Morgunblaðið - 02.10.2017, Qupperneq 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017
Nýtt Zodiac
hálsmen
Verð frá 22.900
Bankastræti 12, 101 Reykjavík, sími 551 4007, www.skartgripirogur.is
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 11-17
Gott úrval - gott verð
Hildur Loftsdóttir
hilo@mbl.is
Guðmundar Thoroddsen opnaði í
fyrradag einkasýningu í Hverfis-
gallerí sem ber nafnið Tittlinga-
skítur. Listamað-
urinn sýnir
klippiverk, mál-
verk og leir-
skúlptúra.
„Sýningin heit-
ir Tittlingaskítur,
af því að sl. 4-5 ár
hef ég unnið með
hugmyndir um
karlmennsku og
feðraveldi, eða
karla almennt,“
segir Guðmundur. „Undanfarið er
ég farinn að hugsa meira um liti og
form. Ég er sjálfur farinn að missa
áhugann á feðraveldispælingunni,
og þá gerist það sjálfkrafa að mynd-
irnar fara að leysast upp. Það er
meiri óreiða og óregla í myndunum,
en karlarnir eru ennþá til staðar.
Þeir ana um í einhverskonar reiðu-
leysi og halda að þeir séu ennþá að
sinna einhverjum rosalega mikil-
vægum störfum. Þeim finnst þeir
vera voðalega merkilegir en svo er
þetta ekki neitt neitt. Þannig er
þessi tittlingaskítur bæði bók-
staflegt og ekki; tittlingar og þeirra
skítur, og svo tittlingaskítur sem
eitthvað mjög ómerkilegt.“
Lundarfar íslenskra karla
- Eru þetta íslenskir karlmenn?
„Þetta eru staðlímynd almennra
karla, en ég er viss um að lundafarið
á þeim kemur beint úr íslenskum
körlum. Þetta eru svona karlfauskar
sem maður rekst á á förnum vegi,
sem æsa sig yfir öllu og verða brjál-
aðir ef maður gerir eitthvað smá vit-
laust, þetta leiðileg freku jeppakarl-
anir. En svo eru þeir nú margir
þeirra brúnir á hörund þannig að
þetta eru allra þjóða kvikindi,“ segir
Guðmundur.
„Ég búinn að setja nokkra karl-
ana í kufla og þar birtist tenging við
araba. Það er svo fyndið með allar
ákvarðanir sem ég tek, að þær koma
myndrænt; mig vantar eitthvert
form á þennan stað, og það þarf að
Litir og form
ráða för
Tittlingaskítur á Hverfisgötu
Guðmundur
Thoroddsen
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Reikna má með að þýðendur lands-
ins hafi verið í óvenjugóðu skapi á
laugardag en þá var dagur þýðenda,
Híerónýmusardagurinn, haldinn
hátíðlegur. Þessi dagur, 30. sept-
ember, er kenndur við prestinn og
dýrlinginn Híerónýmus sem þýddi
Biblíuna yfir á latínu á fjórðu og
fimmtu öld.
Magnea J. Matthíasdóttir gerði
sér örugglega dagamun á laugardag
en hún er afkastamikill þýðandi,
fyrrverandi formaður Bandalags
þýðenda og túlka, rithöfundur og
stundakennari við HÍ þar sem hún
kennir þýðingafræði og þýðinga-
sögu. Magnea vinnur núna að dokt-
orsrannsókn þar sem hún kafar ofan
í íslenskar sálmaþýðingar.
Það var á unglingsárunum að
Magnea prufaði fyrst að þýða bók-
menntatexta. Hún byrjaði á textum
fyrir börn og þýddi t.d. fyrir Æsk-
una og Ríkisútvarpið en hefur í dag
þýtt meira en 50 útgefnar bækur,
t.d. glæpasöguna Speglabókina sem
kom út fyrr á árinu, og vinsælu ung-
lingabækurnar Afbrigði og Hungur-
leikarnir. „Ég þýddi líka hina
hræðilegu seríu Twilight,“ segir
Magnea og hlær, og bætir því við að
það hafi ekki endilega tekið svo mik-
ið á að snara ástarævintýri þeirra
Bellu, Edwards og Jacobs á ís-
lensku, enda vampírur í uppáhaldi
hjá henni.
„Ég hef lengi verið áhugasöm um
vampírur, og man þegar ég las sem
barn Makt myrkranna þar sem
Valdimar Ásmundsson þýddi, og
átti töluvert við, sögu Bram Stoker
um Drakúla greifa. Það varð svo
ekki fyrr en við systkinin sex lágum
veik heima með flensu að mamma,
sem eininig var þýðandi, ákvað að
hafa ofan fyrir okkur með því að
lesa fyrir okkur Drakúla og þýða
söguna jafnharðan. Komst ég þá að
því að í upprunalegu bókinni var
margt að finna um Drakúla sem
ekki var í Makt myrkranna, og öf-
ugt.“
Þarf að vekja sömu hughrifin
Er alls óvíst hvort Valdimari Ás-
mundssyni yrði hleypt í Bandalag
þýðenda og túlka í dag, eða að hann
fengi góða einkunn í þýðingafræði-
prófi hjá Magneu, enda þykir ekki
gott að fara eins frjálslega með
frumtextann og hann gerði með sögu
Stokers. Raunar er starf þýðandans
nákvæmnisvinna og ábyrgðarstarf.
