Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ein af bestu vinkonum mín- um, hún Józefa, er dáin. Hún flutti frá Póllandi til Íslands 1993. Hún varð strax hrifin af Íslandi og vildi búa hér. Og bjó hér til dauðadags. Ég man vel eftir þegar ég hitti hana fyrst árið 1994 þegar ég hjálpaði henni að finna sér íbúð. Hún fékk leigt herbergi hjá Haraldi, góðum vini okkar, og hún bjó þar í tvö ár. Hún sá líka um íbúðina hans og gerði allt svo hreint og fínt hjá honum. Svo hjálpuðum við henni að finna sér góða leiguíbúð. Sem hún fann í Austurbrún 4. Sex árum seinna var þessi íbúð til sölu úr dánarbúi. Hún vildi ekki missa af góðri íbúð og góð- um stað svo hún ákvað að kaupa hana og bjó þar síðan. Hún vann á Hrafnistu svo það var stutt að fara í vinnuna. Hún var mjög samviskusöm og mjög dugleg að vinna. Eftir Hrafnistu vann hún á sambýli í þrjú ár og sneri svo aftur til Hrafnistu. Hún vann líka við heimilishjálp og sá um að þrífa húsnæðið hjá Félagi Józefa Kazimiera Sroka ✝ Józefa Kazi-miera Sroka fæddist í Póllandi 5. mars 1958. Hún lést á Landspít- alanum 13. nóv- ember 2017. Minningarathöfn verður í Fossvogs- kapellu í dag, 5. desember 2017, klukkan 11. heyrnarlausra og um fermingarveisl- ur í sal félagsins. Hún var fé- lagslynd og var með okkur vinkon- unum í sauma- klúbbi heyrnar- lausra og víðar. Hún var alltaf tilbú- in að hjálpa vinkon- um sínum að þrífa og pakka niður fyr- ir flutninga og fleira. Það var mjög jákvætt og gott að eiga hana sem góða og hjartahlýja vinkonu. Árið 2013 veiktist hún af krabbameini. Hún ætlaði sér strax að berjast og sigra þennan sjúkdóm. Hún kvartaði aldrei. Í veikindunum vann hún sem liðs- maður fyrir tvo eldri heyrnar- lausra á Hrafnistu. Hún var mjög góð við þá og þeir ánægðir með að hafa hana að hugsa um sig. Þar til í ágúst þegar hún var orðin svo veik að hún gat ekki hugsað um þá lengur. Það verð- ur erfitt fyrir þá að missa af þessari góðu konu. Ég á margar góðar minningar um hana. Hún gerði svo margt skemmtilegt með okkur. Mig langar til að þakka henni fyrir vináttuna þessi 24 ár. Við geym- um í hjörtum okkar hvernig hún var þessi fallega kona. Og veit að hún mun alltaf fylgjast með okkur og passa okkur. Hún var hér ein án fjölskyldu en það var gott að hún dó ekki ein því við vinkonurnar vorum hjá henni þegar hún dó. Hún var mjög falleg og brosti og nú líður henni vel farin upp til Guðs þar sem foreldrar hennar og systkini taka vel á móti. Henni mun líða vel hjá þeim. Elsku Józefa mín. Takk fyrir allt allt sem þú gafst okkur af stóra hjartanu þínu. Það er sárt að hafa misst þig á besta aldri, elsku besta vinkona. Við munum geyma minningu þína í hjörtum okkar. Hvíldu í friði og Guð blessi þig. Kveðja frá okkur hjónunum, börnum og barnabörnum. Anna Jóna Lárusdóttir. Józefa Kazimiera Sroka var fædd í Póllandi 5. mars 1958. Hún lést á Landspítalanum 13. nóvember 2017. Hún var ein af tíu systkinum, hún bjó með foreldrum sínum á bóndabæ. Józefa talaði um að hún hefði átt ástríka og góða barnæsku. Það var silfurstreng- ur á milli hennar og mömmu hennar sem aldrei slitnaði þó svo að Józefa hefði