Morgunblaðið - 02.10.2017, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017
nýrri þrennu. Við vitum ekki
hvort hinar tvær eiga eftir að líta
dagsins ljós. Hitt vitum við: að
rödd Sigga á eftir að hljóma og ná
hlustum margra – alinna sem
óborinna.
Við Hrafnhildur, Dagur og
Gunni þökkum ævarandi vináttu
og sameinumst Diddu og Jóhann-
esi Páli í sorginni.
Pétur Gunnarsson.
Hann orti svo fallega um ljósið
á kertinu. Svo máttugt og mátt-
vana í senn. Sjálfur var hann á
sinn hátt máttugur, kvikur og
skarpur eins og logi á kerti en um
leið fíngerður og næmur. Það
streymdi frá honum orka. Það
stafaði frá honum hlýju. Og það
lagði frá honum sérstaka birtu.
Skáldlega birtu sem gerði allt ein-
hvern veginn innihaldsríkara.
Hvort sem hann var á göngu í
miðbæ Reykjavíkur, sat yfir kaffi-
bolla á kaffihúsi, las upp úr verk-
um sínum, spjallaði um skáld-
skapinn, heima og geima eða
kenndi háskólanemum, lýsti hann
upp tilveruna með leifturskýrri
hugsun sinni, kímni og hnyttni og
setti skemmtilegan svip á um-
hverfið með sérstöku fasi sínu og
fagurkeralegum klæðaburði.
Sigurður Pálsson var gagntek-
inn af ást á lífinu. Ástarsamband
hans við lífið var fullt af ólgandi
tilfinningum, gleði og þakklæti en
ekki átakalaust frekar en nokkurt
ástarsamband. Það fól í sér glímu
við stórar spurningar, lotningu
frammi fyrir ráðgátum alheims-
ins, hrifningu af fegurðinni í öllum
sínum margbreytileika, en líka
uppreisn gegn stöðnun, doða og
þröngsýni og andúð á einsleitni,
ljótleika og ranglæti. Hann var
óhræddur við að taka sér stöðu
gegn beiskjunni, dapurleikanum
og neikvæðninni sem á lævíslegan
hátt ógna sífellt okkur manneskj-
unum. Verk hans bera vott um
djúpa hugsun, mannvit og lífs-
skilning. Hann átti innra með sér
einstaka uppsprettu lífsorku, and-
ríkis og sköpunargáfu sem hann
gat sótt í bæði sem listamaður og
manneskja. Og svo átti hann því
mikla láni að fagna að eiga hana
Kristínu að lífsförunaut, afburða
listakonu sem var eiginkona, sálu-
félagi, samverkamaður og vinur.
Það besta í ljóðlist margra
skálda snýst um hið óhöndlanlega
eða hið horfna og glataða. Það
vekur því athygli hve mörg ljóð
Sigurðar Pálssonar fjalla á áhrifa-
ríkan hátt um það sem hægt er að
upplifa hér og nú, töfra hinnar líð-
andi stundar, unaðssemdir lífsins.
Skáldskapur hans er beinlínis full-
ur af fjörefnum fyrir vitundar- og
tilfinningalífið. Hann ber vott um
lífsafstöðu sem einkennist af fögn-
uði, fegurðarást og trú á mögu-
leika mannsins.
Elja og þrautseigja eru eigin-
leikar sem í ríkum mæli prýddu
hinn grannvaxna heimsmann.
Fárveikur og máttfarinn á líknar-
deildinni talaði hann af ástríðu um
skáldskapinn, höfunda sem hann
hélt upp á og áhrifavalda, sönglaði
meira að segja brot úr texta eftir
Bob Dylan þegar söngvaskáldið
bar á góma í samtalinu.
Í ljóðinu Vax ákallar skáldið
kertið sem dreypir vaxi á dúkinn á
borðinu:
Og kenndu mér að syngja
fyrir vaxdúkinn
vaxdúkinn sem blífur.
Og auðvitað er þessi vaxdúkur
heimurinn sem svo oft er kaldur,
viðbragðalaus og fráhrindandi.
