Morgunblaðið - 02.10.2017, Page 1
M Á N U D A G U R 2. O K T Ó B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 231. tölublað 105. árgangur
VALUR
ÍSLANDS-
MEISTARI ÁSTRÍÐA FYRIR SVEPPUM
FÓLK VILL FINNA AÐ
VINNUFRAMLAG
ÞESS HAFI TILGANG
GUÐRÍÐUR GYÐA 12 VALA HJÁ GALLUP 14ÍÞRÓTTIR
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Óeirðir brutust út í Katalóníu í gær
þegar íbúar héraðsins kusu um sjálf-
stæði frá Spáni. Yfir 800 íbúar og 33
lögreglumenn höfðu leitað sér
læknisaðstoðar þegar Morgunblaðið
fór í prentun.
Mariano Rajoy, forsætisráðherra
Spánar, sagði að lögin hefðu haft sig-
ur að lokum en Hæstiréttur Spánar
hefur sagt kosningu Katalóníu ólög-
lega. Rajoy sagði yfirvöld í Katalóníu
bera ábyrgð á óeirðunum og sagði
kosninguna til þess fallna að ýta und-
ir átök. Hann sagðist opinn fyrir því að
ræða við yfirvöld Katalóníu um að
auka sjálfstjórn þeirra á héraðinu en
einungis í samræmi við lög og lýðræði
landsins.
Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau,
fordæmdi ofbeldi lögreglunnar og
sagði forsætisráðherrann vera heigul
sem ætti að segja af sér. Carles Pu-
igdemont, forseti Katalóníu, hélt ræðu
í gærkvöldi þar sem hann sagði að
sjálfstjórnarhéraðið hefði öðlast rétt
til að lýsa yfir sjálfstæði. Að sögn yf-
irvalda í Katalóníu greiddu 2,26 millj-
ónir manna atkvæði og sögðu 90% „já“
við sjálfstæði. »15 og 16
AFP
Upplausnarástand Yfir 800 manns þurftu að leita sér læknisaðstoðar vegna óeirðanna samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Katalóníu.
Óeirðir í Katalóníu
Spænska lögreglan gekk hart fram
42,3% kjörsókn 90% með sjálfstæði
Forsætisráðherra Rajoy sagði lögregluna vera að framfylgja lögum landsins.
Aðstæður til matvælaræktunar gætu
breyst til muna á Íslandi ef spár vísinda-
manna um hlýnun jarðar ganga eftir. Þetta
segir dr. Sæmundur Sveinsson sem tók nú um
mánaðamótin við starfi rektors Landbún-
aðarháskóla Íslands. Með Parísarsam-
komulaginu stefna ríki heims á að hitastig á
jörðinni hækki ekki um meira en tvær gráður
frá því sem var fyrir iðnbyltingu, og þykir
slíkt markmið háleitt. Slík hlýnun myndi þó
raska öllum skilyrðum til jarð- og kornyrkju
ytra en gera þau hagfelldari á Íslandi. Sæ-
mundur segir skólann vinna að ýmsum þýð-
ingarmiklum verkefnum og nefnir sér-
staklega rannsóknir sem
víkja að landnýtingu og
hlýnun andrúmsloftsins.
Endurheimt votlendis sé til
að mynda mikilvægur þátt-
ur í baráttunni gegn lofts-
lagsbreytingum. Þá geti
ræktun gróðurhulu á ís-
lenskan eldfjallajarðveg
bundið mikinn koltvísýring
og skapað mótvægi við
loftslagsbreytingar. Bænd-
ur hafi því mikilvægu hlutverki að gegna sem
vörslumenn landsins. »11
Aðstæður til matvælaræktunar gætu batnað
Sæmundur
Sveinsson
„Þegar fólk les vissar tegundir bók-
mennta þýddar á íslensku kemur alltaf að
því á endanum að einhver fær þá flugu í
höfuðið að hann geti skrifað svona verk á
íslensku. Ágætis dæmi um þetta er Jón
Thoroddsen sem segir beinlínis í eftirmála
að Pilti og stúlku að hann hafi skrifað bók-
ina til höfuðs þýddu sögunum sem þá voru
svo vinsælar,“ segir Magnea J. Matthías-
dóttir þýðandi og bætir við að haldið hafi
verið fram að íslenska glæpasagan hafi orð-
ið til vegna þýðinga. „Sama máli gegnir um
íslensku fantasíuna sem einnig verður til
eftir að þýðingar á erlendum verkum ruddu
brautina, þótt vissulega
eigi lestur á öðrum tungu-
málum – sérstaklega
ensku – sinn þátt í því.“
Í viðtali við Magneu á
menningarsíðum Morgun-
blaðsins í dag spjallar hún
um starf þýðandans, sem
er nákvæmnisvinna og
ábyrgðarstarf. „Þýðing
þarf að fanga tón höfund-
arins og orðfæri, án þess
að textinn verði slettuskotinn eða hljómi
óeðlilega.“ »26
Með þýðingum verða til nýjar tegundir bókmennta
Magnea
Matthíasdóttir
Nú tefla stjórnmálaflokkarnir fram
framboðslistum sínum í hverju kjör-
dæminu á fætur öðru í aðdraganda
alþingiskosninga. Píratar einir
flokka efndu til prófkjörs í öllum
kjördæmum til að skipa fólk á lista
en kosningarnar fóru fram í gegnum
rafrænt kosningakerfi Pírata.
Niðurstöður prófkjörsins hafa verið
birtar með fyrirvara um breytingar
en þegar hafa þau Ásta Guðrún
Helgadóttir og Þórólfur Júlían
Dagsson, sem bæði höfnuðu í þriðja
sæti, hvort í sínu kjördæmi, lýst því
yfir að þau hyggist ekki taka sæti á
lista fyrir komandi kosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sam-
þykkt lista í fimm kjördæmum af sex
en listi í Suðvesturkjördæmi verður
lagður fram til samþykktar í kvöld.
Talsverð nýliðun er á listum Sam-
fylkingarinnar en þegar liggja fyrir
listar flokksins í fjórum kjördæmum
af sex. Aðeins einn framboðslisti er
tilbúinn hjá Vinstri grænum en búist
er við baráttu um efstu sætin á lista
flokksins í Suðvesturkjördæmi. Þá
fer landsfundur flokksins fram um
helgina. Flokkur fólksins hefur
kynnt oddvita sína í öllum kjör-
dæmum. Aðrir flokkar hafa ekki birt
lista að svo stöddu. »6-7
Listar
flokkanna
skýrast
Tvö taka ekki
sæti á listum Pírata
Á sex dögum seldi verslunarris-
inn H&M vörur fyrir 2,2 milljónir
króna á hvern fermetra verslunar-
rýmis fyrirtækisins í Smáralind.
Þetta kemur fram í ársfjórðungs-
uppgjöri H&M, en gríðarleg aðsókn
hefur verið að versluninni frá því
hún var opnuð í ágúst.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri
fasteignafélagsins Regins sem á
Smáralind, segir í samtali við Morg-
unblaðið að á tíu fyrstu dögum
verslunarinnar hafi um 170 þúsund
manns komið í verslunina í Smára-
lind. Ný verslun H&M var opnuð í
Kringlunni í síðustu viku og sú
þriðja verður opnuð í miðbæ
Reykjavíkur náinni framtíð. »2
H&M seldi fyrir 2,2
milljónir á fermetra