ung flutt til Ís- lands eftir að hún giftist Tadeuz Jóni Baran, en þau slitu sam- vistum. Józefa hafði tekið að sér mörg ábyrgðarstörf fyrir Félag heyrn- arlausra í Póllandi og á tímabili var hún formaður þess félags. Józefa var alltaf dugleg að vinna og eftir að hún varð ein hér á Íslandi starfaði hún lengst af hjá Hrafnistu DAS að einu ári undanskildu sem hún starfaði á sambýlinu í Lækjarási. Með dugnaði eignaðist hún sína eigin íbúð og hún var alltaf tilbúin að aðstoða hvort sem það var í Félagi heyrnarlausra eða fyrir vinkonur. Józefu varð ekki barna auðið en öll börn elskuðu hana og var hún alltaf tilbúin að hlusta og spjalla og gefa þeim tíma og ósjaldan lumaði hún á pakka eða gjöf til barnanna. Það var líka einstakt að hver jól sendi Józefa peninga heim til Póllands til móður sinnar þannig að mamma hennar ætti fyrir kol- um þannig að ekki yrði kalt í kotinu hennar um jólin. Hún var líka búin með vinnusemi og sparsemi að láta laga æskuheim- ili sitt þannig að mömmu hennar og bræðrum liði sem best í ell- inni. Það lýsir henni svo vel hvað hún var alltaf hugulsöm við aðra. Józefa var ekki stór kona en hún skilur eftir sig stór spor í hjörtum okkar og huga, við minnumst hennar sem hjarta- hlýrrar konu sem alltaf var tilbúin til að rétta hjálparhönd, talaði ekki illa um aðra og lagði öllum gott til. Józefa átti stóran vinkonuhóp og reyndust þessar konur henni vel í veikindum hennar, þó sér- staklega Þórdís, Anna Jóna og Didda sem voru henni yndislega góðar þegar hún þurfti helst á að halda. Hún tók veikindum sínum af miklu æðruleysi, jákvæðni og barðist fram á síðustu stundu. Við kveðjum Józefu með söknuði og óskum henni góðrar ferðar í Sumarlandið, þar sem við vitum að það verður vel tekið á móti henni, því hjartahlýrri konu er erfitt að finna. Góða ferð. Ingibjörg Andrésdóttir og Þórdís Þórðardóttir. Ég vil þakka Józefu vinátt- una, þessa góðu vináttu. Hún hugsaði um allra aðra og gleymdi stundum sjálfri sér, sem vinir pössuðum við hvort annað og studdum hvort annað þegar á þurfti að halda. Ég er svo glaður að þú varst sátt við lífið fram á síðustu stundu því þú átt ekki nema það besta skilið. Takk fyrir það sem þú kennd- ir mér því þú verður mín fyr- irmynd í framtíðinni um að vera jákvæður og taka lífinu af æðru- leysi. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingrímur Thorsteinsson) Hinsta kveðja, Jan Fiurasek. Félag heyrnarlausra þakkar Józefu samfylgdina í gegnum ár- in, minning þín lifir. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endur- gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Fyrir hönd Félags heyrnar- lausra, Gunnur Jóhannsdóttir og Laila Margrét Arnþórsdóttir. ✝ Donald Lewis Martin (Marteinn Jónsson) tann- smíðameistari fæddist á Manhatt- an í New York 7. janúar 1934. Hann lést á Borgarspítal- anum 9. nóvember 2017. Don giftist árið 1954 Agnesi Gests- dóttur, f. 19. október 1936, starfsmanni við sjúkraumönnun. Þau slitu samvistir árið 1982. Börn þeirra eru: 1) Maria Irena, f. 1. febrúar 1955, gift Stefáni Víði, f. 28. nóvember 1950. 2) Susan, f. 11. september 1959. 