Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 39

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 39
3 92 01 5 Höfundur: Páll Friðriksson Jóla mynda gátan VERÐLAUNAMYNDAGÁTA Þrenn verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn gátunnar sem felst í setningu sem lesa má út úr myndunum. Lausnina skal senda á netfangið feykir@feykir.is eða í pósti á: Feykir fréttablað, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki, ekki síðar en föstudaginn 11. desember. Athugið að í gátunni er ekki gerður greinarmunur á breiðum og grönnum sérhljóðum. VINNINGARNIR ERU: Barnabókin Sokkaskrímslið eftir Írisi Ösp Sveinbjörnsdóttur frá Sauðárkróki Geisladiskarnir Nafnið þitt, með lögum eftir Erlu Gígju Þorsteins- dóttur, og Á góðri stundu, þar sem Hreindís Ylva syngur lög Erlu Þorsteins. Geisladiskurinn Skagfirðingar syngja, með nýjum lögum eftir Geirmund Valtýsson í flutningi skagfirskra söngvara. Gullkorn barnanna Leikskólinn Vallaból Börn eru miklir spekingar og hafa gjarnan einlægari og opnari sýn á hlutina en þeir UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir KENNARI: Heldurðu að kindurnar verði ekki hissa þegar þær koma heim og sjá að það er búið að byggja ný fjárhús? NEMANDI: Nei, þær vita það. Þær heyrðu okkur alltaf vera að tala um það. NEMANDI: Þórunn, Grýla er dauð. KENNARI: Já, er það ekki? NEMANDI: Jú... þá er hún engill núna. KENNARINN: Ég ætla að velja tvo, Eydís... NEMANDI: ...and gentleman. fullorðnu. Hér eru nokkur gullkorn frá börnum í leikskólanum Vallabóli í Húnavatnshreppi. Kennari: Er H stelpa eða strákur? Nemandi: Hann er strákur. Kennari: Hvernig veistu að hann er strákur? Nemandi: Af því stelpan er heima hjá honum. [Lítil systir] KENNARI: Hver kemur næst? Hér eru september, október........ NEMANDI: ...bláber! Kennarinn var að lesa í huganum. NEMANDI: Hvað ertu að gera? KENNARI: Ég er að lesa. NEMANDI: Hvernig getur þú lesið með engu hljóði?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.