Skáldskapur Sigurðar Pálssonar
er dýrðarsöngur um lífið í rangsn-
únum heimi. Skáldskapur hans
mun lifa.
Kristján Þórður Hrafnsson.
Kæri vinur. Það er með trega
sem ég kveð þig en um leið vil ég
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gefið mér í gegnum árin og fyrir
vináttuna. Ég vil þakka þér fyrir
ljóðin, orðsnilldina, gestrisnina,
næmnina, gleðina, húmorinn, leik-
húsverkin, dansinn og blastið með
Rolling Stones eða Bob Dylan.
Upplestrarnir og allt framlag
þitt til að gera náttúru, íslenskuna
og heiminn betri með djúpri vit-
und um lífið. Ég dáist að þér fyrir
hugrekkið og hvernig þú tókst á
við dauðann, fyrir gæskuna og
mannelsku og hversu hógvær þú
varst, en áttir Bankastræti,
Laugaveg og veröldina alla.
Læt fylgja með eitt af þínum
fallegu ljóðum fyrir ferðalagið
sem hafið er.
Treystu náttmyrkrinu
Fyrir ferð þinni
Heitu ástríku náttmyrkrinu
Þá verður ferð þín
Full af birtu
Frá fyrstu linu til þeirrar síðustu.
Ljóð muna þig, kæri Pálsson.
Hvíl í friði.
Ég umvef Kristínu þína og Jó-
hannes Pál og sendi innilegar
samúðarkveðjur til fjölskyldu og
vina.
Helga Mogensen.
Sigurður Pálsson lyfti fyrir-
hafnarlaust öllu í kringum sig,
fólki, umræðuefni eða hlutum, á
hærra plan. Jafnvel hversdagsleg-
ustu fyrirbæri öðluðust nýtt og
óvænt inntak þegar hann snerti
þau með skáldasprotanum.
Eins og margir af minni kyn-
slóð man ég fyrst eftir Sigurði
þegar hann og hin „listaskáldin
vondu“ vöktu mikla athygli árið
1976. Ég var þá í MA á þeim tíma
og fór ásamt nokkrum félögum og
hlustaði á skáldin lesa upp í Sjall-
anum. Það var algerlega ógleym-
anleg kvöldstund fyrir okkur
menntskælingana.
Nokkrum árum síðar, árið
1984, tók hann að sér að leikstýra
uppfærslu Stúdentaleikhússins á
leikritinu „Jakob og meistarinn“
eftir Milan Kundera sem ég hafði
þýtt skömmu áður. Ég bjó úti í
Frakklandi á þessum tíma og sá
sýninguna því ekki en frétti að
hún hefði fengið frábæra dóma og
gengið mjög vel.
Við Sigurður hittumst svo í
fyrsta sinn nokkrum mánuðum
síðar þegar þau Kristín fóru til
Parísar einu sinni sem oftar. Þar
með tengdumst við vináttubönd-
um sem hafa styrkst með tíman-
um, einkum eftir að við Eydís
fluttum í Mávahlíðina fyrir hart-
nær þrjátíu árum.
Sigurður var afar vinnusamur
og agaður rithöfundur. Hann var í
senn sveitastrákur og heimsborg-
ari, stóð djúpum rótum í íslenskri
menningu og var stoltur af henni.
En hann fylgdist líka manna best
með því sem var efst á baugi í
samtímalist erlendis og vann svo
jafnt og þétt úr þessum efniviði í
skáldverkum sínum. Líkt og
margir af helstu höfundum Evr-
ópu á tuttugustu öld, höfundar á
borð við Queneau, Vian eða Io-
nesco, hikaði hann ekki við að
leika sér með tungumálið, láta
reyna á þanþol þess. Þannig opn-
aði hann lesandanum nýja sýn á
yrkis- eða viðfangsefnið, víkkaði
sjóndeildarhring hans. Auk þess
þýddi hann snilldarlega verk eftir
nokkra af helstu rithöfundum
Frakka, svo sem Prévert, Rim-
baud og Modiano.
