Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 14
Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@frettabladid.is Þó svo að sjaldgæfir sjúkdómar séu sannar- lega fátíðir, þá er það afar fjölmennur hópur ein- staklinga sem glímir við sjaldgæfan sjúkdóm. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að taka pólitískar ákvarðanir sem byggja á heildstæðri framtíðarsýn. Aðalfundur Húnvetningafélagsins í Reykjavík verður haldinn í Húnabúð Skeifunni 11 þriðjudaginn 29. maí klukkan 20:00 Dagskrá fundarins samkvæmt samþykktum félagsins: Formaður gerir grein fyrir störfum félagsins á liðnu ári. a. Féhirðir leggur fram endurskoðaða reikning félagsins. b. Skýrslur nefnda og starfsmanna félagsins. c. Kosningar. d. Önnur mál. Skógræktarferð verður 23. júní. Stjórnin Húnvetningafélagið í Reykjavík Í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn verður kosið um þróun borgarinnar til framtíðar. Hvernig borg verður Reykjavík eftir fjögur ár, hvernig verður hún árið 2030? Verður hún vistvæn og mannvæn? Verður losun gróðurhúsaloftegunda mikil eða sama og engin í borginni? Verður Reykjavík græn eða grá? Verða hér öflugar og hraðvirkar almenn- ingssamgöngur? Mun félagslegt misrétti aukast eða minnka í borginni? Verður gott að ala hér upp börn, verður gott að nema hér og starfa og eldast? Verður Reykjavík skemmtileg og áhugaverð borg? Ég þykist vita að allir borgarbúar séu sammála um að vel takist til en það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er langt í frá sjálfgefið. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að taka pólitískar ákvarð- anir sem byggja á heildstæðri framtíðarsýn. Það er auðvitað pólitísk ákvörðun að samþykkja bindandi stefnu um kolefnishlutlausa Reykjavík árið 2040, að hrinda af stað metnaðarfullri stefnu um borgarlínu í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu og Vegagerðina, að gera samninga við verkalýðs- félögin um endurreisn verkamannabústaðakerfisins með því að útvega þeim kjörlóðir víðsvegar um borgina fyrir eitt þúsund íbúðir á hagstæðum kjörum. Það er pólitísk ákvörðun að fjölga leikskólum og ungbarnadeildum þannig að á næstu árum komist 12 til 18 mánaða gömul börn á leikskóla. Það er pólitísk ákvörðun að þétta borgina og gera hverfin sjálfbærari. Einn mesti vandinn sem blasir við núna og þegar horft er til framtíðar er atgervisflótti ungs fólks frá Íslandi. Þess vegna þurfum að sjá til þess að Reykjavík þróist þannig að hún verði áfram kraftmikil, skapandi og spennandi borg fyrir ungt fólk til að búa í og starfa. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt. Ég er sannfærður um að stefna núverandi meirihluta í borginni felur í sér mikilvæg skref í rétta átt. Unga fólkið í Reykjavík hefur sem betur fer áttað sig á þessu. Þeirra er fram- tíðin. Í splunkunýrri könnun Félagsvísindastofnunar kemur í ljós að hvorki meira né minna en rúm 44% Reykvíkinga á aldrinum 18 til 29 ára segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Áfram Reykjavík. Framtíðin er núna Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingar- innar Reynsluspeki humarsins Sálfræðingurinn Jordan Peterson er greinilega bragðbesta þrætu- eplið á boðstólum þessa dagana. Fólk tætir hann í sig af aðdáunar- verðum ofsa á meðan fylgjendur hans verjast. Brynjari Níelssyni varð þessi deila að yrkisefni á Facebook þar sem hann sagði þá sem eru fastir í „pólitískri rétthugsun“ vera að fara á límingunum yfir þessum ágæta sálfræðingi, sem væri „ekkert að segja annað en einfaldan sann- leika byggðan á reynsluspeki kynslóðanna“. Peterson styður kenningar sínar með vísan í goggunarröð og lífshætti humars. Sú lífvera er hátt skrifuð hjá Sjálf- stæðisfólki og þá með hvítvíni. Sveinbjörg sveiflar breiða