Morgunblaðið - 02.10.2017, Side 17

Morgunblaðið - 02.10.2017, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 Sæll og blessaður! Á ferð sinni á dögunum um landsvæði þar sem vatnavextir hafa verið miklir hitti Jón Gunnarsson samgönguráðherra fyrir þennan kálf á bænum Flatey á Mýrum. Eggert Töluverðar umræður hafa átt sér stað um arðgreiðslur og arð- greiðslustefnu skráðra hlutafélaga á undan- förnum árum. Arð- greiðslustefna hefur mismunandi þýðingu fyrir ólíka hópa fjár- festa. Hægt er að skipta fjárfestum í hópa eftir stefnu sem þeir aðhyllast í arðgreiðslumálum. Íhaldssamir fjárfestar sem trúa því að hækkun á arðgreiðslum auki verð- mæti fyrirtækis, þeir róttæku sem trúa því að hækkun á arðgreiðslum minnki verðmæti fyrirtækis og þá sem telja arðgreiðslustefnu hafa engin áhrif í þessu sambandi. Ákvarðanir um arðgreiðslur taka oft mið af öðrum fjárfestingar- og fjár- mögnunarákvörðunum. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að finna réttan far- veg fyrir arðgreiðslustefnu, þannig að hægt sé að uppfylla þarfir mik- ilvægustu hluthafa. Breyting á arð- greiðslustefnu getur valdið lækkun á hlutabréfum vegna aukins framboðs hlutabréfa. Sum fyrirtæki greiða lág- ar arðgreiðslur vegna þess að stjórn- endur vilja halda hagnaði innan fyrirtækisins til að fjármagna frekari vöxt þess. Arðgreiðslustefna hefur annars vegar áhrif á sjóðstöðu og út- gáfu nýrra hlutabréfa. Fjármagns- skipan og vaxtarmöguleikar banka og tryggingafélaga á Íslandi hafa verið með þeim hætti að ekki er óeðlilegt að greiða háan arð til hluthafa þar sem eiginfjárhlutfall hefur verið hátt og vaxtar- möguleikar frekar tak- markaðir. Dæmi um vaxtarfyrirtæki í Bandaríkjunum með mjög sterka fjárhags- stöðu, lausafjárstöðu og frábæra markaðsstöðu er Apple. Þeir byrjuðu ekki að greiða arð til hluthafa fyrr en á árinu 2012 þrátt fyrir að lausa- fjárstaða og fjármagnsskipan fyr- irtækisins gæfi til kynna að það væri hægt. Apple hefur síðan vaxið gríð- arlega þannig að þeir hluthafar sem hafa átt hlutabréf í Apple á þessu tímabili hafa ávaxtað fjármuni sína mjög vel. Því er eðlilegt að hluthafar vilji frekar að fyrirtækið noti fjár- magn sem verður til í rekstri til enn frekari vaxtar. Þess vegna er mik- ilvægt að fyrirtæki móti arðgreiðslu- stefnu sem tekur mið af stefnumörk- un og framtíðarmöguleikum á hverjum tíma. Arðgreiðslur vegna breytingar á fjármagnsskipan og minni vaxtarmöguleika Fjármagnsskipan íslenskra banka- og fjármálafyrirtækja hefur verið með þeim hætti undanfarin ár að ekki er óeðlilegt að greiða út arð og lækka eiginfjárhlutfall. Eiginfjár- hlutfall fyrirtækjanna hefur verið mjög hátt í samanburði við sambæri- leg fyrirtæki á öðrum mörkuðum. Góð afkoma af fjármálastarfsemi, breyting á reikningsskilum og útgáfa víkjandi skuldabréfa stuðluðu að háum arðgreiðslum tryggingafélaga, sérstaklega á árinu 2015 og olli tölu- verðum umræðum í aðdraganda að- alfundar hjá einu tryggingafélagi. Arðgreiðslur og endurkaup nema um 40-60% af markaðsvirði íslensku tryggingafélaganna. Ef horft er á eigendur íslensku tryggingafélag- anna þá samanstanda þeir af lífeyr- issjóðum sem eiga í flestum tilfellum 40-60% af félögunum og síðan einka- fjárfestum og hlutabréfasjóðum. Líf- eyrissjóðir líta á fjárfestingu sína sem langtímafjárfestingu til mjög langs tíma og vilja