Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 Skv. lögum nr. 64/ 1994, um vernd, friðun og veiðar villtra dýra, gr. 6, eru öll villt dýr friðuð á Íslandi. Eiður Guðnason mun hafa ýtt þessari tímamóta- markandi lagasetn- ingu úr vör, en það var Össur Skarphéð- insson, sem kom henni á. Þökk sé þessum mætu mönnum fyrir þetta framlag til dýra- og lífríkisverndar landsins. Skv. 7 gr. laganna má veita und- anþágur frá friðun á þessum for- sendum: „Ákvörðun um að aflétta friðun … skal byggjast á því að við- koma stofns sé nægileg til þess að vega upp á móti afföllum vegna veiða …“. M.ö.o. má ekki veiða meira, en sem nemur viðkomu stofns. Stofnar villtra dýra ættu því í grundvallar atriðum að vera minnst þeir sömu nú og var við gildistöku laganna 1994. Sú stofnun sem ber ábyrgð á framkvæmd laganna er Umhverf- isstofnun í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðherra og að nokkru Náttúrufræðistofnunar Íslands sem gegnir meira ráðgefandi hlutverki. Ef við skoðum stöðu villtra dýra í landinu í dag í ljósi þessara laga kemur fljótt í ljós að þau hafa verið vanrækt og brot- in í framkvæmd í stórum stíl. Verður Umhverfisstofnun að teljast bera megin- ábyrgð á því ásamt nokkrum ráðherrum. Vorstofn rjúpna við setningu laganna virð- ist hafa verið um 300 þúsund fuglar. Í fyrra var hann kominn niður í um 100 þúsund. Hefur gr. 7 því verið þverbrotin hvað varðar rjúp- una enda er rjúpan komin á útrým- ingarstig skv. öllum alþjóðastöðlum um útrýmingu dýra. Minna má á að á öndverðri síðustu öld munu hafa verið allt að 5 milljónir rjúpna í landinu. Mikill skuggi og skömm hvílir yf- ir þeim veiðimönnum sem að þess- ari útrýmingu hafa staðið af eigin- girni og tillitsleysi gagnvart fuglinum og lífríkinu svo og yfir þeim stjórnvöldum sem þetta hafa leyft. Óskiljanlegt er að veiðar skyldu vera leyfðar aftur haustið 2005 þó að rjúpnastofninn hefði við friðun 2003 og 2004 tekið nokkuð við sér því hann var enn langt undir stofn- stærð 1994. Hefði verið við hæfi að viðhalda friðun um ókomna daga en þessi blessaða vera hefur verið hrelld og ofsótt meira en flestar líf- verur aðrar í gegnum tíðina þó að raunverulegt þörf á veiðum hafi lengi engin verið. Ráðherra virðist ekki hafa stað- izt þrýsting veiðimanna enda fjöldi atkvæða í húfi; rjúpnaveiðimenn í landinu munu vera um 6.000. Þeir telja það sport og skemmtun að særa, limlesta og drepa þennan fagra og saklausa fugl, sem prýtt hefur og auðgað lífríki landsins, og það í mörgum tilfellum með kol- ólöglegum veiðiaðferðum. Kunnugir segja mér að algengt sé að rjúpur séu drepnar með hálf- sjálfvirkum eða alsjálfvirkum haglabyssum, sem taka 5-6 skot- hylki þó að bannað sé frá 1998 að beita vopnum sem taka fleiri en 2 skothylki. Landsþekktur rjúpnaveiðimaður, Indriði á Skjaldfönn, segir mér að hann og gamlir vinir og veiðifélag- ar hans víða um landið geti staðfest að svokallaðar „pumpur“ séu notað- ar í miklum mæli bæði við rjúpna- veiðar, gæsaveiðar og aðrar veiðar villtra dýra, þvert á 9. grein nefndra laga nr. 64/1994, en hér er Umhverfisstofnun enn að vanrækja skyldur sínar um eftirlit með fram- kvæmd laganna. Indriða ofbauð svo þessar villi- mannlegu veiðiaðferðir „sportveiði- manna“ þar sem dælt var haglaéli á fljúgandi fugla – margir drepnir en margir líka særðir til þess eins að komast undan veiðimanni og drepast svo í hörmungum og kvöl – að hann hætti öllum rjúpnaveiðum. Skv. upplýsingum NÍ hafa