Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 2

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 2
2 01 52 Aðventan er í nánd, undirbúningur jólanna hefst á aðventunni. Töfrar hennar eru ótrúlegir, ljósin eru oft einkenni þess að aðventan er gengin í garð, enda meiri ljós á þeim tíma heldur en nokkrum öðrum, sem er nú svo sannarlega notalegt í skammdeginu. Ljósin gleðja alla, unga sem aldna. Í okkar samfélagi eru hefðir miklar í kringum jólaundirbúninginn og við dugleg að halda þeim við, sem er bara jákvætt. Aðventa, jólafasta er tími hefðanna þar sem við fyllumst fortíðarþrá. Það að vera fastheldinn á hefðir getur bara verið fallegt. Hlutirnir verða oft að vera eins og mamma og pabbi höfðu það, gamla skrautið á sínum stað, jólatréð skreytt á vissum tíma. En svo er nú líka notalegt að búa bara til sínar hefðir sjálfur. Þó svo að okkur finnist sumt alveg nauðsynlegt að gera þá þurfum við samt að passa upp á að njóta tímans og reyna að slaka á. Aðventan er tími vonar, eftirvæntinga hjá mörgum, tími sem er svo notalegur. Við ættum að gefa okkur góðan tíma í að kíkja í heimsókn til vina og vandamanna, það er alltaf svo gaman að fá óvænta heimsókn. Eins að dunda heima, hlusta á jólakveðjur í útvarpinu og jafnvel klára að skrifa síðustu kortin, sem við ætlum svo fara með í hús svona á síðustu stundu. En aðventan er ekki góður tími hjá öllum, við þurfum að vera vakandi fyrir líðan annarra, vera hvort öðru styrkur ef á þarf að halda. Vera vakandi þá sem og alltaf. Aðventa er tími vonar. Þegar kemur að aðventunni þá er eins og vonin fari í nýjan búning. Guð ákvað að birtast okkur sem barn. Börn gefa okkur einmitt vonina, með fæðingu hvers barns fæðist ný von. Um allt land munu kirkjuklukkurnar hringja inn jólin. Þá er gott að sitja í kirkjunni og hlusta á jólaguðspjallið, heyra kórinn syngja og taka undir þegar sungnir eru sálmar eins og „Heims um ból“, „Í dag glatt í döprum hjörtum“ og allir hinir jólasálmarnir sem kalla fram minningar og færa okkur frið í hjarta. Megi Guð gefa ykkur góða aðventu og gleðileg jól. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir Séra Halla Rut Stefánsdóttir sóknarprestur í Hofsós- og Hólaprestakalli Aðventan er tími vonar ÚTGEFANDI Nýprent ehf. Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is RITSTJÓRI & ÁBM. Berglind Þorsteinsdóttir berglind@feykir.is BLAÐAMAÐUR Kristin Sigurrós Einarsdóttir kristin@feykir.is LAUSAPENNAR Óli Arnar Brynjarsson Sigríður Garðarsdóttir FORSÍÐUMYND Gunnhildur Gísladóttir AUGLÝSINGASÖFNUN Sigríður Garðarsdóttir UMBROT & PRENTUN Nýprent ehf. Jólablaðið er prentað í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húna- vatnssýslum. 20 15 Lokaþáttur Fyrirmyndar- frumkvöðla verður í beinni útsendingu á FeykirTV laugardaginn 28. nóvember og hefst útsendingin kl. 12:00. Sent verður út frá stúdíói SkottaFilm á Sauðárkróki og þangað mæta fulltrúar allra fyrirtækjanna sex sem fjallað hefur verið um í þessari þáttaröð. Einnig koma fram í þættinum Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri hjá sveitarfélag- Lokaþátturinn í beinni útsendingu Feykir.is : Fyrirmyndarfrumkvöðlar 28. nóvember inu Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir stjórnenda- markþjálfi og Þórður Erlingsson eigandi og fram- kvæmdastjóri InExchange í Svíþjóð. Rætt verður um Jólin koma... Gunnsteinn Björnsson Sauðárkróki Jólin koma á Þorláksmessu, þá er soðin skata og öll fjölskyldan kemur og borðar saman. Síðar um daginn er svo jólahangikjötið soðið sem fyllir húsið jólailmi. Þá er jólatréð skreytt og svo líkur deginum þar sem öll fjölskyldan kemur saman og borðar smákökur og drekkur kakó. Gísli Gunnarsson glaumbæ í Skagafirði Þegar maturinn er kominn á borðið og jólin eru hringd inn fyrir útvarpsmessuna á aðfangadag. Friðfinna L. Símonardóttir Reykjaskóla í Hrútafirði Jólin koma hjá mér þegar ég set aðventuljósið í eld- húsgluggann, það minnir mig á ömmu Lillu og afa Gest. Sólveig Olga Sigurðardóttir Sauðárkróki Ég kemst í jólaskap þegar jólabaksturinn byrjar, ilminn leggur um húsið og jólalögin hljóma með. Jólin sjálf koma svo þegar kirkjuklukkurnar óma í útvarpinu og sálmarnir í kjölfarið. Sigríður Gunnarsdóttir Sauðárkróki Jólin koma þegar kirkju- klukkurnar hringja klukkan sex á aðfangadag. Kvöldið verður heilagt og heyra má vængjaþyt englanna. Ásgerður Ósk Tryggvadóttir Sauðárkróki Jólin mega koma þegar ég er búin að setja gamla jóla- skóinn minn út í glugga í byrjun aðventunnar. Sami skórinn síðustu 20 árin. verkefni þátttakendanna og frumkvöðlastarf vítt og breitt. Fyrirmyndarfrumkvöðlar er samstarfsverkefni Feykis og Skottu kvikmyndafjelags. Þáttagerðin er í höndum Árna Gunnarssonar kvikmynda- gerðarmanns, Berglindar Þor- steinsdóttur, ritstjóra Feykis og Kristínar Einarsdóttur, blaðamanns hjá Feyki. Þáttar- stjórnendur eru Berglind og Kristín en um upptökur og eftirvinnslu sér Árni Gunnars- son. /KSE Sérfræðikomur í desember 10. og 11. des. Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir 14. og 15. des. Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir 22. des. Haraldur Hauksson, alm./æðaskurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.