Það var ævinlega gaman og
gefandi að hitta Sigurð. Oft var
umræðuefnið okkar á milli það
sem efst var á baugi í Frakklandi,
nýjustu bækurnar eftir Pierre eða
Paul og annað í þeim dúr. Ef hon-
um þóttu undirtektir viðmæland-
ans eitthvað dauflegar eða hann
þurfti að sinna öðrum erindum
kvaddi hann ævinlega með orðun-
um „Bene bene, rokk and ról.“ Svo
kom hann brosti kankvíslega, hag-
ræddi treflinum og var rokinn.
Eftir hetjulega baráttu (eða
dans eins og hann sagði sjálfur)
við illvígan sjúkdóm er Sigurður
nú farinn yfir á annað tilvistarstig.
Okkur sem nú kveðjum kæran vin
finnst það hvorki vera bene bene
né rokk and ról, heldur átakan-
lega triste triste, rithmi og blús.
Við erum hálfblúsuð þessa stund-
ina en svo gæfusöm að eiga sjóð
ljómandi minninga í farteskinu og
bækur Sigurðar fullar af hugvits-
semi, fegurð, mannúð, birtu og yl
og þangað sækir maður kraft og
gleði, aftur og aftur. Eftir stendur
minning um djúpfyndinn öðling
sem var eins og „Vatn í geislandi
skál / Geislandi vatn í skál“ eins og
segir í gullfallegu ljóði í síðustu
bók hans, Ljóð muna rödd.
Við í fjölskyldunni í M-29 send-
um Kristínu, Jóhannesi Páli og
öðrum ástvinum Sigurðar okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Friðrik Rafnsson.
Mín fyrstu kynni af unga
granna manninum með trefilinn
og alpahúfuna voru þegar hann
um hábjartan dag endur fyrir
löngu bauð mér upp í dans á
Lækjatorgi. Ég þáði auðvitað boð-
ið. Við tókum væna sveiflu og
kvöddumst svo. Seinna áttum við
eftir að taka margan snúning í líf-
inu og leikhúsinu. Það tókst með
okkur vinskapur og skemmtilegri
og gjöfulli vin en Sigurð er ekki
hægt að hugsa sér. Hann skáldaði
ekki bara á blað, hann var „talandi
skáld“. Það var eins og vera þát-
takandi í stórskemmtilegu leikriti
sem var í sköpun á staðnum.
„Bene, bene.“
Haustið 1975 kenndum við Sig-
urður, Arnar og ég saman fyrsta
árgangi SÁL leiklistarskólans. Sú
vinna endaði með uppsetningu,
nokkurs konar forleik að Nem-
endaleikhúsi. Sigurður samdi
„bónorðsverk“ upp úr Bónorðinu
eftir Chekov, Don Juan eftir Mol-
iére og Puntila og Matta eftir
Brecht sem Sigurður kallaði „Don
Puntila Crazy Marriage Show“.
Tveimur árum seinna kallaði ég
Sigurð til leiks til að skrifa fyrir
Nemendaleikhúsið. Hlaupvídd 6
leit dagsins ljós. Margar ódauð-
legar setningar úr þessu fína verki
lifa í munni og minningu þátttak-
enda. Ég nefni aðeins eina: „Á
sviðinu! Þar gerist aldrei neitt. En
utan sviðs – þar eru hætturnar.“
Árið 1986 hélt Herranótt upp á
stórafmæli MR og Hólaskóla. Enn
var kallað í Sigurð og hann skrif-
aði Húsið á hæðinni, hring eftir
hring. Þar eins og oft, bæði fyrr og
síðar, kallaði Sigurður „anda“ til
liðs við sig. Skólaandar rifjuðu
upp sögu skólans og deildu um
eigið mikilvægi í menntun kyn-
slóðanna.
Í leikhússtjóratíð minni í Borg-
arleikhúsinu var Sigurður nokk-
urs konar hirðskáld – leikhúsandi
þess – og skrifaði Völundarhús og
Einhver í dyrunum, auk þess að
þýða nokkur leikrit og vera mér
hollur ráðgjafi og stuðningsmað-
ur. Eiginkona Sigurðar, Kristín
Jóhannesdóttir, hirðleikstjóri á
þessum sama tíma, leikstýrði Ein-
hver í dyrunum og eftir það þeim
verkum Sigurðar sem sett voru á
svið. Það var alltaf ævintýri að
vinna með Sigurði. Tær snilld, eða
TS eins og hann sagði oft þegar
hann vildi lýsa hrifningu sinni,
einkenndi alla hans vinnu og við-
veru. Sköpunarandinn sveif yfir
vötnum, splúðrandi húmor, alvar-
an þó alltaf skammt undan og
óspar var hann á hrós og hvetj-
andi athugasemdir sem allir nutu
góðs af.