3) Lára, f. 29. apríl 1961, í sambúð tannsmíðum á Miami, Flórída. Hann lauk sérnámi í New York árið 1958 og flutti fjölskyldan þá heim til Íslands, þar sem Donald hóf störf hjá Erni Bjartmarz Péturssyni, prófessor og tann- lækni, árið 1959. Átti hann eftir að njóta farsæls samstarfs og ævilangrar vináttu við Örn og samstarfsfólk sitt, þá sér- staklega tannsmíðameistarana Sigurð Einarsson og Eyjólf Jónsson og Hrafnhildi og Dag- björtu, aðstoðarkonur Arnar. Donald stofnaði „Martin Dental Studio“ árið 1963 og starfaði með leiðandi tannlæknum á Ís- landi. Þá var hann vinsæll kenn- ari og prófdómari við Háskóla Íslands. Donald bjó lengst af á Óðins- götu 6A, Reykjavík en síðustu æviárin bjó hann í Faxatúni 4 í Garðabæ, ásamt sambýliskonu sinni Kolbrúnu Magnúsdóttur, f. 30. júlí 1942. Útför hans fór fram frá Vídal- ínskirkju 16. nóvember 2017. með Söruh Louise, f. 9. október 1960. 4) Ellen Freydís, f. 21. janúar 1964, gift Orthulf Prun- ner, f. 18. nóvember 1951. 5) Tómas Freyr, f. 1. mars 1970, giftur Krist- jönu Geirsdóttur, f. 17. desember 1955. Barnabörn þeirra eru tíu talsins og barnabarnabörnin orðin sextán. Foreldrar Donalds voru Jack Martin, f. 9. apríl 1906, og Dor- othy Irene Dahlgren, f. 11. ágúst 1905. Systir hans er Carol Faust- ina, f. 16. apríl 1937. Donald lauk herskyldu á Ís- landi árið 1954 og hóf nám í Elsku pabbi okkar fæddist inn í listamannafjölskyldu, foreldrar hans unnu í dans- og leikhús- bransanum og einkenndist æska hans og systur hans, Carol, af stöðugum flutningum á milli staða. Pabbi átti stóra fjölskyldu; föðurfólk hans var af ítölskum ættum og bjó í New York, en móðurfjölskyldan, sem bjó í Chi- cago, var af sænskum og bresk- um ættum. Snemma kom í ljós hvað pabbi var flinkur í höndunum, hann bjó til dæmis til flóasirkus fyrir syst- ur sína og vann hæfileikakeppni með því að búa til hárfínan skúlp- túr úr tannstönglum. Hann hafði mikinn áhuga á vaxtarrækt og æfði upp á húsþökum í Hell’s Kitchen-hverfinu á Manhattan. Heilsusamlegt líferni varð eitt af áhugamálum hans og naut hann góðrar heilsu allt sitt líf. Pabbi ákvað að ganga í herinn eftir að grunnskólanámi lauk. Á þeim árum buðu stjórnvöld möguleika á framhaldsskólastyrk gegn þriggja ára herskyldu. Eftir eitt ár í hernum ökklabrotnaði hann á fallhlífarstökksæfingu og í stað þess að vera sendur í fremstu víglínu í Kóreu var hann sendur til Íslands árið 1952, þar sem hann átti eftir að falla fyrir landi og þjóð og kallaði hann ökklabrotið ávallt sitt „lucky break“. Pabbi var í eðli sínu mikill friðarsinni og kom hann sér oft undan heræfingum á þeim for- sendum að hann væri að taka upp heimildarmyndir um lífið í her- búðunum á Keflavíkurflugvelli. Einnig var hann reglulega settur í að skræla kartöflur fyrir her- deildina, sem refsingu fyrir að fara til Reykjavíkur í leyfisleysi til að hitta mömmu. Pabbi þótti afbragðs hand- verksmaður með mikla þekkingu í tannsmíðafaginu sem hann deildi af örlæti. Hann vann myrkranna á milli en þegar hann komst heim áður en við börnin vorum sofnuð ríkti mikil gleði. Hann var mikill listunnandi, átti gott safn hljómplatna með klass- ískri