Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/RAX Samgöngur Nýrri ferju seinkar. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Afhendingu nýrrar Vestmanna- eyjaferju sumarið 2018 gæti seinkað um sex vikur vegna breytinga sem gera þarf á ferjunni „Okkur var farið að gruna að það yrði einhver seinkun og hefðum mátt vera undir það búin,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, og bætir við að lykilatriðið sé að ekki megi tjalda til einnar nætur við smíði ferjunnar. „Það er gríðarlega mikilvægt að ný ferja veiti góða þjónustu og ef þær breytingar að lengja skipið um 1,8 metra og breyta stefninu gera það að betra sjóskipi þá verðum við að sætta okkur við þá seinkun þó erfið sé.“ El- liði segir að breytingarnar verði á kostnað skipasmíðastöðvarinnar sem sé skuldbundin til að skila ferjunni þannig að djúprista hennar henti sigl- ingum í Landeyjahöfn. „Þar sem þessar breytingar eru að beiðni skipasmíðastöðvarinnar skap- ast svigrúm til þess að skoða hvort ekki verði hægt að fjölga kojum í skipinu allverulega. Í ljósi þess að ný ferja kemur seinna en áætlað var verður að skoða fjölgun ferða núver- andi Herjólfs fyrir sumarið.“ Tafir á afhendingu nýrrar Eyjaferju  1,8 metra lenging  Auka þarf ferðir Herjólfs næsta sumar  Kojum fjölgað 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Á árinu 2016 var tilkynnt um alls 2.017 vinnuslys á Íslandi, þar af 4 dauðaslys, samkvæmt ársskýrslu Vinnueftirlitsins. Alls voru skráð 1.307 slys meðal karlmanna og 710 hjá konum. Um er að ræða svipaðan fjölda og síðustu tvö ár en heldur meiri en árin þar á undan. „Þegar horft er á þróun síðustu tveggja ára erum við því miður að láta undan. Atvikum er að fjölga og fleiri alvarlegir hlutir að gerast hjá okkur,“ segir Kristinn Tómasson, læknir Vinnueftirlitsins og stað- gengill forstjóra. „Við höfum áhyggj- ur af völdum atvinnugeirum og þeirri þróun sem þar er að eiga sér stað. Helst er þar að nefna mann- virkjageirann og hina opinberu stjórnsýslu, t.d. lögreglumenn, heil- brigðisstarfsfólk og starfsmenn menntastofnana.“ Fjöldi slysa í mannvirkjagerð hef- ur farið vaxandi sl. þrjú ár, sem endurspeglar væntanlega aukin um- svif í samfélaginu, að sögn Kristins, en hlutfallsleg fjölgun slysa í bygg- ingastarfsemi á milli áranna 2015 og 2016 var 18%, en á sama tíma fjölg- aði starfandi í byggingariðnaði að- eins um 3,5%. Mikill hraði við bygg- ingaframkvæmdir, spenna á vinnumarkaði og mikill fjöldi er- lendra starfsmanna eru allt atriði sem geta haft þar áhrif, segir í árs- skýrslunni. Vinnueftirlitið vill því brýna fyrir öllum við verklegar framkvæmdir að huga vel að vinnu- vernd, ekki síst öryggismálum og skipulagi vinnunnar. Við árslok 2016 voru rúmlega 11% á vinnumarkaði erlendir starfsmenn og hafði fjölgað um tvö prósent frá árinu á undan. Hlutfall erlendra starfsmanna af þeim sem slösuðust á árinu, skv. tilkynningum til Vinnu- eftirlitsins, var um 18%. Virðist þessi hópur því vera í aukinni hættu á að slasast í vinnu. „Þetta er áhyggjuefni, að með þessum mikla hraða og flæði sem orðið hefur með erlendum starfs- mönnum, bæði þeim sem hingað leita sjálfir og á vegum starfsmannaleiga, hafa almenn vinnuverndarmál innan fyrirtækja látið undan,“ segir Krist- inn, en í skýrslu Vinnueftirlitsins segir að við