afföll við rjúpnaveiðar verið allt að 40% og má ætla að þriðji hver fugl sær- ist og limlestist í haglaéli án þess að drepast strax. Ólafur Nielsen, helzti sérfræðingur landsins í rjúpnamálum, telur jafnvel að tölu- verður hluti „affalla“ sé fuglar sem veslist upp og drepist af áfalli og sorg yfir missi maka, afkvæma og félaga en rjúpan er einkvænisdýr og búa rjúpa og karri saman ævi- langt. Varðandi aðra villta fugla er van- ræksla og lögbrot Umhverfisstofn- unar og flestra umhverfis- og auð- lindaráðherra ennþá meira og stærra og að mati undirritaðs stór- felld skömm og hneyksli. Samkvæmt samantekt fimm helztu vísindamanna landsins á sviði líffræði og vistfræði villtra fugla, sem lögð var fram á ráð- stefnu um sjálfbærni fugla landsins í fyrrahaust, en undirritaður komst yfir eintak af þessari skýrslu, er mikill hluti villtra fugla í bráðri út- rýmingarhættu svo að nálgast út- rýmingarstig. Má hér nefna svartbak, hvítmáf, lunda, toppskarf, hrafn, kjóa og grágæs, auk rjúpu, álku og stokk- andar. Alls eru 17 fuglategundir í bráðri eða mjög bráðri útrýmingarhættu, að mati vísindamannanna, og fer veiðiálag upp í 25-falt þess sem lög- in leyfa en Umhverfisstofnun og flestir þeirra 11 ráðherra sem farið hafa með völdin frá 1994 hafa van- rækt og brotið lög 64/1994, gr. 7 með atferli sínu eða öllu heldur vanrækslu og veigrun skyldna. Ísland var harðbýlt land fyrir dýr og menn og er dýra- og lífríki landsins fátækt. Það er því hörmu- legt og óásættanlegt fyrir lands- menn, ef vilja- eða getulaus stjórn- völd og kærulitlir eða ábyrgðarlausir stjórnmálamenn leyfa sér að vanrækja og brjóta lög Alþingis í slíkum mæli að fjölmörg- um tegundum lífríkisins verði út- rýmt. Stórfelld vanræksla og lögbrot Umhverfisstofnunar og ráðherra Eftir Ole Anton Bieltvedt » Skuggi og skömmhvílir yfir veiði- mönnum sem að þessari útrýmingu hafa staðið af eigingirni og tillitsleysi, svo og stjórnvöldum sem þetta hafa leyft. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Í framhaldi EFTA- dóms um bann við innflutningi á hráu kjöti hefur orðið nokkur umræða um hann og þau mál sem honum tengjast. LBHÍ og BÍ efndu til málstofu um efnið á Hvanneyri föstudag- inn 24. sl. Fundurinn var vel sóttur og að- standendum hans til sóma, þó að í ljósi þess að háskóli stóð að fund- inum hefði mögulega verið eðlilegt að fjölþættari sjónarmið ættu þarna talsmenn. Þó að framsögu- menn væru með málefnaleg erindi var á köflum fullmikill trúboðs- blær á sumum þeirra, hið minnsta fyrir okkur sem sótt höfum marg- oft slíka fundi. Gallinn við fundi á því formi sem þessi er að of lítið kemur fram af nýjum sjónar- miðum og umræða sem miðar að því að styrkja trúarbræður í trúnni skilar máli ekki til þrosk- aðri umræðu. Á þessu var samt ein undan- tekning sem var erindi Ólafs Vals- sonar, dýralæknis. Ólafur hefur um áratugi starfað víða um heim við verkefni í matvælaeftirliti, far- aldsfræði og fleira, ekki minnst í tengslum við löggjöf EB. Þekking hans á málunum frá mörgum hlið- um er meiri en meðal flestra hér- lendra manna. Hann lagði mikla áherslu á það í erindi sínu að um- ræðan yrði að komast úr hjólför- um síðustu ára. Nauðsynlegt væri að vinna að áhættumati fyrir kjöt- markaðinn hér á landi. Umræðuna væri þá mögulegt að byggja á miklu traustari grunni en hún fer fram á í dag. Umræðan nú ein- kennist um of af því að öllu er hellt í eina skál og hrært saman mikilvægum og óviðkomandi þátt- um