Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 43

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 43
4 32 01 5 Ýmsir viðburðir á Norðurlandi vestra Allt að gerast á aðventunni SAMANTEKT Kristín S. Einarsdóttir Það færist alltaf í vöxt að haldnir séu tónleikar, markaðir og aðrir viðburðir í aðdraganda jólanna. Kórar, tónlistarskólar og aðrir sönghópar standa margir hverjir fyrir árlegum jólatónleikum. Hér eru nánari upplýsingar um fáeina af þeim viðburðum sem verða á aðventunni. 394 Jólin í vinnunni : Sigurlaug Maronsdóttir, sjúkraliði, Sauðárkróki „Bölvað bull er þetta!“ Sigurlaug Maronsdóttir er búsett á Sauðárkróki og starfar sem sjúkraliði á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki. Hún hefur starfað þar í rúm 20 ár og oft tekið vaktir um jólin. Ég hef bæði unnið á aðfanga- dagskvöld og aðra daga yfir jólin. Ég er ein í heimili og mér finnst ágætt að vinna um jól, sérstaklega eftir að ég varð ein. Ég vann lengi dvalarheimilinu og þær voru ákaflega tillitssamar við mig þar. Ég vann held ekki nema ein jól á þessum tíu árum sem ég var þar einstæð með þrjú börn. Þessi jól var ég lengi að átta mig á hvað börnin höfðu UMSJÓN Kristín S. Einarsdóttir fengið í jólagjöf af því ég var ekki viðstödd þegar þau tóku upp gjafirnar. Það er ekki eins að vinna á öldrunardeild og á sjúkradeild. Á dvalardeildum er fólkið heimilisfast og fæstir eiga þess kost að fara út á aðfangadagskvöld, kannski í besta falli skreppa í mat út í bæ, og koma aftur fyrir nóttina. Þar er líka fólk, sem á þess ekki kost að fá ættingja til sín í heimsókn. Við þurfum þá að aðstoða við að opna jólagjafir og lesa á kortin. Þetta er bara gaman og gefandi. Á sjúkradeild er þetta öðruvísi. Kannski er staðan þar sú að deildin er nærri, eða alveg tóm. Samt þarf að vera vakt, ekki bara hægt að loka búllunni. Ástandið getur verið á öllum stigum þar. Fyrir nokkrum árum fæddist barn á Þorláksmessu og dvaldi sín fyrstu jól hjá okkur. Deildarnar eru skreyttar og sett upp jólatré og reynt að gera allt sem notalegast. Við fáum alltaf hamborgarhrygg með öllu og möndlubúðing í mat. Fyrir sjúklinga og heimilisfólk á dvalardeildum er mandla í búðingnum og möndlugjöf. Á dvalardeildum borðar heimilisfólk fyrst og síðan fær starfsfólk mat sendan á deildir og borðar saman á sinni deild. Á sjúkradeild borða stundum allir saman, sjúklingar, hjúkr- unarfræðingur, sjúkraliði og læknir, sem oftast er afleys- ingalæknir, ef næði er til þess. Það er alltaf messað á sjúkrahúsinu á jólum og við förum með fólkið í messuna. Ég fór einu sinni með gamlan mann niður og settist með hann fram við dyr, þar sem ég vissi nú ekki hvernig þolinmæðin yrði. En við sungum okkur í gegnum alla messuna, sálmana og messusvörin, fram að ræðunni. Svo kemur ræðan og allt í einu snýr maðurinn sér glottandi að mér og segir: „Bölvað bull er þetta!“ Ég sagði svo prestinum þetta seinna, þeir voru góðir kunningjar og þessi maður hafði verið organisti í kirkju í mörg ár. Þetta var skemmtilegasta jólamessa sem ég hef farið í á sjúkrahúsinu. Herdís Klausen hjúkrunar- forstjóri kemur alltaf í heimsókn á allar deildir á aðfangadagskvöld og þeir sem vinna aðfangadagskvöld og jólanótt fá litla gjöf. Vinnuplan liggur fyrir nokkrum vikum fyrir jól og þá er hægt að fara að skipuleggja með heimafólki og hefja andlegan undirbúning ef þarf. Nú erum við flestar orðnar svo fullorðnar að ungar eru flognir að heiman eða sjálfbjarga. Stundum skipta konur vakt- inni, ein til kl. 8 og önnur eftir það. Þá fá báðar smá jól heima. Þetta bjargast alltaf og það koma önnur jól. