Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 16

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 16
2 01 51 6 Úr sviðsljósinu í London til sjávarsælunnar á Hvammstanga VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Spjallað við hjónin Sigurð Líndal Þórisson, nýjan framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands, og Gretu Clough leikbrúðuleikara Undanfarna áratugi hefur líf hjónanna Sigurðar Líndal Þórissonar og Gretu Clough snúist í kringum leikhúsið í Lundúnarborg, þar sem þau kynntust og felldu saman hugi. Þau hafa nú sagt skilið við ys og þys borgarlífsins og sest að í hæglátu umhverfi Hvammstanga, þar sem Sigurður hefur tekið að sér framkvæmdastjórn Selaseturs Íslands. Greta mun áfram starfa við brúðuleikhús, í eigu þeirra hjóna, en hún semur og setur á svið leikverk fyrir börn ásamt því að útbúa leikbrúður. Blaðamaður Feykis hitti hjónin í Selasetrinu á fallegu nóvembersíðdegi og fékk að heyra um fyrra líf þeirra í London, flutninginn og hvernig þau horfa til framtíðar á Hvammstanga. Sigurður frétti af lausri stöðu fram- kvæmdastjóra við Selasetrið þegar hann var staddur í brúðkaupi systur sinnar sl. sumar. Þá var hann starfandi hjá Expedia Inc., einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims, og hafði nýlega verið synjað um að flytja starfið með sér til Íslands, þangað sem hjónin langaði að setjast að. „Okkur var farið að langa hingað heim og þegar ég frétti í brúðkaupsveislunni að þetta starf væri laust setti ég mig í samband við stjórnarformanninn. Ég fór í viðtal á meðan ég var hér og var svo boðið starfið,“ segir Sigurður aðspurður um hvernig það atvikaðist að hann snéri aftur á heimaslóðirnar. Sigurður er fæddur 1. júní 1973, uppalinn að Lækjamóti í Víðidal. Foreldrar hans eru Elín Rannveig Líndal og Þórir Ísólfsson. „Þau búa þar ennþá og Ísólfur litli bróðir minn, með litlu aðstöðuna sína að Sindrastöðum, og hans fjölskylda. Svo býr þar líka Sonja systir mín, dýralæknir, hennar maður og þeirra sonur. Þannig að öll fjölskyldan er á Lækjamóti og nú erum við flutt á Hvammstanga,“ segir hann. Sigurður fór að heiman 16 ára gamall, fyrst suður til Reykjavíkur í framhaldsskóla og síðar í leiklistarnám til Bretlands. Hann segist nú búa í Húnaþingi vestra en að hann hafi alist upp í Þorkelshólshreppi í Víðidal og að mikið hafi breyst frá því hann fór að heiman. Sigurður rifjar upp uppvaxtarár sín að Lækjamóti, þar sem foreldrar hans ráku meðalstórt bú með blandaðan búskap. „Maður tók þátt í öllum sveitastörfum. Ég man að ég var alltaf látinn sækja eggin þegar ég var fimm ára og var skíthræddur við han- ann, örugglega eina skepnan sem ég hef nokkurn tíma verið hræddur við á ævinni var þessi hani,“ segir hann og hlær. Þá minnist hann þess þegar krakkarnir á bænum riðu berbakt fram að fermingu til þess að öðlast gott jafnvægi á hestbaki. „Það var uppeldislegt hjá pabba svo við værum með gott jafnvægi. Þannig að við vorum marga klukkutíma á dag á hestbaki, upp um holt og hæðir, að smala og fleira. Það var enginn afsláttur með það, bara berbakt og hjálmlaust, en í þá daga var ekki nokkur maður með hjálm.“ Annað sem hann segir breytt er að nú sé krökkum skutlað á fótboltaæfingar á Hvammstanga en þegar hann var strákur þá hafi ekki nokkrum manni dottið það til hugar. „Mér þótti voðalega gaman í fótbolta þegar ég var strákur. Þegar ég fór á æfingar í Víðidalnum, sem haldnar voru í um 4-5 km fjarlægð frá Lækjamóti, þá ýmist skokkaði ég eða tók traktorinn með aftaní vagni og pikkaði nokkra stráka upp af bæjum í leiðinni. Stundum fór ég ríðandi á æfingar, svo sleppti ég bara hestinum á meðan ég lék mér fótbolta,“ segir hann og hlær. „Það datt aldrei nokkrum manni í hug að fara keyra mér á fótboltaæfingu, ég er alls ekki að kvarta yfir því en viðhorfin hafa breyst,“ bætir hann við. Listrænt frelsi í leikhússtjórastarfinu Árið 1995 hélt Sigurður til London í leiklistarnám við Arts Educational London School of Drama. Eftir útskrift ílengdist hann í borginni og bætti síðar við sig MA gráðu í listastefnu og -stjórnun frá Birkbeck College. Þegar hann greindist með sóríasis og sóragigt fór hann að beina augum sínum að leikstjórn í auknum mæli. „Það lá fyrir að ég varð að endurhugsa þetta eitthvað, ég myndi ekki geta verið á sviðinu endalaust, þá fór ég að einblína meira á leikstjórn.“ Sigurður tók að sér að stýra svokölluðu jaðarleikhúsi sem var staðsett fyrir ofan pöbb og tók 80 manns í sæti. Hann segir þá reynslu góða og gall- harðan skóli. „Maður segir að maður hafi verið aðstoðarleikhússtjóri í þrjú og hálft ár og það hljómar voða vel en þetta var ekki þannig að maður sæti inni á skrifstofu og horfði yfir veldið sitt, heldur sá maður um allt og þreif klósettin líka. En þarna hafði ég 2 11

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.