spjótinu Fréttablaðið.is hefur fjallað um dramatísk vinslit Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, odd- vita Borgarinnar okkar, og Arn- þrúðar Karlsdóttur, á Útvarpi Sögu. Sveinbjörg segist svo óvinsæl á Sögu að hún geti ekki keypt sig inn í þætti, ólíkt öðrum framboðum. Í gær bað hún önnur framboð að upplýsa hvort og þá hversu mikið þau hefðu greitt fyrir aðgang að hljóðnem- um Sögu. Píratar, Karlalistinn og Viðreisn svöruðu snarlega að engin slík viðskipti hefðu farið fram. Sömuleiðis kannaðist Þjóðfylkingarkanónan Jón Valur Jensson ekki við slíkt. thorarinn@frettabladid.is Vísindaritið The Lancet birti í gær niður-stöður umfangsmikillar úttektar á aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu í 195 löndum. Kannað var hversu vel löndin takast á við sjúkdóma, pestir og veikindi sem undir venjulegum kringumstæðum ætti að vera tiltölulega lítið mál að eiga við og eiga aldrei að leiða til dauða. Ísland trónir á toppi þessa lista, með 97 stig af 100 mögulegum. Með þessar upplýsingar til hliðsjónar velta glöggir lesendur Fréttablaðsins því líklega fyrir sér hvernig í ósköpunum þetta getur verið raunin þegar foreldrar langveikra barna hér á landi reyna í örvæntingu sinni að nálgast nauðsynleg lyf í lokuðum hópum á Facebook, eða halda jafnvel til útlanda til að kaupa lyf og smygla til landsins. Svarið liggur eðlilega í hagfræði. Meiri eftirspurn er eftir lyfjum við þeim 32 sjúkdómum sem The Lancet kannaði, svo sem niðurgangi, mislingum, sykursýki og algengustu tegundum krabbameins, heldur en sjúk- dómum á borð við Dravet-heilkenni, CMV-sýkingu í móðurkviði, Lynch-heilkenni og Fairbank-sjúkdómi. Þessir síðarnefndu sjúkdómar og heilkenni eru brotabrot af þeim rúmlega sex þúsund sjaldgæfu sjúk- dómum sem skráðir hafa verið. Fyrst og fremst eru það börn sem greinast með þessa sjúkdóma. Lyf við þessum sjúkdómum eru flókin og dýr í fram- leiðslu. Um leið er framboðið af skornum skammti, enda lítil gróðavon í því að framleiða sérhæft líftækni- lyf sem gagnast örfáum einstaklingum á ári. En þó svo að sjaldgæfir sjúkdómar séu sannarlega fátíðir, þá er það afar fjölmennur hópur einstaklinga sem glímir við sjaldgæfan sjúkdóm. Krafa um bestu mögulegu meðferð og lyf við sjald- gæfum sjúkdómum mun aðeins verða háværari með betri greiningaraðferðum, framförum í lyfjaþróun og hækkandi aldri þjóðarinnar. Þessi krafa er eðlileg, því fyrir utan að vera siðferðilega réttmæt þá byggir hún á þeirri vitneskju, ýmist beint eða óbeint, að við sjálf erum forsenda þeirrar þekkingar og þróunar sem átt hefur sér stað. Við stuðlum að henni í gegnum opin- ber gjöld og með því að gefa gögn um okkur og jafnvel lífsýni til vísindamanna. Þessi skilningur á mikilvægi heilbrigðis- og læknavísindanna er ástæðan fyrir því að við erum í efsta sæti hjá The Lancet. Íslendingar eru lítil þjóð aðeins þegar það hentar. Þegar verkefnin virðast óyfirstíganleg fyrir lítið og einangrað land. Fyrirsláttur sem þessi í samhengi rétt- mætrar kröfu einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma og aðstandendur þeirra er móðgun við það verkefni sem við höfum tekið höndum saman um og kennum við velferðarríki. Lögmál hagfræðinnar munu ekki leysa þennan vanda. Til þess þarf hvata sem aðeins yfirvöld geta veitt. Að sama skapi þarf að hlusta á ábendingar sérfræðinga um sameinað markaðssvæði norrænu ríkjanna fyrir lyf og um leið gera þá kröfu að lyfja- fyrirtæki hér á landi uppfylli þá eðlilegu kröfu að geta skaffað lyf þegar kallið berst. Lyfjagróði 2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 2 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 3 -3 F F 0 1 F E 3 -3 E B 4 1 F E 3 -3 D 7 8 1 F E 3 -3 C 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.