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA: Jólafönn með Swingkompaníinu 14. desember Swing Kompaníið, sem skipað er þeim Gretu Salóme fiðlu- leikara og söngkonu, Unni Birnu Björnsdóttur fiðlu- leikari og söngkonu, Lilju Björk Runólfsdóttur söng- konu, Gunnari Hilmarssyni gítarleikara, Leifi Gunnarssyni bassaleikara og Óskari Þormars- syni trommuleikara fer í jóla- tónleikaför um landið í desember. Ásamt þeim koma fram barnakór og kirkjukór Sauðárkrókskirkju. Tónleikaförin ber yfirskriftina Jólafönn og er óhætt að fullyrða að þar sé eitthvað á boðstólnum fyrir alla. Einstaklega skemmtilegar og hressandi útsetningar á jólalögum í bland við hátíðleika skapa einstakan atburð sem enginn má láta fram hjá sér fara. FÉLAGSHEIMILIÐ Á BLÖNDUÓSI: Tónleikar með Demo 26. desember og 27. desember Frá vinstri: Skarphéðinn, Helga Dögg, Haukur, Guðbjartur og Benedikt á æfingu. Tónleikar verða í Félagsheimilinu á Blönduósi 26. og 27. desember. Efnisskráin er fjölbreytt en með tónleikunum er hugmyndin að lífga aðeins upp á skammdegið. Fyrir hlé verður lágstemmd músík en seinni hlutinn verður kraftmeiri. Sjö manna hljómsveit og fimm söngvarar koma fram. Hljómsveitina skipa: Benedikt Blöndal, Fannar Viggósson, Guðbjartur S. Vilhjálmsson, Guð- mundur K. Ellertsson, Haukur Ásgeirsson, Stefán Ólafsson og Skarphéðinn H. Einarsson. Gestasöngvarar eru Helga Dögg Jónsdóttir, Nína Hallgrímsdóttir og Sara Rut Fannarsdóttir. ÁSBYRGI Í HÚNAÞINGI VESTRA: Jólatónleikar 3. desember Hópur Vestur-Húnvetninga sem staðið hafa að tónleikahaldi fyrir jólin verður með jólatónleika í Ásbyrgi í Húnaþingi vestra fimmtudaginn 3. desember. Hljómsveitina skipa: Skúli Einars- son, Elinborg Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Hólmar Jónsson og Sigurvald Helgason. Með þeim syngja Hulda Signý og Aldís Jóhannesdætur, Valdimar Gunnlaugsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Kristinn Þór Víglundsson, Guðrún Stein- björnsdóttir og Hrafnhildur Jóhannsdóttir. Efnisskráin er afar fjölbreytt og byggð upp á vali söngvaranna sjálfra. HÓLAR Í HJALTADAL: Aðventuævintýri 13. desember Kvenfélag Hólahrepps og Skóg- ræktarfélag Skagafjarðar á Hólum standa fyrir Aðventuævintýri á Hólum sunnudaginn 13. desember kl. 13-17. Fólki gefst kostur á að sækja jólatré í skóginn, kaupa sér heitt súkkulaði og bakkelsi og njóta hins einstaka umhverfis á Hólum. Auk þess verður opið í Bjórsetrinu, í kirkjunni og í Sögusetri íslenska hestsins þar sem hægt verður að kaupa piparkökur og skreyta. Undir Byrðunni verður hægt að skera út laufabrauð. Óvæntir gestir koma í heimsókn og á markaði í Nýjabæ má kaupa ýmislegt góðgæti og gjafir. NORÐURLAND VESTRA: Nokkrir jólamarkaðir • Hólabak 28. og 29. nóvember kl. 12 - 17 • Húnaver 28. nóvember kl. 14 - 18 • Opið hús í Iðju á Sauðárkróki 3. desember • Kaffihús 9. bekkinga í GAV og markaður í Höfðaborg, Hofsósi 3. desember • Hús frítímans á Sauðárkróki 5. og 6. desember • Hvammstangi 6. desember kl. 11 - 17. - - - - - Við bendum lesendum á að senda upplýsingar um viðburði á feykir@feykir.is, til birtingar á viðburðadagatali á feykir.is. Einnig er upplýsingar um viðburði á svæðinu gjarnan að finna á vefsíðunum skagafjordur.is, nordanatt.is og huni.is. Frá jólamarkaði í Húnaveri 2014. Sigurlaug Maronsdóttir. MYND: KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.