Feykir


Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 17

Feykir - 26.11.2015, Blaðsíða 17
1 72 01 5 „Gettu hvað ég var að gera?“ „Varstu að gera kvikmynd?“- „Nei, ég var að gifta mig!“ Greta kemur frá Bandaríkjunum, litlum landbúnaðar bæ í Vermont fylki sem heitir Brattleboro með ellefu þúsund íbúa. Í bænum er rík hefð fyrir brúðuleik og leikbrúðugerð en þar eru staðsett nokkur fyrirtæki sem eru á meðal þeirra áhrifamestu í heimi í þeim bransa. „Bread & Puppet Theatre Company sem setur gjarnan upp ádeiluverk og hefur haft mikil áhrif á samfélagið í gegnum tíðina. Sandglass Theater í eigu Eric Bass, sem er einn áhrifamesti brúðuleikari í heimi, og loks má nefna David Syrotiak National Marionette Theatre. Ég man þegar ég var að vinna á kaffihúsi þegar ég var í framhaldsskóla og fór alltaf í kaffipásunum mínum yfir götuna til þess að fylgjast með þeim skera út brúðurnar. Ég hugsaði með mér hve gaman væri að vinna við þetta en datt aldrei í hug að þetta væri eitthvað sem ég gæti lagt fyrir mig, það kom mikið síðar,“ útskýrir hún. Greta er því alin upp með leikbrúðurnar fyrir augum og segir það hafa haft meiri áhrif á hana en hún hafði gert sér í hugarlund. „Eftir útskrift úr framhaldsskóla fékk ég inn í tónlistardeild Juilliard skóla, sem var mikill heiður, en ég fann að það var ekki það sem ég vildi gera. Þá ákvað ég að taka mér mér ársleyfi frá skóla og stofnaði ungmennaleikhús og vann með táningum á aldrinum 13-18 ára,“ útskýrir hún. Eftir árið fór hún í leiklistarnám í East15 Acting School í London og segir hún þá ákvörðun hafa breytt lífi hennar á marga vegu. Hún hefur starfað sem leikkona á West End í London, jaðarleikhúsum og í Bangladess og á Indlandi. „Ég tók þátt í uppfærslu á Júlíus Sesari í Indlandi, sem var einungis skipuð konum. Það var afar sérstök upplifun að leika Brútus en sem ung leikkona átti ég alls ekki von á því að fá það hlutverk í hendurnar,“ segir hún og hlær og heldur áfram: „Við vorum að æfa að kvöldi til á ströndinni því það var of heitt á daginn. Æfingarnar fóru fram við kyndlalýsingu með dásamlegt útsýni yfir Bengalflóa. Það var ótrúleg upplifun.“ Börn hreinskilnari og þakklátari áhorfendur Greta segir að sköpun eigin verka hafi alltaf spilað stórt hlutverk í hennar starfsferli. Síðan hafi það þróast á þann veg að hún fór sífellt meira að vinna í leikuppfærslum fyrir börn. „Á Bretlandi eru leikbrúður nánast einungis fyrir börn, þó það sé að smá aukast fyrir fullorðna líka. Árið 2012 langaði mig að gera leikverk eftir ljóðinu um Tomten sem Viktor Rydberg samdi, en aðrir hafa fært það í nýja búninga, m.a. Astrid Lindgren, mig hafði í raun langað til þess í mörg ár. Við Sigurður ákváðum loks að demba okkur í það og stofnuðum þá Old Saw framleiðslufyrirtækið, sem upprunalega var aðeins hugsað utan um þessa einu uppfærslu,“ útskýrir Greta. Tomten þekkti Greta vel allt frá bernsku en hún átti bókina sem barn. Þau þróuðu sýninguna áfram og fengu fjárveitingu til þess og gerði sýningin stormandi lukku. „Þá efndi ég til samstarfs við barnaleikhúsið Little Angel Theater sem er stærsta brúðuleikhúsið á Bretlandi og við fórum með sýninguna mjög víða. Áður en við vissum af vorum við búin að fara með hana um allt land.“ Eftir „Okkur var farið að langa hingað heim,“ segir Sigurður. „Á vissum tíma- punkti var, vegna sóragigtarinnar, orðið verra fyrir mig að standa mikið þannig að ég fór að leita mér að starfi þar sem ég gæti setið á rassgatinu. Ég fór þá að vinna hjá Expedia en langtímaplottið hjá mér var að standa mig vel og fá starfið með mér heim til Íslands,“ segir Sigurður glettilega. Hann starfaði hjá fyrirtækinu í fjögur ár sem gæða- og verkefnastjóri en ferðaþjónustufyrirtækið er með ótal vörumerki á sínum snærum, m.a. Hotels. com. Eitt stærsta og flóknasta verkefnið sem hann stýrði fólst í síðuefnisstjórnun fyrir 240 þúsund hótel í öllum þjóð- löndum í heiminum. „Öðru hverju þurfti að gera átak í því að tryggja að allar upplýsingar vefsíðanna væru réttar og þá þurfti að tala við hóteleigendur sem ekki uppfærðu hjá sér. Til þess að gera þetta þarf að vera með her manns í vinnu, hringja í hóteleigendurna, fara í gegnum allt saman og uppfæra það í kerfinu. Þegar mest lét var ég með 66 manns í vinnu, í fjórum heimsálfum, vinnandi á fimmtán tungumálum.