Morgunblaðið - 02.10.2017, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017
Ég er fæddur í stof-unni á gamla bæn-um á Brekku og
er ákaflega stoltur af því
og að vera héðan frá
Brekku,“ segir Jóhannes
Helgason vélaverktaki,
eða Jói á Brekku eins og
hann er oftast kallaður,
en hann á 50 ára afmæli í
dag.
Jóhannes ólst þar upp
hjá afa sínum og ömmu,
Óskari Jóhannessyni og
Hildi Guðmundsdóttur
sem keyptu Brekku í Bisk-
upstungum árið 1946. Þar
hefur Jóhannes alið aldur
sinn fyrir utan þegar
hann lærði húsasmíði í
Iðnskólanum á Ísafirði.
„Svo fór ég út í þetta
vélabras og festist í því
en það byrjaði með því að
það var lögð hitaveita frá Efri-Reykjum að Úthlíð og sumar-
bústaðahverfin á svæðinu árið 1989 og fékk ég að sjá um alla véla-
vinnuna við það. Björn í Úthlíð kom undir mig fótunum í þessu með
því að hjálpa mér með útborgun í fyrstu gröfuna sem ég keypti, en
þá var ég 22 ára og hafði ekki efni á útborgun.“
Nú starfa þrír hjá fyrirtæki Jóhannesar og Helgu Maríu Jóns-
dóttur, konu hans, JH-vinnuvélum ehf og hefur mikið verið unnið
fyrir RARIK, Orkuveituna, Skálholtsstað, Bláskógabyggð og bænd-
ur og sumarbústaðaeigendur í nágrenninu. Einnig eiga þau hjónin
fyrirtækið Brekkuheiði ehf sem rekur sumarhúsahverfi í Brekku-
skógi.
Börn Jóhannesar og Helgu Maríu eru Jón Óskar, f. 1994, Finnur,
f. 1996, Rósa Kristín, f. 2001, og Hildur María, f. 2008.
„Þegar ég er ekki að vinna þá hef ég verið að styðja við bakið á
krökkunum mínum í hestamennskunni. Þau eru á kafi í henni og
synirnir eru báðir í Háskólanum á Hólum í hestafræðum, eldri
dóttirin er í Menntaskólanum að Laugarvatni og stefnir á Hóla og
mér sýnist sú yngsta stefna í þetta líka og hafa smitast af eldri
systkinunum en hún stefnir á að verða dýralæknir. Þeim hefur öll-
um gengið vel í hestamennskunni og ég held því að ég sé nokkuð
góður hestasveinn þótt ég segi sjálfur frá.“
Jóhannes heldur til Spánar í dag með konu sinni og yngstu dótt-
ur og mun hitta tengdaforeldra sína í Torrevieja „Svo held ég
veislu eftir áramót. Mér vitrari menn hafa sagt að það sé í lagi að
halda svona seint upp á afmælið þegar maður er orðinn þetta gam-
all.“
Í vinnugallanum Jói á Brekku.
Ágætur hestasveinn
Jóhannes Helgason er fimmtugur í dag
P
álmi fæddist í Bolungar-
vík 2.10. 1957 og ólst
þar upp. Hann stundaði
nám í húsasmíði við Iðn-
skólann á Ísafirði 1974-
76 og útskrifaðist frá Leiklistar-
skóla Íslands 1982: „Ég er fyrst og
síðast Bolvíkingur. Þetta er klass-
íska togstreitan milli æskuslóðanna
og framtíðardrauma. Þú ferð. En
tekur með þér bernskuslóðirnar og
þær toga alltaf í þig.“
Pálmi var ungur til sjós með Jóni
Eggert, móðurbróður sínum, var á
línubátum og stundum á skaki með
fyrrverandi tengdaföður sínum.
Pálmi var fastráðinn leikari við
Þjóðleikhúsið 1983. Hann hefur ver-
ið einn af meðlimum Spaugstof-
unnar frá upphafi, 1985, vann að
þáttagerð með Spaugstofunni fyrir
Ríkissjónvarpið 1989-93, með Imba-
kassanum á Stöð 2 1993-95, að
Saugstofuþáttum fyrir RÚV með
hléum 1995-2012 og aftur fyrir Stöð
2012-2015. Auk þess hafa Spaug-
stofumenn flutt gamanefni á fjölda
skemmtistaða víða um land um ára-
bil. Þá sömdu þeir leikritið Örfá
sæti laus, fyrir Þjóðleikhúsið:
„Spaugstofan átti upphaflega að
vera hliðarverkefni í einn vetur, en
varð að ævistarfi.Við héldum upp á
30 ára afmæli Spaugstofunnar með
uppákomu í Þjóðleikhúsinu en
Spaugstofuþættirnir eru nú orðir
ríflega 550 talsins. Þetta sá enginn
fyrir.“
Pálmi hefur leikið í 11 kvikmynd-
um, fjölda sjónvarpsmynda, sjón-
varpsframhaldsþátta, s.s. Heims-
endi, 2011, Pressu, 2011, og Ófærð,
2015-2016, og aragrúa áramóta-
skaupa og útvarpsleikritum. Hann
sat í Þjóðleikhússráði 1988-2000.
Á undanförnum árum hefur
Pálmi Gestsson leikari – 60 ára
Bolvíkingur og frú Pálmi og Sigurlaug í fjallgöngu með hans kæru æskuslóðir, Bolungarvík, í baksýn.
Gerði upp hús afa síns
Hús afa og ömmu Gamla húsið og æskuslóðir Pálma í Bolungarvík, sem
hann og Sigurlaug gerðu upp frá grunni. Þar njóta þau hvíldar í fríum.
Mosfellsbær Þula Solam Bale-
masdóttir fæddist þann 7. júní
2016 kl. 7.52. Hún vó 3.710 g og
var 52 cm löng. Foreldrar henn-
ar eru Kristín Hrund Whitehead
og Balema Alou.
Nýr borgari
Álfrún Vala Eyglóardóttir og Berta María Þorkelsdóttir héldu tombólu við
Sunnubúð í Hlíðunum í Reykjavík og söfnuðu 11.869 kr. sem þær færðu Rauða
krossinum á Íslandi að gjöf.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri