Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2017, Page 26

Ægir - 01.04.2017, Page 26
26 Hátíð hafsins verður haldin við höfnina í Reykjavík dagana 10.- 11. júní næstkomandi. Að há- tíðinni standa Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð en hátíðin er í raun sameining tveggja við- burða sem eru Hafnardagurinn laugardaginn 10. júní og Sjó- mannadagurinn sunnudaginn 11. júní. Hátíð hafsins er fjöl- skylduhátíð þar sem fjallað er um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengdri sjómennsku, skip, sjómenn, fisk og matar- menningu hafsins í bland við góða skemmtun. Óvenjumikið verður lagt í hátíðina að þessu sinni því nú er þess minnst að 100 ár eru frá því að fyrsta áfanga gömlu hafnarinnar í Reykjavík lauk og 80 ár eru frá stofnun Sjómanna- dagsráðs. Þótt dagskráin þessa daga verði að mestu með hefð- bundnu sniði verða þó gerðar nokkrar breytingar. Þannig hef- ur Bryggjusprell fyrir krakka verið fært og mun tengjast Sæ- björgu skólaskipi Slysavarnar- deildarinnar í Reykjavík sem mun liggja við Bótabryggju fyr- ir framan hús Sjávarklasans. Seldar verða veitingar um borð í Sæbjörgu og fer allur ágóði af sölunni til tækjakaupa björgun- arsveitanna. Sæbjörg er ekki eina skipið sem verður opið al- menningi um helgina því varð- skipið Óðinn verður einnig opið á laugardeginum en skipið ligg- ur við festar fyrir framan Sjó- minjasafnið við Grandagarð. Saltbarin þrekmenni reyna með sér Í tilefni tímamótanna verður boðið upp á risastóra hátíða- köku fyrir gesti og gangandi á Grandagarði auk þess sem kát- um krökkum býðst andlitsmál- un og að fara í ratleiki og Tímamóta minnst á Hátíð hafsins í Reykjavíkurhöfn Fastur liður í dagskrá Sjómannadagsráðs er að veita heiðursmerki Sjó- mannadagsins. F réttir Marás ehf. Miðhrauni 13 210 Garðabæ Sími 555-6444 www.maras.is maras@maras.is Hannaðar til að endast Yanmar vélar eru góður valkostur þegar kemur að nýsmíði eða endurnýjun á vélbúnaði í skipum og bátum. Eyðslugrannar og hagkvæmar í rekstri. 6HYM-WET 700hö @ 2200 sn/mín Breið lína af japönskum hágæða utanborðsmótorum frá þessum gamalgróna framleiðanda. Stærð allt að 250 hö. Tvígengs og fjórgengis. Allt á einum stað fyrir skip og báta. Vélbúnaður Hliðarskrúfur Skipstjórastólar Rúðuþurrkur Ásþétti Alternatorar Síubúnaður Og margt fleira Sala og þjónusta Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir með sjómannadaginn

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.