Fréttablaðið - 24.05.2018, Síða 32

Fréttablaðið - 24.05.2018, Síða 32
Óhætt er að segja að líf Arnars snúist um maraþonhlaup. Í fyrra tók hann þátt í Reykja- víkurmaraþoni Íslandsbanka og varð fyrstur í mark í þriðja skipti. Á seinasta ári varð hann jafnframt nífaldur Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum, fyrstur Íslendinga. „Markmiðið er að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sumarið 2020. Ég ætla að að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar, auk þess að hlaupa maraþon í Berlín eða Köln,“ segir Arnar sem er nýlega kominn heim frá Hamborg. Þar í borg hljóp hann maraþon á þriðja besta tíma sem Íslendingur hefur hlaupið frá upphafi. Vill ná góðum árangri Arnar æfði fótbolta og körfubolta á sínum yngri árum og hampaði Íslandsmeistaratitli í báðum greinum. Síðustu sex árin hefur hann einbeitt sér að maraþoni með frábærum árangri. „Ég æfi mikið og vil ná eins góðum árangri og ég mögulega get. Það skiptir miklu máli að vera með allt á hreinu varðandi æfingar, það er ekki nóg að æfa mikið heldur þarf líka að hugsa um næringu, bætiefni, teygjur, nudd og að allt utanumhald sé pottþétt,“ segir Arnar. Hann hefur verið svo lánsamur á sínum ferli að hafa ekki þurft að glíma við íþróttameiðsli. „Það er ekkert einfaldara en að meiðast eða æfa of mikið. Þess vegna er mikil- vægt að vera vakandi fyrir því hvern- ig líkaminn bregst við þjálfun,“ segir Arnar og bætir við að það sé mikið nákvæmnisverk. „Til að ná hámarks- árangri þarf að dansa á þeirri línu að vera á milli þess að vera í ofþjálfun og ná hámarksárangri. Það má ekki fara yfir þessa línu.“ Arnar er með BA-gráðu í hagfræði og lýkur senn þremur masters- gráðum á þremur árum. „Undan- farin ár hef ég verið í 120 prósent námi og unnið meðfram því en ég lýk mastersnámi í endurskoðun og reikningsskilum, fjármálum fyrir- tækja og kennsluréttindum núna í sumar. Þetta hefur gengið vel með góðu skipulagi en ég hef varla gert annað en að æfa, læra og ferðast. Á þessum þremur árum hef ég verið í útlöndum í um 14 mánuði samtals. Fyrst sem skiptinemi í Þýskalandi og svo í æfingabúðum um allan heim. Það er bara gott að geta tekið námið og æfingarnar með sér hvert sem maður fer,“ segir Arnar brosandi. Arnar er á Instagram undir notendanafninu @arnarpetur þar sem hann leyfir fólki að fylgjast náið með hvað þarf til að ná betri árangri í hlaupum. B12-vítamín daglega Arnar byrjar daginn á að taka B12 Ultra en miklar æfingar spæna upp B-vítamín í skrokknum. B12 er nauðsynlegt við myndun nýrra rauðra blóðkorna og skortur á því getur valdið blóðleysi, þrekleysi og síþreytu. B-12-vítamín finnst ekki grænmetisfæði og grænmetisætum því hætt við skorti. NOW Ultra B12 liquid inniheldur einnig hin B-víta- mínin: 1, 2, 3, 5 og 6. Amino Power fyrir æfingar Fyrir æfingar tekur Arnar Amino Power sem er hreinn Pre Workout drykkur sem inniheldur engin óæskileg aukaefni, er sættur með stevíu og xylitoli og litaður með rauðrófudufti. Drykkurinn inni- heldur mátulegt magn af koffeini (50 mg í skammti) sem eykur orku og einbeitingu, BCAA- amínósýrur sem hraða endurheimt og auka vöðvavöxt, beta-alanín og karn itín til að draga úr þreytu og arginín til að auka blóðflæði. Ofurblanda af grænni fæðu Á milli mála fær Arnar sér Green Phyto Foods, ofurblöndu af grænni fæðu og jurtum, bætt með víta- mínum og steinefnum, trefjum, ensímum og chlorophyll (blað- grænu). Ein besta leiðin til að borða grænmeti er að drekka það. Nauðsynlegt að taka bólgueyðandi Arnar tekur daglega inn Curcufresh. Kúrkúmin er virka efnið í túrmeriki og er það talið hafa mjög bólgu- eyðandi eiginleika. Curcufresh og Curcubrain blöndurnar frá NOW eru sérhannaðar til að hámarka upptöku og nýtast þær sérstaklega vel í endurheimt eftir hlaup. Góðgerlar fyrir þarmaflóruna Til að halda meltingunni í lagi tekur Arnar Probiotic 10 25 billion. Góð- gerlar eru ekki bara fyrir þá sem þjást af einhvers konar meltingar- kvillum heldur fyrir alla sem vilja lifa heilbrigðu lífi. Íþróttafólk undir miklu álagi getur verið sérstaklega viðkvæmt fyrir pestum og öðrum veikindum, en góð þarmaflóra og inntaka góðgerla getur dregið úr þessum neikvæðu áhrifum. Steinefnablanda fyrir eða eftir æfingar Arnar tekur daglega Full spectrum minerals, steinefnablöndu með öllum helstu steinefnunum sem við þurfum til að líkaminn starfi eðlilega. Við erfiðar æfingar töpum við steinefnum og því er sérstaklega mikilvægt að fylla á forðann bæði fyrir, eftir og jafnvel á meðan æfingu stendur. Stein- efnablandan frá NOW inniheldur m.a. steinefnin magnesíum, kalk, joð, mangan, sínk, króm, kalíum og fleira. Bætiefni Arnars maraþonhlaupara Arnar Pétursson er einn fremsti maraþonhlaupari landsins. Hann hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana árið 2020 og æfir því af miklum krafti. Arnar notar bætiefni frá NOW. Á milli mála fær Arnar sér Green Phyto Foods, sem er ofurblanda af grænni fæðu og jurtum. Arnar segir nauðsynlegt fyrir sig að taka daglega Full spectrum minerals, sem er steinefnablanda með öllum helstu steinefnum sem við þurfum til að líkaminn starfi eðlilega. Arnar tekur bætiefni frá NOW til að fá öll steinefni, vítamín og bætiefni sem hann þarf á að halda. Arnar byrjar daginn á að taka B12 Ultra en miklar æfingar spæna upp B-vítamín í skrokknum. Curcufresh og Curcubrain blöndurnar frá NOW eru sérhannaðar til að hámarka upptöku og nýtast þær sér- staklega vel í endurheimt eftir hlaup. Arnar tekur Probiotic-10 25 billion til að halda meltingunn í lagi. Góðgerlar eru ekki bara fyrir þá sem þjást af einhvers konar meltingarkvillum heldur fyrir alla sem vilja lifa heil- brigðu lífi. Fyrir æfingar tekur Arnar Amino Power sem er hreinn Pre Workout drykkur sem inniheldur engin óæskileg aukaefni. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RÚT AÐ HLAUPA 2 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 3 -3 6 1 0 1 F E 3 -3 4 D 4 1 F E 3 -3 3 9 8 1 F E 3 -3 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.