helst að trygg- ingafélögin geti náð ásættanlegri arðsemi í hefðbundnum rekstri og fjármálastarfsemi sinni eða finni ný vaxtartækifæri ef þau eru fyrir hendi. Einkafjárfestar eru ólíkari hópur þar sem markmiðin geta verið mismunandi, einhverjir eru lang- tímafjárfestar og aðrir að fjárfesta til skemmri tíma og vilja reiða sig á arð- greiðslur frá félaginu til mögulegra betri fjárfestingavalkosta á markaði. Arðgreiðslustefna félaga í Kauphöll Íslands miðast oft við ákveðið hlut- fall af hagnaði eftir skatta og tekur oft mið af rekstri og vaxtarmögu- leikum viðkomandi fyrirtækis. Einn- ig er horft til fjárhagsstöðu, fjár- mögnunarþarfa og markaðsaðstæðna. Auknar kröfur um heilsteypta arðgreiðslu- stefnu skráðra félaga Hluthafar geta fengið ávöxtun af fjárfestingu sinni með tvennum hætti: annarsvegar með arði og hins- vegar með söluhagnaði við sölu hlutabréfanna. Yfirleitt er fjármagni sem fyrirtæki ráða yfir skipt í þrjá flokka: lánsfé, fjármagn lagt fram af eigendum og fjármagn sem felst í hagnaði fyrirtækis af starfsemi sinni. Oft er bent á að eigið fé eða hlutafé sé ódýrt fjármagn. Miðað við áhættu sem hlutafé felur ætti það að vera dýrara en lánsfé. Meginmunur á hlutafé og lánsfé er sá að eigendur fyrirtækja ákveða hvort og hve mik- ill arður er greiddur, en vaxtakjörin eru ákveðin á markaði. Stjórnir hlutafélaga ættu því ekki að fagna hagnaði einum og sér, heldur skoða hann í samhengi við framlagt eigið fé eigenda og mæla á þann hátt árang- ur fyrirtækisins. Fyrirtæki sem skil- ar ekki hagnaði er í raun ekki rekstr- arhæft, því það getur ekki skilað eigendum sínum arði. Með því að festa fé í fyrirtæki sem þannig er rekið er eigandi að verða af arði, sem hann ella gæti fengið með því að festa fé í arðbærum rekstri eða tryggum verðbréfum. Á erlendum hlutabréfamörkuðum eru yfirlýs- ingar um hækkun arðgreiðslna yfir- leitt túlkaðar sem góðar fréttir af hálfu hluthafa og yfirleitt hækkar hlutabréfaverð í kjölfarið. Hið önd- verða gerist ef tilkynnt er um lækk- aðar arðgreiðslur. Þrátt fyrir að hlutabréfaverð breytist, þarf ekki að vera samhengi á milli þess og þess að fjárfestar æski hærri arðgreiðslna. Hækkun arðgreiðslna getur á hinn bóginn verið mikilvægt merki um aukinn hagnað fyrirtækisins. Á virk- um hlutabréfamarkaði hafa nýjar upplýsingar um breytingu á arð- greiðslum fyrirtækis strax áhrif á hlutabréfaverð og virkir fjárfestar eru fljótir að álykta um hvort stjórn- endur fyrirtækisins eru bjartsýnir eða svartsýnir á framtíð rekstrarins. Mikilvægt er að fyrirtæki skráð á hlutabréfamarkaði móti heilsteypta arðgreiðslustefnu til að mæta aukn- um kröfum fjárfesta, en ekki síður að fyrirtækin reyni með öllum ráðum að bæta rekstur sinn og skila auknum hagnaði þannig að þau fái staðið und- ir kröfum hluthafa um arðsemi í takt við áhættu, hvort sem sú arðsemi fæst á endanum greidd út sem arður, eða sem söluhagnaður af viðkomandi hlutabréfum. Eftir Albert Þór Jónsson »Mikilvægt er að fyrirtæki skráð á hlutabréfamarkaði móti heilsteypta arðgreiðslu- stefnu til að mæta aukn- um kröfum fjárfesta. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur, er með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynsla á fjármálamarkaði. Arðgreiðslur og arðgreiðslustefna skráðra hlutafélaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.