Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2017, Qupperneq 46

Ægir - 01.04.2017, Qupperneq 46
46 Hundrað ára afmæli Reykjavíkurhafnar í ár Fjöreggið sem stýrði vexti bæjarins Í ár eru 100 ár frá lokum dýrustu framkvæmdar Íslandssögunnar á þeim tíma. Byggingu Reykja- víkurhafnar lauk árið 1917 en þá höfðu framkvæmdir við þetta mikla mannvirki staðið í 4 ár. Fyrir þennan tíma var engin eiginleg höfn í Reykjavík, bara bátabryggjur og því gátu stærri skip ekki lagst að bryggju held- ur varð að selflytja fólk og varn- ing til og frá landi. Hliðhollur konungur Umræður um að koma upp hafnaraðstöðu í Reykjavík höfðu staðið í 60 ár en strönd- uðu alltaf á fjárskorti. Eins og nærri má geta var þetta dýrt verkefni og því þurfti að afla lánsfjár erlendis. „Páll Einarsson fyrsti borgarstjóri í Reykjavík fór til Danmerkur ásamt banka- stjórum Landsbanka og Íslands- banka til að útvega peninga í verkið en það gekk ekki vel. Danskir bankar neituðu að lána þar til talið er að kóngurinn sjálfur, Friðrik áttundi, hafi skor- ist í leikinn og beitt áhrifum sín- um til að útvega fé til verksins,“ segir Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur en hann skráði sögu Faxaflóahafna sem kom út árið 2013. Guðjón segir að Friðrik áttundi hafi verið mjög vinveitt- ur Íslendingum eftir að hann kom til landsins 1907. „Það er svo merkilegt með Friðrik átt- unda, hann var ekkert sérlega hátt skrifaður í Danmörku en í þeim mun meiri metum hér uppi á Íslandi.“ Að sögn Guðjóns var það bæjarstjórn Reykjavíkur sem hafði forgöngu um þetta risa- vaxna verkefni en í henni sátu á þessum tíma öflugir einstakl- ingar eins og Tryggvi Gunnars- son bankastjóri sem Tryggva- gata var síðar kennd við. Hann bendir á að líklega hafi það flýtt fyrir að ráðist var í verkið að komin var hafskipabryggja á vegum Milljónafélagsins í Viðey og þá var Einar Benediktsson einnig kominn á fulla ferð að undirbúa höfn í Skerjafirði. Kaupmenn í Kvosinni óttuðust að ef hafnarstarfsemin færðist í Skerjafjörð myndi þungamiðja Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og höfundur Sögu Faxaflóahafna telur að stórbrotin áform Einars Bene- diktssonar um hafskipahöfn í Skerjafirði hafi orðið til að flýta fyrir gerð Reykjavíkurhafnar. Fyrir daga Reykjavíkurhafnar þurfti að selflytja bæði vörur og farþega til og frá skipum sem ekki gátu lagst að bryggjum í Reykjavík. Hér er verið að skipa upp skútufiski á Duusbryggju. (Mynd úr Sögu Faxaflóahafna). S a g a n

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.