Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2017, Side 14

Ægir - 01.04.2017, Side 14
14 „Ég tel það mikið tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg að fá þessa ráðstefnu hingað til lands til að kynna fyrir hvað hann stendur. Erlendis eru margir sem horfa með öfundar- augum til Íslands vegna þess hversu vel okkur hefur tekist að halda utan um stjórnun og nýt- ingu sjávarauðlindanna,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson for- stöðumaður miðlunar og sam- skipta hjá Matís. Ráðstefnan World Seafood Congress (WSC) verður haldin í Hörpu 10.-13. september nk. og heldur Matís utan um framkvæmd hennar. Að sögn Steinars er WSC einn stærsti vettvangur heims sem fjallar um verðmætasköp- un og matvælaöryggi í sjávar- útvegi. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og hana sækja starfsmenn útgerða og fisk- vinnslu, fjárfestar og fólk úr stofnana- og menntaumhverf- inu víða um heim. Steinar segir mjög eftirsótt að halda ráð- stefnuna, en hún var síðast haldin í Bretlandi og þar áður í Kanada. „Það felst mikil viður- kenning í því að fá ráðstefnuna hingað til lands, en Ísland er fyrst Norðurlanda til að halda hana.“ Ráðstefnan er í eigu IAFI (International Association of Fish Inspectors) sem eru sam- tök fag- og eftirlitsaðila í fisk- iðnaði og þar er lögð áhersla á faglega þætti sem snúa að mat- vælaöryggi og eftirliti sem tengist matvælaframleiðslu í sjávarútvegi, ekki síst í þróunar- ríkjum. Bláa lífhagkerfið Ráðstefnan stendur frá mánu- degi og fram á hádegi á mið- vikudag en þá hefst einmitt Ís- lenska sjávarútvegssýningin í Kópavogi. Yfirskrift ráðstefn- unnar er að þessu sinni „Vöxtur í bláa lífhagkerfinu“. Lífhagkerfið spannar allar lífrænar og endur- nýjanlegar auðlindir og bláa líf- hagkerfið skírskotar til þess sem þrífst í höfum og vötnum. „Við viljum vekja athygli á að allt sem við gerum hefur áhrif á lífrænar auðlindir okkar. Þegar við fjöllum um sjávarútveg er- um við því ekki bara að tala um fiskinn í sjónum heldur líka þör- ungana sem fiskarnir þrífast á, orkuna sem notuð er til að sigla á miðin, hversu vel við förum með hráefnið sem við veiðum og allt annað sem hefur áhrif og tengist lífinu í hafinu.“ Matvælaöryggi Steinar segir dagskrá ráðstefn- unnar ákveðna af vísindanefnd sem skipuð er fulltrúum IAFI og Matís og þar vegi þungt áhersl- ur IAFI á matvælaöryggi- og eft- irlit og viðhorf vísindamanna Matís sem sveigi áherslurnar meira að viðskipta- og fyrir- tækjaverkefnum og fjármögn- un. „Þótt ráðstefnan sjálf byrji ekki fyrr en mánudaginn 10. september verða komnir ýmsir Mikið tækifæri að fá World Seafood Congress til Íslands „Við viljum vekja athygli á að allt sem við gerum hefur áhrif á lífrænar auðlindir okkar,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson hjá Matís sem sér um fram- kvæmd ráðstefnunnar á Íslandi. R á ðstefn u r

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.