Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 Í dag verður Eyjólfur móður- bróðir minn borinn til grafar suður á Útskálum. Hann var yngstur bræðranna en þriðji yngsti í stórum systkinahópi. Þrjár systur lifa bróður sinn, tvær á Íslandi, Ingibjörg og Ingibjörg Anna, en Svava býr í Kaliforn- íu. Eyjólfur var sérstaklega myndarlegur og huggulegur maður, hávaxinn, hægur í fasi, ekki margorður en með afar góða návist. Hann var innfædd- ur Garðbúi, bjó þar nær alla ævi og vildi hvergi annars stað- ar vera. Fermingarárið mitt var ég í skóla í Garðinum og bjó hjá móðurbræðrum mínum, Magn- úsi og hans fjölskyldu og Mumma. Ég gerðist líka heima- gangur í Laufási hjá Helgu og Eyjólfi. Þangað var gott að koma, elstu börnin þeirra á líku reki og ég, lífleg og skemmti- leg. Eyjólfur og Helga voru afar samhent hjón. Það þurfti mik- inn dugnað og elju að koma öll- um stóra hópnum þeirra til manns en það tókst þeim með miklum ágætum. Hópurinn þeirra er myndarlegur, vel gef- inn og vel gerður og afkom- endafjöldinn er býsna stór. Milli mömmu og Eyjólfs var Eyjólfur Gíslason ✝ Eyjólfur Gísla-son fæddist 28. apríl 1934. Hann lést 21. nóvember 2017. Útför Eyjólfs fór fram 29. nóvember 2017. alltaf fallegur strengur og hann gerði systur sinni þann skemmtilega greiða að senda henni stundum hvítan skeljasand úr Garðfjöru alla leið austur á firði. Skeljasandurinn prýddi blómabeðin á Kolfreyjustað. Hann gerði þeim marga fleiri greiða foreldrum mínum og taldi það ekki eftir sér. Ég hef haft það fyrir sið að skreppa reglulega suður í Garð og Sandgerði til að kíkja á móð- urfólkið mitt. Það var alltaf gott að koma í Laufás til Eyj- ólfs og Helgu og seinna í Kríul- andið, gott að setjast við eld- húsborðið og spjalla um allt milli himins og jarðar. Fyrir rúmu ári fór ég móðursystkinarúnt einu sinni sem oftar og í það skipti bauð Ingibjörg Anna okkur þremur í kaffi, mér, Eyjólfi og Ingu í Sandgerði. Við áttum saman notalegt síðdegi og ég á mjög fallega mynd af þeim systkin- unum sem ég tók þá. Síðustu mánuði ævinnar dvaldi Eyjólfur á Nesvöllum og þangað heimsótti ég hann um miðjan október. Ég dvaldi hjá honum góða stund og þegar við kvöddumst lofaði ég að koma fljótlega aftur. Af þeirri heim- sókn verður ekki en nú fylgi ég honum síðasta spölinn. Helgu, börnum þeirra, öðr- um afkomendum og ástvinum votta ég innilega samúð. Minn- ing um einstaklega góðan mann lifir. Veri hann Eyjólfur frændi minn með fallegu móbrúnu aug- un kært kvaddur og hafi hann þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg Þorgerður. Nú, þegar ísköld norðanáttin skellur dögum saman á land við ystu strönd og flasir, syngur hástöfum í ljóskeri Lýðveldis- vitans á Garðskaga. Í léttúð prísa Garðmenn sig sæla yfir skjólinu sem vitinn veitir lág- reistri byggðinni sem stendur á gjöfulum sverði upp af vörum við ströndina við fengsæl fiski- mið. Eyjólfur Gíslason var fjög- urra ára þegar hann fékk skjól hjá fósturfjölskyldu sinni í Presthúsum en hann var tólfta barn foreldra sinna, en móðirin lést af barnsförum fjórtánda barnsins. Eyji var aðeins tveggja ára þegar hann fékk storminn í fangið og systkina- hópurinn dreifðist á heimilin í nágrenninu þegar faðirinn veiktist af berklum og fór á Vífilsstaði næstu 20 árin. Sem barn kynntist hann þakklætinu, heiðarleikanum og trúnni á Guð almáttugan sem voru undir- stöður að lífi hans til lokadags. Þessar þrjár stoðir voru grunn- urinn að lífi þessa sterka og trúaða manns sem ól allan sinn aldur og fjölskyldu sinnar í Garðinum. Hann var stoltur af uppruna sínum, elskaði Garðinn og allt sem honum tengdist. Eyji og Helga eignuðust átta börn, fjölskyldan býr að reynslu föður síns og þau standa vörð hvert um