Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 26

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 26
2 01 52 6 Lögin á disknum eru öll eftir Geirmund og textarnir flestir eftir skagfirska höfunda. „Það eru þarna nokkrir textar sem voru komnir áður, eftir Kristján Hreinsson og Þorstein Eggertsson, sem var „textahöf- undur Íslands“ á tímabili,“ segir Geirmundur. Tíu laganna eru glæný úr smiðju sveiflu- kóngsins en fjögur þeirra voru til í handraðanum, án þess þó að hafa komið út áður. „Það er meira en ár síðan þessi hugmynd kviknaði hjá mér, að gefa út plötu með eintómum Skagfirðingum. Ég hélt að hún yrði aldrei að veruleika en mér var afskaplega vel tekið alls staðar þar sem ég bar niður. Ég reyndi að finna fólk sem ég vissi að hafði verið að syngja og upptökur hafa gengið afskaplega vel,“ bætir hann við, aðspurður um tilurð plötunnar. Sjálfur segist hann ekki skilja það sjálfur hvar hann finni tíma til að semja tónlistina. „Ég er eiginlega að verða hissa á þessu sjálfur. Ég á aldrei nein lög á lager. En ef maður sest niður og setur sig í stellingar þá kemur þetta einhvern veginn. Ég hef nú ekki gert mikið af textum, en ég á nú tvo á þessari plötu. En ég er fljótari að gera lagið ef textinn er til fyrir.“ Söngvararnir sem koma fram eru allt frá því að vera ungir krakkar til reyndra stórsöngvara. Yngstar eru barnabörnin Anna Karen og Valdís, sem einnig sungu með afa sínum á útgáfutónleikum jólaplötunnar Jólastjörnur Rammskagfirsk plata komin út VIÐTAL Kristín S. Einarsdóttir Geirmundur Valtýsson gefur út geisladiskinn Skagfirðingar syngja Tónlistarmanninn Geirmund Valtýsson þarf ekki að kynna fyrir Skagfirðingum né öðrum landsmönnum, enda hefur hann verið að í áratugi og slær hvergi af. Nýjasta framlag Geirmundar er platan Skagfirðingar syngja, þar sem hann teflir fram fjölda nýrra laga, í flutningi hinna ýmsu Skagfirðinga á öllum aldri. Auk þess eru textahöfundarnir flestir skagfirskir. Diskurinn er nýkominn í verslanir og tvennir útgáfutónleikar verða í Miðgarði sunnudaginn 6. desember, en heiðursgestur á tónleikunum er engin önnur en söngkonan Diddú. Geirmundar fyrir jólin 2013. „Við erum aldursforsetar ég og Álftagerðisbræður, svo held ég að Ásgeir Eiríksson komi næstur, en aldur er náttúrulega afstæður,“ segir Geirmundur. Hann segir samstarfið hafa gengið sérlega vel og allir hafi hliðrað til og látið upptökurnar, sem fram fóru í Reykjavík og Skagafirði, ganga upp. Allir sem koma við sögu á plötunni munu jafnframt koma fram á tvennum útgáfu- tónleikum í Menningarhúsinu Miðgarði, ásamt sérstökum heiðursgesti. „Það eru tónleikar klukkan sex og aðrir klukkan hálfníu. Þeir sem hafa áhuga á því og eru vanir því að sofna klukkan hálftíu geta komið klukkan sex. Hljómsveit Villa Guðjóns mun leika undir á tónleikunum og útsetningin verður sú sama og á plötunni. Svo er rúsínan í pylsuendanum, það er Diddú, hún er heiðurs- gestur kvöldsins. Hún hefur ekki sungið með mér hér norðan heiða áður, en hún söng að vísu í fyrra í Austurbæ, þegar ég var með jólatónleika þar, hún er alveg ótrúleg,“ segir Geirmundur. Á tónleikunum verður hægt að tryggja sér eintak áritað af söngvurunum sem koma við sögu. Hefti með myndum af þeim öllum, ásamt söngtextum, fylgir plötunni. Skagfirðingar syngja: Lögin eru öll eftir Geirmund. 1. Sunna TEXTI: Árni Gunnarsson. SÖNGUR: Sveinn Rúnar Gunnarsson og Erna Rut. 2. Það varst þú TEXTI: Hilmir Jóhannesson. SÖNGUR: Róbert Óttarsson. 3. Ótrúlega blá TEXTI: Kristján Hreinsson. SÖNGUR: Hreindís Ylva Garðarsdóttir. 4. Úllala TEXTI: Kristján Hreinsson. SÖNGUR: Sigurlaug Vordís. 5. Lífið og lækurinn TEXTI: Sigurður Hansen. SÖNGUR: Bergrún Sóla Áskelsdóttir og Sigvaldi Gunnarsson. 6. Hvar sem ég er TEXTI: Geirmundur Valtýsson. SÖNGUR: Sigvaldi Gunnarsson. 7. Ég gæti TEXTI: Geirmundur Valtýsson. SÖNGUR: Anna Karen Hjartardóttir. 8. Söknuður TEXTI: Þorleifur Konráðsson. SÖNGUR: Valdís Valbjarnardóttir. 9. Skagfirðingar syngja TEXTI: Sigurður Hansen. SÖNGUR: Álftagerðisbræður. 10. Viðvíkursveit TEXTI: Anna Þóra. SÖNGUR: Ólöf Ólafsdóttir. 11. Söngur um söng TEXTI: Kristján Örn Kristjánsson. SÖNGUR: Róbert Gunnarsson. 12. Skagafjörður TEXTI: Ingimar Bogason. SÖNGUR: Árni Geir og Jóhann Björn Sigurbjörnssynir. 13. Drangey TEXTI: Anna Þóra Jónsdóttir. SÖNGUR: Ásgeir Eiríksson. 14. Hvað ertu að hugsa um að gera í kvöld? TEXTI: Þorsteinn Eggertsson. SÖNGUR: Geirmundur Valtýsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Okkar bestu óskir um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári útibúið Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.