tónlist, djass, söngleikjum og þjóðlögum og fór fjölskyldan reglulega á sinfóníutónleika, ball- ett og listasýningar. Pabbi vildi læra góða íslensku og þannig urðum við börnin tví- tyngd sem afleiðing af því að leið- rétta beygingarvillur fyrstu árin. Hann kenndi okkur að meta orða- leiki og hafði sérstaka kímnigáfu sem skapaði mörg skemmtileg tilvik þar sem fjölskyldan skellti upp úr á meðan aðrir viðstaddir skildu ekki húmorinn. Áhugamál pabba voru mörg og ávallt kynnti hann sér alla þætti þeirra svo úr varð sérfræðiþekk- ing. Hann fékk snemma ljós- myndadellu sem olli töluverðum vandræðum fyrir fjölskylduna þegar framkalla þurfti filmurnar á eina baðherbergi heimilisins. Við erum þó mjög þakklát því all- ar myndirnar og kvikmyndaskot- in hafa vakið mikla gleði og hlát- ur í gegnum tíðina. Pabbi var lestrarhestur og safnaði bókum, hann neitaði að eiga bíl, fór allra sinna erindagjörða fótgangandi eða tók strætó. Við ferðuðumst um landið með Ferðafélaginu og fórum í ógleymanlega hringferð um landið með strandferðaskip- inu Esju, þegar afi Jack heim- sótti okkur árið 1968. Pabbi stundaði jóga áður en það komst í tísku, hlustaði á BBC-útvarpið dag og nótt og bjó til ótrúlegar veiðiflugur þótt hann hefði minni áhuga á að veiða. Hann stúderaði matargerð allra heimsálfa og bauð t.d. upp á pítsur í afmælum barna sinna, sem var algjör nýj- ung fyrir krakka á þeim tíma. Pabbi var einstaklega ljúfur og greiðvikinn maður og fór ekki í manngreinarálit. Við efuðumst aldrei um ást hans og erum svo þakklát fyrir að hafa átt einstak- an pabba. Meira: mbl.is/minningar Maria Irena, Susan, Lára, Ellen Freydís og Tómas Freyr. Röð ungra nýliða í Bandaríska herinn stendur frammi fyrir lið- þjálfum, sem hafa það hlutverk að spyrja þá um skráningarnúm- er sín og segja þeim á grundvelli þess, hvert eigi að senda þá, á hvaða herstöð. Okkar maður í röðinni heitir Donald Lewis Martin og hann veit ekki frekar en aðrir hvað bíð- ur hans. Pilturinn næst á undan fær að heyra orðið Kórea, þar geisaði þá stríð. Don fær nafnið Iceland. Hann hafði aldrei heyrt um stað með því nafni, nema skautasvellið í Lincoln Center í heimabæ hans New York. Hann hraðar sér heim að segja foreldrum sínum tíðindin, þau þekkja ekki staðinn, þó rifjast upp fyrir pabba hans að vinur hans úr skemmtanabransanum hafi komið til lands með þessu nafni. Mikið rétt hann hafði milli- lent á landinu á leið yfir Atlants- hafið, og sagði það dimmt, blautt og gróðursnautt. Don fór síðan í flugi til herstöðvarinnar í Kefla- vík, og þegar hann gekk út úr herflugvélinni sá hann blautt, dimmt og gróðursnautt land. Ár- ið var 1952. Don var ekki einangrunarsinni líkt og margir hermenn á vellin- um, heldur notaði leyfin sín til að fara til Reykjavíkur og sjá og kynnast heimafólki og uppgötva að stundum var þurrt, bjart og grænt á Íslandi. Hann kynntist eftirlifandi eig- inkonu sinn Agnesi Gestsdóttur árið 1954 og voru þau gefin sam- an heima hjá séra Jóni Auðuns það sama ár. Herskyldunni lauk og eftir að hafa verið afmunstr- aður, fluttu ungu hjónin til Miami, þar sem Don hóf nám í tannsmíði í skóla