Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stéttarfélög iðnaðarmanna hafa fengið mörg dæmi um stór húsbygg- ingarverk þar sem ekki finnst einn einasti fagmenntaður iðnaðarmaður að störfum og vandasömum verk- efnum hefur verið úthlutað til ófag- lærðra. Slíkt er óhæfa, að sögn Hilmars Harðarsonar, formanns Samiðnar, sambands iðnfélaga. ,,Við höfum orðið varir við að allir sem eru að vinna við háhýsi hér í bæ eru skráðir sem verkamenn,“ segir hann sem dæmi um mál af þessum toga sem upp hafa komið í samtali við Morgunblaðið. Það sé afar sér- kennilegt að erlendir starfsmenn sem hingað koma séu svo að segja allir skráðir ófaglærðir starfsmenn. Hilmar fjallar um þessi mál í grein í tímariti Félags iðn- og tæknigreina og spyr hvar fag- mennskan sé eiginlega. „ Að sjálf- sögðu á að gera gangskör að því að bæta úr þessu hið snarasta og það er hægt að fullyrða að fáir kaup- endur yrðu væntanlega að íbúðum í stórhýsum ef þeir yrðu upplýstir um að fagmenntaðir iðnaðarmenn hefðu hvergi komið þar nærri,“ segir hann. ,,Við hjá Samiðn höfum verið að vinna mikið að vinnustaðaheimsókn- um og höfum því miður rekið okkur á of marga staði sem eru ekki með þessi mál í lagi en svo eru líka marg- ir aðrir með þessi mál í góðu lagi hjá sér,“ segir Hilmar. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni, við húsnæðis- kaup er fólk oft að festa kaup á dýr- ustu eign lífsins en svo komi á dag- inn að það hefur enginn skráður fagmaður komið að byggingu hús- næðisins. Svona vinnubrögð eigi ekki að viðgangast Um er að ræða ýmis störf við mannvirkjagerð sem fagmenntaðir iðnaðarmenn ættu með réttu að annast s.s. störf trésmiða, múrara, pípulagningarmanna, málara o.s.frv. Algengara en fyrir hrun Hann segir menn helst hallast að því að verið sé að svindla á launum með félagslegum undirboðum sem koma verði í veg fyrir svo tryggt verði að allir vinni eftir sömu leik- reglum á markaðinum. Átakið Einn réttur, ekkert svindl hefur verið í gangi á vettvangi ASÍ og að sögn Hilmars hefur Samiðn einnig verið að fylgja þessu eftirliti betur eftir því ástandið sé alvarlegt þegar í ljós komi í vinnustaðaheimsóknum að hlutfall fagmanna við störf þar sé allt niður í núll. ,,Okkur finnst þetta vera orðið al- gengara núna en fyrir hrun.“ Morgunblaðið/Eggert Byggt Miklar byggingaframkvæmdir eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu. Sums staðar eru vinnubrögð og kjör í góðu lagi en á öðrum vinnustöðum er pottur brotinn og fagmennska ekki í hávegum höfð, að mati stéttarfélaga. Ekki einn einasti fag- menntaður við störf  Alvarleg staða á byggingamarkaði að mati Samiðnar Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Reglulega kemur upp umræða um háa gjaldtöku 1818 og 1819, sem veita upplýsingar um símanúmer. Já rekur 1818 og Nýr valkostur rekur 1819. Ekki er víst að notendur geri sér grein fyrir því hversu hátt gjald- ið er til 1818 og 1819 og að ofan á það bætast við þjónustugjöld til símafyrirtækjanna. Sigríður Margrét Oddsdóttir, for- stjóri Já, segir að innheimt sé 410 kr. gjald þegar hringt er í 1818 og óskað eftir símanúmeri, ekkert gjald sé tekið þegar símtalið er áframsent. Upphafsverð sé 215 kr. og 195 kr. hver mínúta sem viðskiptavinur á í sambandi við fyrirtækið. Sigríður Margrét segir kostnaðinn liggja að miklu leyti í launakostnaði. Hún bendir á að leit að símanúmerum sé gjaldfrjáls á netinu á ja.is og að lög- blindir greiði ekki fyrir þjónustuna. Á heimasíðu 1819 kemur fram að það kosti 328 kr. að hringja í 1819. Upphafsverðið sé 172 kr. og mín- útuverð 156 kr. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að Síminn innheimti umsýslugjald vegna innheimtu fyrir upplýsinga- veiturnar. Upphafsgjaldið sé 10 kr. og greiddar séu 20 kr. fyrir hverja mínútu sem símtalið stendur yfir. Á heimasíðu Vodafone kemur fram að upphafsgjaldið sé 117,5 kr. og ekkert mínútugjald sé innheimt. Ef hringt er í 1819 er lágmarks- gjaldtaka fyrir símtal innan við mín- útu að lengd 368 kr. ef viðskiptavin- ur er í viðskiptum við Símann. Ef símtal er lengra en 5 mínútur er hagstæðast fyrir viðskiptavini Voda- fone að hringja í 1819. Kostnaðurinn er þá 813,5 kr. án tillits til lengdar símtals. Kostar sitt að leita númera  Notendur greiða bæði upplýsinga- og símafyrirtækjum fyrir þjónustuna Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Líkur eru á því að stjórnarand- staðan þiggi boð stjórnarflokkanna um að vera með formennsku í þrem- ur þingnefndum Alþingis. Nefnd- irnar sem um ræðir eru stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðar- nefnd. Að öðru leyti liggur ekki fyrir að svo stöddu hvaða flokkar munu fara með formennsku í hvaða nefnd- um fyrir utan að Willum Þór Þórs- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins, verður formaður fjárlaga- nefndar líkt og þegar hefur komið fram. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Miðflokksins, sagði í samtali við mbl.is á föstudaginn að formennska í nefndunum þremur kæmi í hlut Miðflokks, Pírata og Samfylkingar, stærstu stjórnarand- stöðuflokkanna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, for- maður þingflokks VG, var í gær spurð hvort ákvörðun hefði verið tekin um það í VG hvort og þá í hvaða nefndum Alþingis Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þeir tveir þingmenn VG sem styðja ekki ríkisstjórnarsátt- mála Vinstri-grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, fengju sæti: „Rósa Björk og Andrés Ingi eru auðvitað í þingflokki VG og verða því með í því kjöri, þegar að því kemur, rétt eins og aðrir þingmenn flokks- ins. Það er engin niðurstaða komin í nefndarvinnuna,“ sagði Bjarkey í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar Bragi Sveinsson, formað- ur þingflokks Miðflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að formenn þingflokka stjórnarand- stöðunnar myndu líklega funda um nefndamálið í dag. Morgunblaðið/Hari Fundað Steingrímur J. Sigfússon og þingflokksformenn á fundi. Nefndaformennska enn ekki frágengin Erlendar starfsmannaleigur hafa sprottið upp eins og gor- kúlur og flytja inn erlenda verkamenn en aðeins sumir þeirra fá greidd lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði en aðr- ir ekki. Segir í grein Hilmars Harð- arsonar, formanns Samiðnar, að þessir erlendu verkamenn vinni flest eða öll störf sem unnin eru við byggingu fjölmargra mann- virkja hér á landi um þessar mundir, ,,líka þau störf sem iðnaðarmenn með löggild starfsréttindi eiga að vinna samkvæmt lögum og samningum sem eiga að gilda á íslenskum vinnu- mark- aði“. Undir lág- markslaunum FÉLAGSLEG UNDIRBOÐ Hilmar Harðarson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fyrri hluti ársins var svona sæmi- legur en frá júlí og til dagsins í dag erum við að nálgast 40 prósenta aukningu frá sama tíma í fyrra. Það er nokkuð gott,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.is. Mikill vöxtur virðist vera í net- verslun hér á landi, ekki síst í kring- um stóra söludaga á borð við Black Friday og Cyber Monday. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að innlend netverslun hafi tekið kipp að undanförnu. Það megi sjá af auknum fjölda pakkasendinga hér á landi. „Við sáum það í kringum Singles Day. Þar varð töluverð aukning milli ára, alls um 50 prósent meira af sendingum í kjölfar þess dags en var í fyrra. Við sáum einnig tölu- verða aukningu í kringum Black Friday og Cyber Monday.“ Tölur um pakkasendingar hafa sýnt stöð- uga aukningu netverslunar síðustu misseri og ekkert lát virðist vera á. „Nóvember í ár var 30% stærri en nóvember í fyrra og reyndar líka stærri en desember í fyrra,“ segir Brynjar. Aukið vöruúrval lykillinn Guðmundur hjá Heimkaupum segir að lykillinn að þessari aukn- ingu sé aukið vöruúrval. „Bara á Cyber Monday voru 6.600 vörunúmer á hreyfingu hjá mér. Í einni Bónusbúð eru um það bil 3.500 vörunúmer. Ég er núna með 36 þús- und vörunúmer á lager og til af- hendingar samdægurs. Það hefur aukist um 12 þúsund vörunúmer milli ára. Ég ætla að halda áfram að bæta þjónustuna, það er lykillinn að þessu. Við Íslendingar höfum verið aftarlega á merinni í netverslun. Ég segi að það sé framboðsendinn – eft- irspurnina vantar ekki.“ Tuga prósenta aukning í netverslun AFP Netverslun Hefur aukist hér mjög síðustu misseri, innlend og erlend.  Nóvember í ár 30% stærri en sami mánuður í fyrra  Meira selt í nóvember í ár en í desember í fyrra  Lykillinn er vöruúrval, segir framkvæmdastjóri Heimkaupa  Er með 36.000 vörunúmer á lager Erlend netverslun hefur sömu- leiðis aukist hratt, sé tekið mið af póstsendingum til landsins. Þegar horft er til fyrstu ellefu mánaða ársins má merkja rúm- lega 60% fjölgun póstsendinga til landsins miðað við sama tíma í fyrra. Þessa fjölgun má að stærstum hluta rekja til net- verslunar. „Já, og við búumst við áfram- haldandi þróun í þessa átt,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson hjá Póstinum. 60% aukning ERLEND NETVERSLUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.