annað. Mikilvægust er heilsteypt fjöl- skylda, en ólíkt foreldrum sín- um hefur honum auðnast að sjá börnin sín vaxa úr grasi úr þeirri frjósömu mold sem þau öll tilheyra. Eyjólfur er stolt síns uppruna og gekk í svita sinnar sveitar lífsleið Garð- mannsins. Vann í fiski frá unga aldri, stundaði sjómennsku á aflaskipum, ók vörubílum, vann á Vellinum og tók á móti Frank Sinatra. Margverðlaunaður heiðursfélagi fyrir afrek sín á sviði knattspyrnunnar hjá Víði og atvinnurekendum sínum þegar hann bjargaði skrúfuþotu Loftleiða frá stórtjóni. Já, hann var gæfumaður sem reis af vell- inum eins og Garðskagavitinn og veitti mörgum skjól. Við Sigga vorum meðal þeirra sem nutu þess að vera í skjóli hans og Helgu frá fyrsta degi í Garð- inum. Vorum sem hluti af fjöl- skyldunni og þeir eru ófáir morgnarnir síðustu átta árin sem við höfum notið þess að mæta í morgunkaffi í Kríuland- inu. Þangað koma börnin, barnabörnin og við fósturbörn- in og ekki var plássið alltaf mikið þegar 10-15 manns mættu í hlaðborð á laugardags- morgni. En þessi stóri armur kærleikans sem bjó á þessu heimili tók á móti öllum og þessi ótrúlega fjölskyldustemn- ing er óborganleg fyrir uppeld- ið og stórt hjartað tók enda- laust við. Nú er stóllinn hans auður þar sem hann sat og brosti af gleði eins og tungl í fyllingu. Eyji gladdist að sjá niðja sína njóta þess að eiga mömmu og pabba, afa og ömmu, nokkuð sem hann fór á mis við í sínu lífi. Eyjólfur var ekki margmáll, sjúkdómurinn sótti á og samskiptin voru meira bros og hlýtt augnaráð. Líkaminn var búinn og dauðinn var líkn sem hann þráði að lok- um. Eftir situr minningin um skjólið frá leiðarvita sem bar okkur að kærleika lífsins við eldhúsborðið í Kríulandinu. Þar leiddu hjónin fjölskylduna sam- ✝ Stefán Krist-jánsson frá Lambeyri í Tálkna- firði fæddist 21. maí 1944 í Hafn- arfirði. Hann varð bráðkvaddur 14. nóvember 2017. Foreldar hans voru Kristján Hannesson frá Keflavík og Marsi- bil Jónsdóttir frá Sauðárkróki. Systkini hans eru Anna Jóna Kristjánsdóttir, fædd 1943, búsett í Hafnarfirði, Hannes Krist- jánsson, fæddur 1946, búsettur á Tálknafirði, og Svanur Krist- jánsson, fæddur 1965, búsettur á Hólmavík. Fjölskyldan flutti til Tálknafjarðar þegar Stefán var á níunda ári og bjó hann þar til dauða- dags. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Vorið 1984 kynntist ég Stefáni Kristjánssyni. Ég fór til Tálkna- fjarðar að vinna í frystihúsinu en þar þekkti ég engan. Fyrsta dag- inn í mötuneyti frystihússins ákvað ég að setjast við borð hjá feðgum frá Lambeyri. Þetta voru þeir Kristján Hannesson og Stefán sonur hans. Þeir tóku mér ansi vel, skildu ekkert í stelpukjána að vilja sitja hjá þeim. Eftir þennan fyrsta dag settist ég alltaf þarna. Stefán var áhugaverður kall fannst mér, hann talaði ekki um sömu hluti og aðrir heldur sagði sögur af fram- andi slóðum, ræddi um andatrú, sálnaflakk, önnur tilvistarstig og ýmis trúarbrögð. Sumarið 1987 fór ég aftur vestur að vinna í frysti- húsinu. Enn voru þessir tveir við sama borð, nema nú var bróðir Stefáns, Svanur þar líka. Það var auðvelt að taka upp þráðinn við þessa feðga frá Lambeyri og hef ég alla tíð síðan skilgreint þá sem vini mína. Ekki datt mér í hug þá að þögli og feimni bróðirinn yrði síðar maðurinn minn og Stefán mágur minn, en svona geta þræðir lífsins spunnist. Ég kom iðulega við hjá Stefáni ef ég átti leið vestur. Þá stóð ekki á spjallinu hjá okkur, kaffi í könnu og sögur af ýmsu, þessa heims og annars. Stefán var óforbetranlegur safnari og sankaði að sér alls konar hlutum, sumt til eigin nota en annað til að forða því frá glatkistunni. Hann gaf ýmsa hluti frá sér sem hann hafði fundið, ef einhver hafði gagn eða