Sigurður var eitt okkar fremsta
leikskáld fyrr og síðar. Það hvað
leikritun lá vel fyrir honum er auð-
vitað nátengd TS ljóðskáldsins.
En þessi tvö form ritlistar liggja
hvort öðru nærri. Málsnilld,
knappt form, fá orð sem búa yfir
margræðri merkingu og hin
ósögðu stíga fram, djúpur skiln-
ingur á öllu sem lifir. Allt þetta
kunni Sigurður flestum betur.
Hann hafði óbrigðulan skilning á
möguleikum leikhússins, töfrum
þess og blekkingu, enda maðurinn
sprenglærður í fræðunum. En
lærdómurinn dugir skammt ef
skáldgáfuna skortir, en hana fékk
Sigurður í vöggugjöf. Gjöf sem
hann ræktaði og ávaxtaði í lífi sínu
og starfi.
Ég og Arnar vottum Kristínu,
Jóhannesi Páli og fjölskyldu Sig-
urðar dýpstu samúð. Megi það
verða þeim nokkur huggun harmi
gegn að þjóðin syrgir skáldið og
manninn með þeim.
Þórhildur Þorleifsdóttir,
leikstjóri.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður Pálsson var afkastamikið skáld og rithöfundur. Hann hlaut fjölmargar viðurkenn-
ingar fyrir störf sín í þágu bókmennta og lista.
Fleiri minningargreinar
um Sigurð Pálsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Ástkær systir okkar og mágkona,
GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR
frá Eyjum í Kaldrananeshreppi,
síðast til heimilis að Brekkustíg 29,
Njarðvík,
lést fimmtudaginn 14. september.
Jarðsungið verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
þriðjudaginn 3. október klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Loftur Pálsson Guðrún Jónína Einarsdóttir
Þórir Pálsson Ósk Jónsdóttir
Sigurbjörn Pálsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
SIGURÐAR JÓNASAR
MARINÓSSONAR.
Gróa Bjarnadóttir
Jón Álfgeir Sigurðarson
Víðir Álfgeir Sigurðarson
Marinó Álfgeir Sigurðarson
Sigurður Álfgeir Sigurðarson
Fjóla Karen Sigurðardóttir
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
og langamma,
VALGERÐUR MARGRÉT
VALGEIRSDÓTTIR,
Lautasmára 1, Kópavogi,
lést sunnudaginn 24. september á dvalar-
og hjúkrunarheimilinu Grund.
Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. október
klukkan 13.
Magnús Andrésson
Hrafnhildur Þórs Ingvadóttir Guðmundur Hall Ólafsson
Guðlaug Þórs Ingvadóttir Grétar Felixson
Ingunn Á. Þórs Ingvadóttir Micheal Mency
Einar Þór Ingvason Aðalheiður Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI KJARTANSSON,
Hlaðbæ 18, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
28. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hulda Guðrún Filippusdóttir
Guðbjörg Árnadóttir Þráinn Örn Ásmundsson
Árni Þór Árnason Agneta Lindberg
Guðrún Björnsdóttir Valdimar Samúelsson
Kristín Björnsdóttir Magni Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
GUÐMUNDUR HAFSTEINSSON,
Víkurási 6, Reykjavík,
sem lést á ferðalagi í Kambódíu
þriðjudaginn 5. september sl.,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. október
2017 klukkan 15.
Helga Soffía Hólm Markús Magnússon
Jóhanna Hafsteinsdóttir Páll Halldórsson
Ægir Hafsteinsson Liz Gammon
Margrét H. Hansen Jónas S. Sverrisson
Bára Hafsteinsdóttir Hjörleifur Kristinsson
og frændsystkin