Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 34

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 34
2 01 53 4 HEILBRIGÐISSTOFNUN NORÐURLANDS www.hsn.is Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna fer fram þessa dagana en þá heimsækja slökkviliðsmenn um allt land nemendur í þriðja bekk grunnskólanna og fræða þá og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Það er nefnilega þekkt staðreynd að eldhætta á heimilum eykst á aðventunni og útköll slökkviliða eru aldrei fleiri en í desember og janúar. Núna er því gott tækifæri til að huga að eldvörnum heimilisins og laga það sem betur má fara. Það er svo mikið í húfi þegar eldvarnir eru annars vegar. Á hverju ári látast að meðaltali ein til tvær manneskjur í eldsvoðum. Jafnframt eyðast að meðaltali meira en tveir milljarðar króna í eldsvoðum ár hvert. Rannsóknir sem Capacent hefur gert fyrir Eldvarnabanda- lagið og Landssamband slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna sýna að heimilin í landinu geta gert mun betur í eldvörnum en raun ber vitni. Alltof fá heimili hafa til dæmis allt í senn reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. Alltof mörg heimili hafa alls engan eða of fáa virka reykskynjara að vaka yfir sér. Þetta á sérstaklega við um þá sem búa í leiguhúsnæði og fólk á aldrinum 25-35 ára. Staðalbúnaður á heimili Að okkar mati á eftirfarandi að vera staðalbúnaður á hverju heimili: • Virkir reykskynjarar, tveir eða fleiri. • Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið. • Eldvarnateppi á vísum stað í eldhúsi. Best er að hafa reykskynjara í Brunavarnir Skagafjarðar minna á að eldhætta eykst í aðdraganda jóla Aukum eldvarnir á aðventunni Slökkviliðsmenn í Skagafirði. MYND: BÞ öllum rýmum. Þá á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu. Reykskynjara þarf að prófa reglulega og skipta þarf um rafhlöðu í þeim árlega. Upplagt er að velja fyrsta sunnudag í aðventu eða dag reykskynjarans, 1. desember, til þess. Endurnýja þarf reykskynjara á um tíu ára fresti. Margir hafa bjargað miklum verðmætum með því að slökkva eld með slökkvitæki og eldvarnateppi. Mikilvægt er þó að enginn setji sig í hættu við það. Fyrstu viðbrögð við eldsvoða eru alltaf að koma öllum heilum út og gera slökkviliði viðvart í gegnum neyðarnúmerið, 112. Förum varlega Auk þess að hafa réttan eld- varnabúnað á heimilinu er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir hinni margvíslegu eldhættu á heimilinu og högum okkur í samræmi við það. Förum skynsamlega með kertaljós og skreytingar og skiljum logandi kerti ekki eftir án eftirlits. Óaðgætni við matseld er mjög algeng orsök elds. Slíkar uppákomur er auðvelt að fyrirbyggja einfaldlega með því að fara varlega. Hvers kyns rafmagnstæki eru líka algeng eldsorsök. Bitur reynsla margra sýnir að ekki er skynsamlegt að hafa þvottavélar, þurrkara og uppþvottavélar í gangi ef enginn er heima til að bregðast við ef eldur kemur upp. Spjaldtölvur og tæki sem algeng eru í svefnherbergjum á ekki að hafa í sambandi nema í öruggu, tregbrennanlegu um- hverfi. Til dæmis alls ekki uppi í rúmi eins og dæmi eru um að gert hafi verið með afar slæmum afleiðingum. Eldsvoði á heimili er skelfileg lífsreynsla sem enginn vill upplifa. Gerum því það sem í okkar valdi stendur til að draga úr hættu á að eldur komi upp og tryggjum að á heimilinu sé réttur búnaður til að bregðast við ef á þarf að halda. Með kveðju frá slökkviliðinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.