Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2017, Qupperneq 29

Ægir - 01.04.2017, Qupperneq 29
29 ferlinu er komið að einni af stærstu nýjungunum um borð, vatnsskurðarvél frá Völku ehf., þeirri fyrstu sem sett er í frysti- togara í heiminum. Vatnsskurðarvél og sjálfvirkni „Eftir flökunina höfum við val- kosti fyrir snyrtingu á flökunum; annað hvort að handsnyrta með gamla laginu eða að nýta vatns- skurðarvélina til að snyrta flök- in. Vatnsskurðarvélin getur því bæði skorið fyrir okkur í bita og snyrt flökin. Ef við erum í flaka- vinnslu þá fara flökin áfram úr snyrtingunni í flokkun og þaðan í pönnufrystingu. Samhliða get- um við líka verið að keyra bita- vinnslu í gegnum vatnsskurðar- vélina og þá fara bitarnir áfram inn í lausfrysti og svo í pökkun. Hvað flakafrystinguna varðar höfum við nýjung í plötufryst- ingunni sem er sjálfvirkni bæði á innmötun og slætti úr pönn- um. Þaðan fara afurðirnar áfram í pökkun og merkingu. Þá tekur við enn ein nýjungin sem er svokallað vöruhótel sem hægt er að segja að sé stór skápur með hillum sem róbót raðar öskjunum í og les um leið vöru- númerið af kössunum. Þegar réttu magni á bretti er náð af til- teknum vörunúmerum, 60 köss- um, sendir vinnslustjóri skila- boð um að afgreiða út af hótel- inu þessar afurðir og þeim er þá raðað á bretti, plastað og síðan sér búnaður um að senda brett- ið niður í lest. Allt með sjálfvirk- um hætti. Í lestinni er svo not- aður rafmagnslyftari til að raða brettunum,“ segir Ragnar. Próteinverksmiðja framleiðir lýsi og mjöl Hér má segja að ekki sé nema hluti sögunnar sagður hvað vinnsluna varðar því hausar, beinagarðar og slóg fara í pró- teinverksmiðju frá Héðni hf. sem er ein af áhugaverðum nýj- ungum í skipinu. Sá búnaður er staðsettur við hlið vélarrúmsins og vinnur lýsi og mjöl. Lýsinu er dælt í tanka en mjölinu blásið í síló framskips á vinnsluþilfarinu þar sem því er pakkað í sekki. Sekkjunum er síðan staflað í mjöllestina framan aðallestar Ný kynslóð frysti- togara segir Ragnar Aðalsteinsson, útgerðarstjóri Ramma hf. Ragnar Aðalsteinsson, útgerðarstjóri Ramma hf., fylgdi smíðinni eftir í Tyrklandi og bjó þar ytra í 13 mánuði. Snyrtiborðin á vinnsludekkinu og fjær sér í vatnsskurðarvél frá Völku ehf. Sólberg ÓF er fyrsti togarinn í heiminum með vatnsskurðarvél og hún nýtist bæði til að snyrta flök og einnig til að skera í bita.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.