gaman af þeim. Eitt sinn kom ég klyfjuð frá honum þar sem hann gaf mér m.a. forláta þvottarullu og afl í eld- smiðju. Þá sagði hann mér kankvís að hann væri svona „góði hirðir- inn“ og hirti hluti svo þeir færu ekki forgörðum. Þetta fannst mér skemmtilegur orðaleikur, en Stef- án hafði gott vald á málinu og lék sér gjarnan með orðabrandara. Seinna þegar ég réð mig sem verslunarstjóra í „Nytjamarkað Sorpu og líknarfélaganna“ var eitt af því fyrsta sem ég gerði að breyta nafninu, ég var nefnilega með gott nafn sem hæfði starfsem- inni afar vel: Góði hirðirinn. Ég sendi Stefáni boðskort á opnun breyttrar búðar með hinu fína nafni sem komið var frá honum. Stefán kom oft í Góða hirðinn með- an ég vann þar, ekki þó til að versla en stundum til að færa okkur eitt- hvað að selja og fá kaffibolla og spjall. Þótt árin liðu og ég hitti hann ekki nema endrum og eins þá var alltaf eins að sækja hann heim eða hitta. Seinna þegar við Svanur fórum að búa saman hitti ég Stefán oft enda Svanur í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann kom oft við hjá okkur á leiðinni eitthvað, enda mikið á ferðinni út um allar trissur. Stefán var bæði hagur og hug- myndaríkur og framkvæmdi margar frumlegar og framúr- stefnulegar hugmyndir og síðustu árin smíðaði hann báta úr blikki sem hann ýmist seldi eða gaf og eru þeir víða til. Stefán var áhuga- maður um andleg málefni, las mik- ið, ferðaðist víða og þekkti marga. Það var ánægjulegt að kynnast honum og þó að hann væri skrítin skrúfa eins og stundum er sagt og ekki allra, þá hef ég bara gott af honum að segja. Ég þakka góð kynni, kæri Stefán, og vona að þú sért kominn í löndin og heimana sem þú talaðir svo oft um. Ásta Þórisdóttir. Þegar birtan þverr og dagarnir verða styttri minnir það mig ávallt á það hversu hverfult þetta líf okk- ar er. Gangur þess er jú alltaf sá sami á endanum, leiðin okkar allra er sú sama. Ég ólst upp á Vestfjörðunum og kynntist þar aragrúa af allskonar fólki í gegnum tíðina og er mjög þakklátur fyrir það að hafa fengið að kynnast þér. Okkar vinasam- band var flekklaust og án allra skil- yrða, en skemmtilegastar þóttu mér sögurnar þínar af því þegar þú sagðir mér sögur af sjálfum þér og hversu vel þér hefði tekist að ljúga ákveðna aðila á svæðinu fulla af einhverri firru. Þetta er húmor sem ég kann að meta. Það er jú a.m.k. hjá sumum okk- ar Vestfirðinganna svoleiðis að það þyki hálfgert sport að fara frjáls- lega með sannleikann, sérstaklega ef það kemur fólk á svæðið sem ekki veit hvað snýr upp né niður, sérstaklega fólk að sunnan. Það er óhætt að segja það Stef- án minn að þú hafir hvorki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í lífinu, né heldur farið troðnar slóð- ir. Einkenni þitt var að vera sjálf- stæður og samkvæmur þinni sann- færingu. Einhverjir samferða- menn okkar hafa eflaust gert grín að þér og hvernig þú ákvaðst að lifa þínu lífi. Þeir hafa sennilega ekki þroska til þess að meta það sem heitir fjölbreytileiki mannfélagsins og þú varst einn af þeim sem gáfu því lit. Margir sem hæddu þig gera hið gagnstæða, þ.e. að draga úr lit- rófi þess. Minnisstæðar eru mér allar heimsóknirnar til þín, allt á rúi og stúi og alltaf verið að skapa eitthvað úr hlutum sem margt fólk taldi ónýtt. En það er einmitt munurinn á því að vera þúsundþjalasmiður eins og þú varst og svo hinum, en hinir gátu ekki nýtt hlutina líkt og þú gerðir. Smíða utanborðsmótor úr sláttuvél, búa til báta, hálsmen og hvað eina sem hugurinn girnist. Hæfileikar þínir voru einstakir. Ég hafði gaman af þér sem per- sónu, hversu rólegur þú varst og yf- irvegaður og áttum við það sameig- inlegt að geta spjallað um lífið og tilveruna svo klukkustundum skipti. Pælingar