Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 41

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 41
412 01 5 Vera hermannanna á svæðinu setti mikinn svip á mannlífið SAMANTEKT Kristín S. Einarsdóttir Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra eftir Friðþór Eydal Nýlega kom út bókin Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra eftir Friðþór Eydal. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur bókin frásagnir og fróðleik af veru breskra og bandarískra hermanna á svæðinu á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Friðþór hefur safnað saman miklum heimildum, munnlegum jafnt sem skrásettum, og bókina prýðir fjöldi mynda. Meðal annars er greint frá liðsveitum, dvalarstöðum, varnarviðbúnaði og öðrum umsvifum breska og síðar bandaríska herliðsins, ásamt samskiptum þeirra við heimamenn, loftárásum og öðrum athyglisverðum atburðum. Hér er gripið niður í tvo bókarkafla sem varpa skemmtilegu ljósi á lífshætti hermanna og samskipti þeirra við heimamenn í Húnavatnssýslum. Skólahús Héraðsskólans að Reykjum. Skólinn var reistur árið 1930 við yfirbyggða sundlaug sem ungmennafélög beggja vegna Hrútafjarðar reistu á árunum 1927-1929. Kennsla hófst í skólanum í janúar 1931. Stóra álman hýsti skólastofur á neðri hæð en á efri hæð var heimavist nemenda og íbúð skólastjóra. Bragginn var hluti af birgðageymslum sem stóðu vestan við skólann og lá lítil járnbraut þangað frá lendingunni á Reykjatanga. MYND: Bandaríkjaher (NARA) MARGT MANNA úr Hrúta- firði fékk vinnu við fram- kvæmdir hersins á Reykja- tanga. Akvegir voru lagðir úr möl sem tekin var í fjörunni og járnbraut fyrir litla flutningavagna líkt og gert var í nokkrum öðrum bækistöðvum breska hersins hér á landi. Lá járnbrautin frá bryggjustúf rétt sunn- an við tangaoddann inn með fjörukambinum að norðanverðu og að birgða- geymslum sem stóðu vestan við skólahúsið. Um fjörutíu Íslendingar störfuðu hjá hernum þegar mest var og bjuggu í bröggum á Reykjatanga. Vinnan var í fyrstu mest við nýbyggingar en síðar viðhald mannvirkja og fækkaði þá í hópnum. Daníel Daníelsson frá Tann- stöðum var gæslumaður ljósavélarinnar í Reykjaskóla er herliðið kom en réðst fljótlega til starfa hjá hernum með nýja trillu sem hann átti í félagi við Jón bróður sinn. „Það var mikið að gera fyrir bátinn. Það var óskaplega mikil uppskipun, og það þurfti líka að lóðsa skipin, enda getur þetta verið varasöm siglingaleið. Skip komu þarna mjög oft og ég þurfti að sækja þau út fyrir eyjarnar, lóðsa þau inn fyrir rifið, sem gengur þarna fram í miðjan fjörð, og út aftur. Þannig var skipað upp, að vélarlausir bátar, sérstakir uppskipunarbátar, voru dregnir milli skips og lands. Til þess þurfti auðvitað dráttarbát. Þetta var alveg ótrúlega mikil uppskipun. Aðflutningar voru allir með skipum. Þarna var mikil kolavinna en auk þess allskonar varningur sem skipað var á land, allt sem til þurfti. Báturinn var alltaf á tímakaupi, oft sólarhringum saman. Þetta var vel borgað því báturinn fékk sama kaup og bíll í vegavinnu, og allt frítt. Þetta var afskaplega góð útgerð. En það sannaðist hér sem oftar að peningar eru fljótir að fara. Það tapaðist mikið aftur í verðbólgunni.“ Bretavinna á Reykjatanga í Hrútafirði Ungir menn í Bretavinnu á Reykjaskóla veturinn 1940-1941. Frá vinstri: Stefán Jónsson frá Fossi í Staðarhreppi, Haraldur Þorvaldsson frá Þóroddsstöðum, Sæmundur Helgason frá Svert- ingsstöðum, Sigfús Pétursson frá Borðeyri, Garðar Sigurðsson frá Hvammstanga, Vilhjálmur Ólafsson frá Hlaðhamri og Einar Jónsson frá Tannstaðabakka. MYND: Gunnar M. Magnúss. Virkið í norðri, 2. útg. FYRSTU BRESKU hermenn- irnir sem settu upp varðstöð á Skagaströnd í júlí 1940 voru úr herfylkinu 1/5 West Yorkshire Regiment en þeir voru leystir af hólmi af liðsmönnum Durham Light Infantry sem settust að á Blönduósi 10. október sama ár. Carl Berndsen kaupmaður var umboðsmaður sýslumanns- ins á Blönduósi og var falið að útvega herflokknum íbúðarhúsnæði. Fékkst það á loftinu í stóru versl- unarhúsi Kaupfélags Skag- strendinga við Einbúastíg. Reistir voru tveir braggar á Höfðanum ofan og norð- an við lifrarbræðslu Ole Amundsen þar sem nú er ekið upp á Höfðann og þar var höfð varðstaða í torf- byrgi sem hermennirnir reistu sér til skjóls. Höfðu þeir stöðugt vakt á höfð- anum og fylgdust með skipum vestur og norður á Húnaflóa. Helga Berndsen var ung stúlka og bjó með foreldrum sínum Ernst Berndsen og Guðrúnu Helgadóttur í Karlsskála. Hún segir foringja Bret- anna hafa heitið Harry og hann hafi fljótlega orðið heimagangur hjá foreldrum sínum: „Englendingarnir höfðu lítinn mat og voru alltaf svangir og ég held að það hafi verið fleiri en fjöl- skyldan á Karlsskála sem gáfu þeim mat. En eitthvað gátu þeir keypt, mjólk, egg, smjör og svo skyr, það var nú dálítið ævintýri með það. Stuttu eftir að þeir komu þá frétti amma mín, Steinunn Berndsen, að þeir vissu ekki alveg hvernig ætti að matreiða skyrið. Þeir hefðu prófað að steikja það en það smakkaðist nú ekki mjög vel. Amma lét kalla á þá og hrærði fyrir þá skyr og sýndi þeim hvernig átti að meðhöndla það. Þeir urðu glaðir og ánægðir og borðuðu mikið af skyri eftir það.“ Helga taldi að bresku hermennirnir hafi jafnan verið sex til átta talsins. Getur það nærri því smæsta flokksdeild fótgönguliðs í breska hernum (Section) eins og sú sem annaðist varðgæsluna á Skagaströnd var jafnan skipuð átta mönnum. Hún segir Harry helst ekki hafa viljað fara frá Skagaströnd og hafi hann fengið að vera þar lengur en aðrir í herflokki hans. Hann hafi verið í herliðinu sem bjargað var frá Dunkirk í Frakklandi undan sókn þýska hersins vorið 1940. Herinn á Skagaströnd Harry með fjölskyldunni í Karlsskála. Myndina tók Ted sem var fyrirliði bandaríska herflokksins sem leysti Bretana af hólmi: Efri röð f.v: Guðrún Helgadóttir, Harry og Ernst Berndsen. Börn f.v: Adolf, Helga og Karl. MYND: Helga Berndsen Jólin koma... Þorbjörn Gíslason Hvammstanga Jólin komu inn á mitt heimili þegar búið var að kaupa eplakassann og hangikjötið, hvort tveggja komið í geymslu í „gamla eldhúsinu“ og húsið fylltist epla- og hangikjötsangan!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.