Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2017, Page 36

Ægir - 01.04.2017, Page 36
36 Fáar stéttir hafa komið að eins mörgum greinum atvinnulífsins í gegnum áratugina og vél- stjórastéttin, hvort sem er til lands eða sjós. Í síðasta mánuði kom út Saga vélstjórastéttar- innar á Íslandi sem rituð er af Sigurgeir Guðjónssyni sagn- fræðingi. Bókin er ríkulega myndskreytt og ber glögglega með sér þau miklu tengsl og áhrif sem vélstjórar hafa haft á tæknibreytingar sem orðið hafa á 20. öldinni og þeir halda áfram að gera það. Dæmi um það er sjálf útgáfa bókarinnar sem var prentuð í fáum eintök- um, aðallega fyrir bókasöfn og til gjafa. Bókin sjálf er sett upp sem rafbók og verður aðgengi- leg öllum sem hafa áhuga á að lesa hana í tölvutæku formi á netinu meðal annars í gegnum heimasíðu Vélstjóra og málm- tæknimanna, vm.is Sigurgeir segir að vinna við bókina hafi tekið nokkurn tíma en hún hófst 2014. Hann segir að menn hafi viljað vanda vel til verka enda hafi verið úr miklu efni að moða. Meðal annars var stuðst við fundargerðarbækur Vélstjórafélags Íslands, Mótor- vélstjórafélags Íslands og lands- hlutafélaga og segist hann hafa notið þess að hafa gott sam- starfsfólk og öfluga ritnefnd. Aðspurður hvað standi upp úr í þessari sögu nefnir Sigur- geir þrjá meginþætti; atvinnulíf, skólamál og harða verkalýðs- pólitík. Hann segir áberandi hvað mikil deigla var í kringum vélstjórana allan þennan tíma og hve víða þeir komu við. „Í atvinnubyltingu 20. aldar- innar voru vélstjórar alltaf ná- lægir þegar tækniframfarir og atvinnuuppbygging í atvinnulíf- inu var annars vegar. Þessi saga tengist líka harðri verkalýðs- pólitík og skólamálum því það var mikil þróun í kennslu, ekki síst með tilkomu Sjómannaskól- ans í lok síðari heimsstyrjaldar- innar.“ Sigurgeir segir að við rit- un sögunnar hafi verið lögð að- aláhersla á að kynna stéttina á aðgengilegan hátt með því að gefa fólki tækifæri til að glugga í hana á netinu, ýmist með því að grípa niður í hana á stöku stað eða lesa hana í heild. vm.is Saga vélstjórastéttar- innar á Íslandi Saga vélstjórastéttarinnar á Íslandi er ríkulega myndskreytt. Þar á meðal er þessi mynd sem tekin var í Reykja- vík frostaveturinn mikla 1917-1918 þar sem danski fáninn er málaður á skip vegna styrjaldarátakanna sem þá voru í gangi. Ljósmyndari var Magnús Ólafsson og er myndin varðveitt í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Forsíðu bókarinnar prýðir mynd úr Gömlu rafstöðinni við Kirkju- veg í Vestamannaeyjum. Myndin var tekin á fimmta áratug síðustu aldar og er í eigu Ljósmyndasafns Vestmannaeyja. F réttir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.