þínar voru á allt öðru plani en hjá fólki sem ég um- gengst venjulega og því einstaklega gaman að hlusta á þig. Vinátta okk- ar var mér ómetanleg. Minnisstæðust er mér þó heim- sóknin þegar ég kom með vini mína, Patrick, Frank, Daniel og Andrei. Þeir voru, eins og við sögðum þér, allir fæddir Austur-Þjóðverjar og þeir voru þeir fyrstu frá gamla Austur-Þýskalandi sem fengu að prufukeyra eina fjórhjóladrifna Trabantinn sem vitað er um. Á ég myndir af þessu og þetta er eitt- hvað sem hvorki ég né þeir eigum eftir að gleyma nokkurn tímann. Við fráfall þitt sendum við öllum aðstandendum þínum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ég kveð þig saknaðarkveðjum, þú mikli þúsundþjalasmiður, takk fyrir allt. Ljós í vorum hjörtum hér, hugljúft í minningunni. Ljósið fagurt færi þér, frið í eilífðinni. (ÍÖH) Ívar Örn Hauksson og synir, Patrick Hoffeins, Andrei Hoy- er, Daniel Otto, Frank. Stefán Kristjánsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN JÓNSSON rafvirki, Birtingakvísl 28, lést 16. nóvember á sjúkrahúsi í Kristiansand í Noregi. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 8. desember klukkan 13. Guðbjörg Elísdóttir Margrét Jónsdóttir Eik Heine Eik Unnur Aðalheiður Jónsdóttir Jón Ásgeir Valsson Elísa Jónsdóttir Þorsteinn Hreinsson Karen Eva, Marcus Heine, Gabriella Sól, Kristofer Erik, Aría Ósk, Aron Jón Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug vegna andláts konu minnar, móður, tengdamóður, stjúpmóður, ömmu og langömmu, HELGU JÓHANNSDÓTTUR sjúkraliða, Hrafnabjörgum 1 Akureyri. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki skurðdeildar FSA fyrir góða og kærleiksríka umönnun Helgu. Viggó Benediktsson Karen Grétarsdóttir Unnar Eiríksson Kolbrún Eiríksdóttir Jóhann Eiríksson Jórunn Viggósdóttir María Viggósdóttir Svava Viggósdóttir Bryndís Viggósdóttir Benedikt Viggósson makar, börn, barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SIGURÐSSON bifvélavirki, Bogahlíð 2, lést á dvalar- og hjúkrunarheimili Grundar Reykjavík miðvikudaginn 22. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir góða umönnun. Þóra Þórarinsdóttir Hrefna Kristveig Guðrún Þóra Soffía Alice Það eru liðin æðimörg ár síðan við Þórunn vorum saman í Menntaskólanum í Reykjavík. Einmitt á þeim ár- um þegar allt var svo nýtt þá bundumst við traustum vina- böndum. Þórunn var ættuð úr Borgarfirði, alin upp í Reyk- holtsdal. Hún kom í MR úr Menntaskólanum við Laugar- vatn en ég ólst upp í Vest- urbænum í Reykjavík. Ég minnist góðra samveru- stunda á skólaárum okkar. Við urðum stúdentar vorið 1951. Mamma Þórunnar kom í bæinn af því tilefni og gladdist með fjölskyldu minni heima á Ægis- götu. Á menntaskólaárunum kynntist Þórunn Snæbirni Jónssyni, ungum og glæsileg- Þórunn Margrét Andrésdóttir Kjerúlf ✝ Þórunn Mar-grét Andr- ésdóttir Kjerúlf fæddist 10. október 1930. Hún lést 11. nóvember 2017. Útför Þórunnar fór fram 22. nóv- ember 2017. um pilti. Hann út- skrifaðist úr Sam- vinnuskólanum og leiðir þeirra lágu saman eftir þetta. Fyrstu árin bjuggu þau með fjölskyldu Snæbjörns í Hlíð- unum. Seinna lá leið þeirra norður að Mývatni þar sem Snæbjörn fékk yfirmanns- stöðu við kísilgúrverksmiðjuna. Þar leið fjölskyldunni vel og þau hjónin eignuðust þrjú myndarbörn, tvær stúlkur og einn dreng. Svo sorglega vildi til að Snæbjörn lést á besta aldri árið 1974 og í kjölfar þess flutti Þórunn suður ásamt syni sínum. Þórunn sendi mér fallegt þakkarbréf nú fyrir nokkrum árum. Ég ætlaði mér að svara bréfinu en kom því ekki í fram- kvæmd og þess vegna vildi ég minnast hennar með þessum orðum. Minningin um Þórunni Kjer- úlf lifir. Sigrún Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.