdögum og virkum dögum og þar sem ekki er róbót í fjósinu þarf manns- höndina til að mjólka þær bæði kvölds og morgna. UMSJÓN Kristín Sigurrós Einarsdóttir „Þegar maður er kúabóndi án róbóts, þarf að mjólka kýrnar tvisvar á dag alla daga ársins. Eru jólin enginn undantekning á því. Þar sem maður þekkir ekkert annað þá finnst manni þetta ósköp eðlilegt. Á aðfangadagskvöld er farið heldu fyrr til mjalta. Það er hefð fyrir því að borða hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld og þar sem við erum fimm systkininn þá er oft margt um manninn hér um jólin. Jólasiðir breytast ekki en þeir hafa þróast í takt með búskapnum. Varðandi tímasetningar þá verða aðrir í fjölskyldunni bara að bíða þar til allir eru tilbúnir. Möndlugrauturinn á aðfangadag og svo hangikjötið og ilmurinn af því á jóladag eru ómissandi jólahefðir,“ segir Róbert. Aðspurður um eftirminnilega viðburði eða augnablik tengt jólahaldi rifjar hann upp fyrstu jólin með eiginkonunni: „Þegar við hjónin vorum í tilhugalífinu og okkar fyrstu jól var allt ófært í sveitinni. Svo ég fór á snjósleðanum fram í sveit til að ná í hana svo við gætum eytt jólunum saman.“ hann í miðjum frumskógi. Að því liggi um tveggja metra hár upphlaðinn vegur sem fer yfir síki umhverfis hofið. Leiðsögumaður þeirra þurfti að útvega sérstakt leyfi til að fara með þau þessa leið að hofinu en það er alla jafna lokað almenningi, hinn almenni ferðamaður þarf að fara upp langar tröppur. „Við keyrðum alveg að hofinu og fórum síðan um stall fyrir utan hofið. Þar hafa sáð sér í veggi hofsins og tré vaxið útum alla veggi, ræturnar eru risa stórar og hafa grafið sig innan um allt,“ útskýrir Hallgrímur. Við hofið voru framkvæmdir í gangi og gátu þeir því komist þar inn, í gegnum gat á veggnum, og upp ramp sem settur hafði verið fyrir jarðýtu. „Það var mesta upplifunin fyrir okkur af því við sáum svo mikið þar,“ segir Hallgrímur. Þeir félagið segja ferðalagið hafa verið ógleymanlega upplifun og að gaman hafi verið að kynnast menningunni þar ytra. Þeir halda ferðalögum ótrauðir áfram, Rúnar og Anna Dóra eru á leiðinni til Tælands á ný í desember og Hallgrímur stefnir á ferðalag með fjölskyldunni til Tenerife í janúar. náðum við að klöngrast upp og kom- umst hringinn í kringum hofið,“ segir Hallgrímur. Rúnar segir að það hafi verið tilkomu- mikil sjón en bætir við að þar hafi verið ansi heitt. „Við fórum líka í annað hof sem var notað í gerð kvikmyndarinnar Tomb Rider, það var flottasta hofið. Skógurinn var búinn að vaxa inn í það og yfirtaka veggina, það var rosalega flott að sjá það,“ segir Rúnar. Hallgrímur tekur undir og eru þeir sammála um að það hafi verið flottasta hofið. „Fræ Hópurinn fyrir framan Angkor Wat hofið í Kambódíu en hofið er á heimsminjaskrá UNESCO.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.