Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2017, Page 48

Ægir - 01.04.2017, Page 48
48 bæjarlífsins færast þangað líka og þá sætu þeir eftir með verð- litlar eignir. Tæknibylting Guðjón segir tvær stórar tækni- byltingar tengjast Reykjavíkur- höfn. „Sú fyrri var þegar fluttar voru til landsins stórar gufu- knúnar vélar sem skiluðu meiri afköstum en áður höfðu þekkst á Íslandi. Þar á meðal voru tvær eimlestir og járnbraut sem er sú eina sem starfrækt hefur verið hér á landi. Grjótnámið fyrir höfnina var í Öskjuhlíð og þangað voru lögð tvö járn- brautarspor, annað austan við bæinn og hitt vestan við bæinn sem mættust svo í Öskjuhlíð þaðan sem grjótið var flutt á 22 lestarvögnum niður á hafnar- svæðið. Þarna voru einnig gufu- knúnar vélskóflur og dýpkunar- skip auk loftbora sem aldrei höfðu sést áður hér á landi. Þetta var stórkostleg tæknibylt- ing á tímum þegar Íslendingar þekktu ekkert en skóflu og haka.“ Síðari tæknibyltinguna tengir Guðjón stórvirkum vinnuvélum, trukkum, krönum og lyfturum sem fylgdu Amer- íkönum hingað til lands á stríðsárunum. Sem fyrr segir var grjótið til hafnargerðarinnar sótt í Öskjuhlíðina en mölin sem til þurfti var að mestu tekin á Skólavörðuholti og þangað var líka lagt járbrautarspor. Guðjón segir að ásýnd Skóla- vörðuholtsins hafi breyst mikið þegar nánast allri möl var flett ofan af holtinu. Gróði og samfélagsleg áhrif „Það kom fljótlega í ljós að hafnargerðin var mikið gróða- fyrirtæki og umferð um Reykja- víkurhöfn varð miklu meiri en bjartsýnustu áætlanir höfðu gert ráð fyrir.“ Guðjón segir að í kjölfarið hafi nánast öll heild- verslun landsins flust til Reykja- víkur en áður hafði verið tals- verður innflutningur beint á hafnirnar úti á landi. Reykjavík varð umskipunarhöfn fyrir allt landið og þaðan var varningur- inn síðan fluttur með strand- ferðaskipum áfram. Hann segir þetta meðal annars hafa orðið til þess að verslun á Suðurlandi færðist á tímabili meira og minna til Reykjavíkur því ekki var aðstaða til að taka á móti vörum með jafn greiðum hætti við Suðurströndina. „Á þessum tíma voru bílar að ryðja sér til rúms og vegirnir að batna og þetta varð til þess að kaup- félögin á Suðurlandi fóru meira og minna á hausinn og það var ekki fyrr en með komu Kaup- félags Árnesinga 1930 að versl- un fór aftur að færast austur fyr- ir fjall.“ Hafnarbæturnar urðu líka til þess að á tímabili safnað- ist nánast öll togaraútgerð landsins til Reykjavíkur. Á tíma- bilinu á milli fyrri og síðari heimstyrjaldar voru þrír af hverjum fjórum togurum gerðir út frá Reykjavík og flestir hinna frá Hafnarfirði. Það var síðan ekki fyrr en ráðist var í hafnar- bætur víða um land eftir seinna stríð sem togurum fór að fjölga að ráði á landsbyggðinni. Guðjón segir að við ritun sögu Faxaflóahafna hafi lokist upp fyrir honum hvað hafnar- gerðin hafði mikil áhrif á þróun Reykjavíkur. „Það er ljóst að til- koma hafnarinnar hafði gríðar- leg áhrif og hún var það fjöregg sem átti hvað mestan þátt í því hvað Reykjavík óx hratt,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur. Verkamenn í grjótnámi í Öskjuhlíð. (Mynd úr Sögu Faxaflóahafna). Önnur tveggja eimreiða sem drógu grjót-og malarflutningavagna úr Öskjuhlíð og Skólavörðuholti niður á hafnarsvæðið. (Mynd úr Sögu Faxaflóahafna). » Loftsíur » Smurolíusíur » Glussasíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur Sími 567-2050 - Bíldshöfða 14 - 110 Reykjavík Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá: Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel® Baldwin® hefur sérhæft sig í smur-, loft- og hráolíusíum Við bjóðum upp á Baldwin® síur í flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á hagstæðum verðum. Gangráðar frá GAC Governors America Corp. (GAC) er í fremstu röð framleiðenda á rafrænum gangráðum og sam keyrslu- búnaði fyrir vélar. Við vinnum náið með GAC og sérsníðum lausnir að þörfum viðskiptavina okkar. Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation. Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.