Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 13

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 13
1 32 01 5 „Við hittumst hérna í hverri viku á miðvikudagskvöld- um og það eru allir velkomnir,“ segir Sigrún Alda Sighvats. Hún segir að það sé svipaður kjarnahópur sem hefur komið þarna saman undanfarin fimm ár, á bilinu tólf til fimmtán konur. „Við hittumst frá ágústlokum til maíloka. Undanfarin fimm haust höfum við farið í bústað yfir langa helgi. Þá erum við í náttfötunum, það er prjónað og saumað, svo erum við með kokk sem eldar,“ segir Sigrún Alda og gjóir augunum til Ástu Ólafar Jónsdóttur, sem situr henni við hlið – hinar hlægja. Þær fara gjarnan saman í fleiri ferðir. „Við höfum svo endað vorið á að fara saman í dagsferðir og út að borða, nú síðast á Blönduós til að sauma í Vatnsdælurefilinn. Við höfum líka stundum farið á Akureyri að kaupa „görn“,“ segir Helga Bergsdóttir. „Og skó,“ skýtur ein inn í. Í prjónakaffinu miðla þær til hverrar annarrar. Sigrún Alda segist ekki hafa prjónað áður fyrr en hún saumaði og segir systur sína hafa séð um prjónaskapinn. Svo dreif Jóhanna Birgisdóttir hana með í Skaffó svo hún gæti keypt sér garn og tók hana með sér í prjónakaffið. „Ég byrjaði að prjóna og hef ekki stoppað síðan. Ég segi fyrir mig að ég er örugglega búin að græða tíu ár, ég er búin að læra svo mikið af hinum konunum. Svo er þetta er svo skemmtilegur félagsskapur,“ segir hún og brosir. Þá segja þær frá þeirri skemmtilegu hefð sem hefur skapast fyrir því að bjóða félagsfræðanemum við Háskóla Íslands, sem eru í starfsnámi hjá Svf. Skagafirði, í prjónakaffið. „Það var fimmti neminn hjá okkur um daginn. Ein af fyrstu nemunum sem við buðum hingað var norsk og á meðan hún var hér prjónaði hún tvær lopapeysur, eina á sig og hina á kærastann. Þetta er orðinn kúrs í félagsfræði að koma í prjónakvöld,“ segir Helga í gamansömum tón. Þá segja þær einnig leyfilegt að halda framhjá prjónunum í sérstökum verkefnum. „Þó þetta heiti prjónakaffi þá er þetta ekki bundið við prjónaskap,“ segir Helga, á meðan sumar prjóna sitja aðrar við ýmsar hannyrðir, s.s. hekl, útsaum og jafnvel flauelsskurð fyrir faldbúningasaum. Þegar þær eru spurðar hvort fél- agsskapurinn sé þeim mikils virði jánka allar. „Maður hlakkar alltaf til og getur varla beðið eftir því að byrja aftur á haustin. Miðvikudagskvöldin eru heilög kvöld – þeim er ekki fórnað fyrir neitt,“ segja þær. „Miðvikudagskvöldin eru heilög kvöld“ UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Kíkt í prjónakaffi í Húsi frítímans á Sauðárkróki Konurnar sem hittast í prjónakaffi í Húsi frítímans á Sauðárkróki voru að koma sér í aðventugírinn þegar blaðamaður Feykis rak inn nefið á dögunum. Þar var spjallað og hlegið á meðan verðandi jólagjafir duttu af prjónunum, hver á eftir annarri. Bryndís Alfreðsdóttir saumaði út jóladúkana. Sigríður Ingólfsdóttir heklaði stjörnuna og Guðrún Ingólfsdóttir prjónaði bjöllurnar. Ásta Ólöf Jónsdóttir saumaði út snjókarlana og Eyrún Þorvaldsdóttir gerði vitann sem er svokallað búsilla. Jóhanna Birgisdóttir heklaði hjartardúkana og bútasaumskransinn. Helga Bergsdóttir prjónaði jólakúlurnar og Herdís Þórðardóttir heklaði jólasveinana og stafina sem voru enn í vinnslu. Jóhanna Birgisdóttir var með jólasokka á prjónunum og Eyrún Þorvaldsdóttir var að hekla kúruteppi, samsett úr 2500 dúllum, sem gerðar eru úr 27 mismunandi litum af kambgarni. Bútasaumsjólasvein- ana gerði Jóhanna Björnsdóttir og húfur og vettlinga prjónaði Bryndís Alfreðsdóttir. Eitt parið gerði hún fyrir Rauða krossinn en hún prjónar mikið af vettlingum fyrir RKÍ úr garnafgöngum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.