á vegum hers- ins. Þar fæddist þeim dóttir, Maria Irena, og eftir nokkur ár á Flór- ída fluttist litla fjölskyldan til New York, þar sem Don byrjaði að vinna við tannsmíðar, fag sem var hans yndi og lifibrauð allt hans líf. En þau langaði til Íslands, og úr því varð árið 1958. Fyrst um sinn fékk hann ekki að vinna við sitt fag en fékk vinnu sem garð- yrkjumaður á elliheimilinu Grund. Síðar sama ár fær hann atvinnuleyfi og byrjar að vinna hjá Erni B. Péturssyni. Og þar hittumst við Don fyrst 11. nóv- ember 1959, þegar ég byrjaði að læra tannsmíði hjá nefndum Erni, þó mest undir handleiðslu Dons. Hann talaði litla íslensku þá, en hafði ávallt á sér litla kompu sem hann færði í ný orð og at- hugasemdir um íslenskuna. Brátt varð hann vel talandi og skrifandi á íslensku, og þegar fram liðu stundir talaði hann réttari og betri íslensku en margur landinn. 1960 bættist í tannsmíðahóp- inn hjá Erni, Eyjólfur G. Jónsson og saman unnum við í faginu í áratugi og smíðuðum tanngervi í þúsundir fólks. Agnes og Don eignuðust fjög- ur börn fædd á Íslandi; Susan, Láru, Ellen Freydísi og Tómas Frey. Agnes og Don slitu sam- vistum. Don giftist síðar Ann Marie Henderson, en þau skildu fljótlega. Don fékk íslenskan ríkisborg- ararétt 1971 og var samkvæmt þágildandi lögum gert að taka upp íslenskt nafn; Marteinn Jónsson. Don var góður fagmaður og gangandi alfræðirit um tann- smíði og miðlaði af þekkingu sinni til tannsmiða og lækna. Don var góður fjölskyldumaður, dá- læti barna og tryggur vinur. Hann var ekki gallalaus frekar en ég og þú, en sífellt í leit að betri sér. Eftirlifandi sambýliskona hans er Kolbrún á Heygum Magnúsdóttir. Ég minnist Dons með virðingu og þökk og bið Guð og alla góða vætti að blessa og styrkja alla hans stóru fjölskyldu og vini í sorginni. Don er kominn í ljósið. Sigurður Einarsson. Í dag verður elskulegur vinur okkar Don borinn til hinstu hvílu og því langar okkur að minnast hans hér með nokkrum orðum. Don var mikill öðlingur og með eindæmum glaðlyndur, fróður og skemmtilegur. Fátt var honum óviðkomandi og hafði hann ein- lægan áhuga á öllu sem viðkom samferðafólki sínu og kom hon- um því vel saman við alla og gat hann haldið uppi samræðum við jafnt unga sem gamla, háa og lága um allt og ekki neitt í bæði gamni og alvöru. Dillandi kátur á sinn hógværa hátt, gestrisinn og hlýr tók hann á móti manni á heimili hans og Kollu í Faxa- túninu og skipti þá engu máli hvort um var að ræða veisluboð eða bara venjulegt innlit. Alltaf var tekið á móti manni af einlægri gleði og hlýju sem honum var svo eðlislæg. Ósjaldan var hann með tónlistina á fullu meðan hann hellti upp á könnuna eða dundaði eitthvað í eldhúsinu, ásamt spjalli og öðrum notalegheitum og verð- ur gott að minnast hans þannig. Við erum afar þakklát fyrir að hafa kynnst þessum yndislega manni sem Don hafði að geyma. Elsku Kolla, hugur okkar er hjá þér en einnig sendum við börnum Dons og öðrum aðstand- endum og vinum hlýjar samúðar- kveðjur. Guðbjörg, Ágústa, Ing- ólfur, Guðný, Arnbjörg og Markús. Donald Lewis Martin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.