Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 6
kvika.is Kvika gefur út sex mánaða víxla Kvika banki hf. hefur geð út sex mánaða víxla að árhæð 2.000 milljónir króna. Um er að ræða útgáfu í víxlaokknum KVB 18 0920 og er heildarheimild okksins 2.000 m.kr. Fjármálaeftirlitið staðfesti lýsingu vegna umsóknar um töku víxlanna til viðskipta, þann 23. maí 2018, og sótt hefur verið um töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll Íslands. Útprentuð eintök lýsingarinnar má nálgast í 12 mánuði frá staðfestingu hennar í höfuðstöðvum Kviku, Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu Kviku www.kvika.is/um-kviku/um-kviku#tab2 24. maí 2018 Pi pa r\T BW A HEILBRIGÐISMÁL Foreldrar lang- veikra barna hafa gripið til þess ráðs að deila innbyrðis lyfjum sín á milli sökum þess að ekla er á þeim í land- inu. Nær undantekningalaust er um undanþágulyf að ræða. „Í tilfelli dóttur okkar þá fær hún þriggja mánaða skammt í einu. Um leið og við höfum fengið þann skammt leggjum við inn beiðni fyrir þeim næsta og þrátt fyrir það er ekki tryggt að hann sé tilbúinn þegar þar að kemur,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir tólf ára stúlku með sjaldgæfan taugasjúkdóm. Sigurður segir að dóttir hans þurfi þrjú lyf sem hún tekur daglega auk eins björgunarlyfs. Öll lyfin eru háð undanþágum hverju sinni. Ítrekað hafi það komið fyrir að lyfin séu ekki til hjá birgja þar sem þau hafi ekki verið pöntuð eða að skortur sé á þeim erlendis. „Eitt sinn gripum við til þess ráðs í neyð að fá lyfið sent frá vinafólki okkar í Kanada sem á stelpu með sama sjúkdóm. Sendingin var stöðv- uð í tollinum þar sem ólöglegt er að flytja lyf til landsins með þessum hætti. Þá var dóttir okkar komin á síðustu pillu af lyfi sem er henni lífs- nauðsynlegt. Það þurfti mörg símtöl og tölvupósta á hæstu staði til að fá lyfið,“ segir Sigurður. Elín Ingibjörg Kristófersdóttir hefur sömu sögu að segja. Sex ára sonur hennar er með Dravet heil- kenni og fær tíð flogaköst af þeim sökum. Honum hefur verið gefið lyf sem dregur úr og styttir hvert floga- kast. „Fyrir fjórum árum vorum við búsett í Danmörku og þá var ekkert vandamál að fá lyfið. En eftir að við fluttum til Íslands hefur nær alltaf verið vesen að fá lyfið afgreitt. Ég hef vanið mig á að vera alltaf í tíma að panta lyfin því ég veit að afgreiðslan tekur tíma. Þrátt fyrir það fæ ég oft einungis hluta af lyfjaskammtinum afgreiddan og stundum bara alls ekk- ert,“ segir hún. Elín segir að hún hafi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þurft að grípa til þess ráðs að leita á náðir foreldra hins barnsins sem fær lyfinu ávísað. Aðrir foreldrar í sambærilegri stöðu sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast einnig hafa neyðst til að grípa til slíkra aðgerða. Dæmi eru um að hópar séu á Facebook þar sem for- eldrar óska eftir lyfjum í neyð til að tryggja velferð barna sinna. „Þetta setur mann í ömurlega stöðu þar sem þú getur lent í því að þurfa að meta hvort þú sért að ógna heilbrigði hjá þínu eigin barni til að hjálpa öðru barni sem er í enn meiri hættu,“ segir einn viðmælandi Fréttablaðsins. Enn annar viðurkennir að hafa gert sér ferð til útlanda, keypt lyfið í apóteki þar og komið síðan með það til lands- ins í farangri sínum. „Ég get vel skilið að það geti komið upp ýmis mál hvað þetta varðar þegar barn er að byrja á undanþágulyfi og það þarf að komast ákveðinn gangur í ferlið. En mér finnst ótækt að for- eldrar langveikra barna með fötlun skuli þurfa að standa í því að hringja hingað og þangað með ákveðnina að vopni til að fá sómasamlega afgreiðslu á lyfjum sem eru lífsnauðsynleg barn- inu þeirra,“ segir Elín. joli@frettabladid.is Ekla neyðir foreldra til að deila lyfjum Langan tíma getur tekið að fá undanþágulyf hingað til lands frá því að leyfi frá Lyfjastofnun liggur fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Dæmi eru um að for- eldrar langveikra barna hafi leitað út fyrir land- steinana til að útvega nauðsynleg lyf sem illa gengur að afgreiða hér á landi. Hópar til slíks eru til á samskiptamiðlum. Mér finnst ótækt að foreldrar langveikra barna með fötlun skuli þurfa að standa í því að hringja hingað og þangað með ákveðnina að vopni til að fá sómasamlega afgreiðslu á lyfjum sem eru lífsnauð- synleg barninu þeirra. Elín Ingibjörg Kristófersdóttir REYKJANESBÆR Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna sam- þykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Eftirgrennslan Fréttablaðsins virð- ist hafa komið hreyfingu á málið en stofnuninni mun berast svar í dag að sögn bæjarstjóra. Í bréfi sem stofnunin sendi bænum var óskað eftir svörum við spurningum og athugasemdum stofnunarinnar eigi síðar en 9. maí. Spurningarnar snúa meðal annars að meintu vanhæfi nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði. Á þetta var bent í skoðanagrein þeirra Jóns Eysteinssonar, Margrétar Sturlaugs- dóttur og Ragnheiðar Elínar Árna- dóttur, stjórnenda Hollvinasam- taka Sundhallarinnar, sem birtist á frettabladid.is í gærkvöldi. Þetta staðfesti Málfríður K. Kristiansen, sviðsstjóri deiluskipu- lagssviðs hjá Skipulagsstofnun. „Við höfum ekki fengið viðbrögð frá Reykjanesbæ. Þau ætluðu að senda okkur svar 15. maí, þetta gæti verið á leiðinni,“ sagði Málfríður í samtali við Fréttablaðið. „Skipulagsstofnun er skyldug til að gefa tveggja vikna frest og við fundum á mánaðarfresti þannig að því miður gengur þetta ekki oft saman,“ sagði Gunnar Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, um málið. Hann bætti því við að gögnin væru mjög stutt frá því að vera tilbúin. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, var ekki á sömu blaðsíðu og þau Gunnar og Málfríður. Í samtali við blaðamann sagði hann gögnin hafa verið send. „Það átti að vera þannig fyrir viku síðan,“ sagði hann áður en hann rauk á fund. Eins og áður sagði virðist þessi eftirgrennslan Fréttablaðsins hafa hreyft við málinu, því síðdegis til- kynnti bæjarstjórinn blaðamanni að hann hefði nýlokið við að skrifa undir fullkláruð gögn og að þau yrðu send Skipulagsstofnun degi síðar, nánar tiltekið í dag. „Það voru gerðar athugasemdir sem okkur bar að verða við,“ bætti hann við. Einn- ig sagði hann að afgreiðsla svona mála í opinbera kerfinu ætti það til að taka langan tíma. – gþs Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Gamla Sundhöllinn í Keflavík er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Það voru gerðar athugasemdir sem okkur bar að verða við. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar 2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 3 -5 8 A 0 1 F E 3 -5 7 6 4 1 F E 3 -5 6 2 8 1 F E 3 -5 4 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.