gerð áhættumats á vinnustað sé mjög brýnt að horfa til þess hvernig vinnuhópurinn er sam- settur, m.a. hvort hann sé fjölþjóð- legur og hvort töluð eru fleiri en eitt tungumál. Mikilvægt sé að allir starfsmenn fái viðeigandi fræðslu, þjálfun og upplýsingar á tungumáli sem þeir skilja til að koma í veg fyrir vinnuslys. Jákvæð þróun hefur átt sér stað í þungaiðnaði, s.s. í álverum landsins, að sögn Kristins, en stofnunin hefur áhyggjur af opinbera geiranum. „Innan stjórnsýslu og opinberrar þjónustu er slysum að fjölga. Þetta er alþjóðleg þróun og vinnuverndar- mál standa þarna höllum fæti vegna m.a. sparnaðaraðgerða.“ Vinnuslysum fjölgar milli ára  Tilkynnt var um 2.017 vinnuslys á árinu 2016, þar af voru fjögur dauðsföll  Hlutfall erlendra starfs- manna sem slösuðust er 18% en þeir eru aðeins 11% vinnuafls  Jákvæð þróun er í þungaiðnaði Morgunblaðið/RAX Byggingarvinna Vinnuslysum við mannvirkjagerð hefur fjölgað töluvert milli ára, en þau eru ekki enn jafntíð og árin fyrir efnahagshrun. Vinnuslys á Íslandi » Tilkynntum slysum er al- mennt að fjölga milli ára. » Hlutfallsleg fjölgun slysa í byggingastarfsemi á milli ár- anna 2015 og 2016 var 18%. » Á sama tíma er fjölgun í byggingariðnaði aðeins 3,5%. » Innan stjórnsýslu og op- inberrar þjónustu hefur vinnu- tengdum slysum fjölgað. » Erlent starfsfólk er um 11% vinnumarkaðarins en er 18% þeirra sem skráðir eru í slysum á vinnumarkaði. Jóhann Ágúst Hansen, uppboðshaldari Gallerís Foldar, sveiflar hamrinum er verk Ragnars Páls Einarssonar, Botnssúlur, var boðið upp í gær. Almennt gekk uppboðssalan vel að sögn Jó- hanns en í dag verða fleiri og enn verðmætari verk boðin upp í galleríinu. „Við erum t.a.m. að sjá Louisu Matthíasdóttur fara á ásettu verði en mörg klassísk landslagsverk eftir aðra á minna,“ segir Jóhann. vilhjalmur@mbl.is Hátt í 200 verk á málverkauppboði Morgunblaðið/Eggert Botnssúlur voru boðnar upp hjá Galleríi Fold „Eftir þennan fund er alveg ljóst að það er komin upp pattstaða,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flug- virkjafélags Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið, en níundi sáttafundur flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, fór fram í gær. „Við munum funda aftur á föstu- daginn, en ég á ekki von á því að sá fundur breyti neinu,“ bætir hann við. Óskar segir næstu skref vera þau að funda með sínum félagsmönnum og fara yfir þá stöðu sem nú er uppi. „Við þurfum að skoða hver næstu skref verða hjá okkur og ákveða með okkar félagsmönnum.“ Spurður hvort til verkfalls gæti komið vildi hann ekki útiloka neitt að svo stöddu. Mögulega kemur til verkfalls  Flugvirkjar segjast vera ósáttir Annar mannanna sem stungnir voru með hnífi á Austurvelli í miðbæ Reykja- víkur aðfaranótt sunnudags liggur enn þungt hald- inn á sjúkrahúsi. Þetta staðfestir Grímur Gríms- son yfirlög- regluþjónn. „Hann er enn í krítísku ástandi og lífshættu,“ segir Grímur. Hinn maðurinn sem lenti í hníf- stunguárásinni hlaut töluverða áverka en var ekki í lífshættu. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hinn grunaði, karlmaður á þrí- tugsaldri, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Liggur enn á sjúkra- húsi í lífshættu Spítali Maðurinn er í lífshættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.