“ Þá gátu sumir vinnudagar Sigurðar orðið ansi langir þar sem starfsemin spannaði yfir heiminn þveran og endilangan. „Þegar ég hafði verið hjá þeim í fjögur ár, og sannað mig rækilega, spurði ég hvort ég mætti taka starfið með mér til Íslands. Það var tekið til skoðunar og á endanum sagt nei. Ég varð alveg hundfúll,“ viðurkennir hann og var það staðan sem upp var komin áður en hann sótti um starfið hjá Selasetrinu. „Eftir að mér var boðið starfið hér sagði ég upp en þá var allt í einu komið allt annað hljóð í þau. Ég mátti taka starfið með mér og var jafnvel boðið launahækkun. En maður stendur við það sem maður er búinn að segjast ætla gera, ég var búinn Jólahefðirnar tvær Undirbúningur jóla og jólahefðirnar eru blanda af íslenskum og amerískum siðum og venjum hjá þeim Sigurði og Gretu. Í aðdraganda jóla, er skór settur út í glugga að íslenskum sið, en á aðfangadagskvöld er sokkur fylltur af gjöfum eins og tíðkast í Banda- ríkjunum. Og segist Greta ansi hrædd um að þau eigi eftir að enda uppi með afar dekraða litla stelpu. Aðfangadagskvöld fer að öðru leyti fram á íslenskan máta. Þau setjast spariklædd til kvöldverðar kl. 18, þá er borðað hangikjöt líkt og tíðkast hjá fjölskyldunni að Lækjamóti. Eftir það er helmingur jólagjafanna opnaður, þ.e. frá fjölskyldu hans og vinum. Morguninn eftir, á jóladag, er afgangurinn af gjöfunum opnaður í náttfötunum. Eftir gjafirnar fá þau sér veglegan morgunverð, upp á ameríska vísu, amerískar pönnukökur, brakandi beikonsneiðar, hlynsíróp og fleira tilheyrandi. Þegar því er lokið er kominn tími til að elda kvöldmatinn sem er tilbúinn hvenær sem er þann dag. ótrúlegt listrænt frelsi og gat unnið með þeim sem mér datt í hug.“ Sem sjálfstætt starf- andi leikstjóri er Sigurð- ur með á sjötta tug leikverka að baki, auk þess sem hann aflaði sér kennsluréttinda við Strode's College, og vann sem kennari við marga virtustu leiklistarskóla Lundúna í tólf ár. „Maður vann þetta allt í bland, þetta var allt hark og frílans störf. Ég tók verk hér og þar en á því tímabili kynnist ég þessari og við giftum okkur,“ segir Sigurður og horfir á Gretu. „Við vorum vinir í nokkur ár áður en við síðan ákváðum að gifta okkur. Það gerðist svo ansi snöggt árið 2005,“ segir Greta. Hún hlær þegar hún rifjar upp þegar hún hringdi í mömmu sína til að færa henni tíðindin. Hún sagði hana næstum hafa fengið hjartaáfall. velgengni Tomten fékk hún stöðu við leikhúsið sem hún segir hafa fest hana meir í sessi í leikbrúðusamfélaginu í Bretlandi. Síðan hefur hún unnið að ýmsum verkum og verið öðrum til ráðleggingar. Þegar hún er spurð hvernig það sé frábrugðið að gera sýningar fyrir börn og fullorðna svarar hún: „Munurinn á því að vinna með börnum og fullorðnum er sá að börn eru mun hreinskilnari. Ef maður er að gera eitthvað vitlaust þá fær maður að vita það um leið en á sama tíma eru þau þakklátustu áhorfendurnir.“ Greta segist geta unnið starf sitt hvar sem er í heiminum. Hún var orðin þreytt á borgarlífinu og hafði fylgst með Hvamms- tanga vaxa og dafna, milli ára og heimsókna, og alltaf heillast af bænum. Þessar myndir eru úr leikbrúðuverkum Gretu, úr framleiðslu Old Saw, framleiðslufyrirtæki þeirra hjóna. Annars vegar Tomten og Duvet Day en á myndinni er Greta ásamt Elínu dóttur sinni. MYNDIR: OLDSAW.CO.UK

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.