„Maður vill vera trúr frumtextanum,
og hafa þýðinguna eins nálægt hon-
um og hægt er. En þýðandinn verð-
ur líka að reyna að vera sem næstur
lesandanum og freista þess að vekja
hjá honum sömu hughrifin og ef
hann læsi frumtextann, ef um er að
ræða bókmenntaverk. Að þýða
nytjatexta, s.s. fræðigreinar eða
fjármálagreinar, er vinna sem er
annars eðlis, og þá brýnast að koma
staðreyndunum skýrt og rétt til
skila.“
Þýðandinn getur, að sögn Magn-
eu, ekki látið nægja að þýða orð fyrir
orð eða setningu fyrir setningu,
heldur þarf þýðingin að fanga tón
höfundarins og orðfæri, en samt án
þess að textinn verði slettuskotinn
eða hljómi óeðlilega. Barnabók þarf
að þýða þannig að textinn sé léttur
og skemmtilegur, en þungt verk eft-
ir höfunda á borð við Edgar Alan
Poe kalla á sterkari stíl, fornlegt orð-
færi og jafnvel útskýringar á tilvís-
unum í menningarleg fyrirbæri sem
nútímalesandanum eru ekki kunnug.
„Fyrsta skrefið við þýðingu bókar
er djúplestur, þar sem þýðandinn
reynir að komast undir yfirborð
textans og inn í hugarheim höfund-
arins. Finnst mér gott að gera jafn-
óðum lista ef framandi hugtök eru
gegnumgangandi í textanum,“ út-
skýrir Magnea og nefnir sem dæmi
bókina Stúlkan með náðargjafirnar
sem fjallar um n.k. uppvakninga-
sjúkdóm sem stafar af sveppasýn-
ingu. „Frumtextinn notar ýmiss kon-
ar hugtök tengd sveppum –sem hafa
aldrei verið á mínu áhugasviði, þó
sumir þeirra séu ágætir til matseld-
ar. Ég þurfti því að kynna mér
sveppaheiminn í þaula.“
Yfirleitt hafa þýðendur við fátt
annað að styðjast en frumtextann og
síðan orðabækur og orðasöfn. Netið
hefur verið himnasending fyrir þýð-
endur, auðveldað vinnuna mikið og
gert allar upplýsingar aðgengilegri.
Magnea bendir á hvernig þýðandi
getur lent í vanda þegar hann þarf
að þýða heilan bókaflokk, þar sem
síðustu bækurnar eru jafnvel ekki
komnar út. Óheppileg þýðing í fyrri
bókunum getur þá valdið heljarinnar
flækjum í seinni bókunum. „Mér
skilst að þetta hafi t.d. gerst við þýð-
ingu Harry Potter bókanna á ís-
lensku, þegar það kom í ljós þegar
leið á bókaflokkinn að ákveðin atriði
sem þýðandinn hafði gengið út frá í
fyrstu bókunum áttu ekki lengur
við.“
Stundum þarf að búa orðin til
Jafnvel bara eitt stakt orð getur
valdið þýðanda miklum heilabrotum,
og veltur bæði á verkinu og þýðand-
anum hve langan tíma tekur að þýða
eina bók: „Ég sótti nýlega málþing
þýðenda, og í umræðum um tiltekið
verk kom í ljós að annar þýðandinn
hafði verið þrjár vikur að klára bók
sem tók hinn þrjá mánuði.“
Ef Magnea rekst á ókunnglegt orð
eru tvær leiðir færar: „Ef um er að
ræða uppspunnið orð, t.d. í fantasíu-
bók, og verið að lýsa fyrirbæri sem
er í raun ekki til, þá er þýðandinn
stikkfrír og getur búið til nýtt orð
sjálfur. En ef um er að ræða „raun-
verulegt“ orð sem er þegar til og
notað í umræðunni einhvers staðar,
þá þarf að fara að leita. Fyrst verður
þýðandinn að kynna sér nákvæm-
lega hvað fyrirbærið er, sem hann
þarf að þýða, leita af sér allan grun á
Google og kíkja í allar orðabækur og
uppflettirit. Svo má spyrja í hópum
þýðenda á Facebook, eða freista
þess að leita til sérfræðinga á við-
komandi sviði.“
Stundum kemur í ljós, eftir miklar
rannsóknir, að íslenskuna vantar
hreinlega orð yfir það sem þarf að
þýða og er þá þýðandinn í n.k. ljós-
móðurhlutverki og þarf að hjálpa
nýju orði að fæðast inn í tungumálið,
ýmist einn og óstuddur eða í sam-
starfi við aðra sérfræðinga. „Ég man
t.d. þegar ég þýddi glæpareyfara
Krefjandi starf þýðandans
Þýðendur gegna mikilvægu ábyrgðarstarfi og taka þátt í að móta tungumálið Magneu Matthíasdóttur finnst
einfaldur og látlaus texti oft erfiðastur viðfangs og hún telur litlar líkur á að tölvur muni taka við af þýðendum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sköpun Í starfi sínu rekur Magnea sig stundum á að ekki eru til íslensk orð yfir suma hluti. Hún nefnir sem dæmi
glæpasögu þar sem morð var framið á golfvelli. Eftir mikla ransnóknarvinnu varð úr að Golfsamband Íslands
hreinlega smíðaði ný orð sem Magnea gat notað í bókinni, og eru núna hluti af orðaforða golfíþróttarinnar.