og kássan þannig matreidd. Þetta er að sjálfsögðu ekki boðlegt. Umræð- an þarf á stig áhættu- mats þar sem þekk- ing er tengd saman og áhrif og líkleg áhætta metin með rökum. Þetta er staða þessa máls sem öllum sem að því hafa unnið á umliðnum árum ætti að vera löngu ljós og hvert stefndi. BÍ telur sig líklega hafa átt að gæta hagsmuna ís- lensks landbúnaðar í þessu máli. Mér vitanlega sér þess því miður hvergi stað í öflun nauðsynlegra upplýsinga. Áhættumat er m.a. að steypa saman í samfelldan vef upplýsingum og þekkingu sem að málum snýr. Því miður þá hefur síðasta áratuginn verið starfslag tveggja síðustu framkvæmda- stjóra og formanna BÍ að hrinda af höndum sér allri gagnaöflun sem þeir hafa átt möguleika á í stað þess að byggja hana skipu- lega upp t.d. í málum sem þessu. Þetta eru þungar ásakanir en því miður réttar. Viðkomendur bera líklega af sér sakir telji þeir sig það geta. Hinn listann tel ég mig þekkja og hann er frekar langur. Fyrst ég sting niður penna get ég um leið ekki látið hjá líða að nefna skrif framkvæmdastjóra „Icelandic lamb“ eins og hann vill víst að hann sé ávarpaður. Í grein í Fréttablaðinu á fimmtudag og hér í blaði um helgina fer hann að tengja innflutningsmálin á fylli- lega óboðlegan hátt við verndun erfðaefnis búfjár hér á landi. Fréttablaðsgreinina gat ég að vísu ekki skilið, um hvað hann var að ræða, og svo var víst um fleiri. Það er fyllilega eðlilegt þegar hann á í hlut. Hann skrifar það oft um hluti sem hann hefur nán- ast enga þekkingu á og þaðan af minni skilning. Þar sem ég hef unnið að þessum málum bæði hér á landi og á Norðurlöndunum allt frá því þau koma til umræðu fyrst 1972 læt ég nægja að segja að þessi málflutningur er bull. Vegna málefna verndunar erfðaefnis bú- fjár frábið ég mér að höfundur beri frekara bull um þessi mál á borð fyrir aðra. Það er ljóst að fyrir alla ís- lensku þjóðina er mikilvægt að mál sem tengjast innflutningi á landbúnaðarvörum fái að þróast á grunni þekkingar, upplýsinga og reynslu. Málið þarf víðtækari um- ræðu þar sem staðreyndir er reynt að meta á sem málefnaleg- astan þátt. Í þessu máli þarf eins og Ólafur Valsson lagði áherslu á á Hvanneyrarfundinum næsta skref að vera að vinna að og koma í framkvæmd vönduðu og traustu áhættumati fyrir íslenska kjöt- markaðinn. Til að svo megi verða þurfa íslenskir bændur að skipta hratt út nokkrum toppum. Þeir sem nú sitja og virðast ekki skilja málið eru best geymdir í kuld- anum. Nóg er til af ungu og vel menntuðu fólki með skilning á málinu til að fylla í skörðin sem þeir skilja eftir. Umræða um innflutning á hráu kjöti í kjölfar EFTA- dóms Eftir Jón V. Jónmundsson » Í þessu máli þarf,eins og Ólafur Vals- son lagði áherslu á, næsta skref að vera að vinna að og koma í framkvæmd áhættu- mati fyrir íslenska kjöt- markaðinn. Jón Viðar Jónmundsson Höfundur er fv. starfsmaður BÍ og flestra landbúnaðar- stofnana á Íslandi. jvj111@outlook.com „Embætti þitt geta allir séð en ert þú sem ber það maður.“ Þess- ar ljóðlínur Einars Benediktssonar úr kvæðinu „Messan á Mosfelli“ komu upp í hugann eftir að hafa heyrt af þrautagöngu krabbaveiks manns. Erindi hans til emb- ættismanna Reykja- víkurborgar var að leita eftir skilningi á erfiðri stöðu hans þegar hann þarf að leggja ökutæki sínu við Landspít- alann á meðan hann mætir í lyfjagjöf. Á rúmu ári hefur þessi ungi, krabba- meinsveiki fjölskyldufaðir, greitt rúmlega sextíu þúsund krónur í bíla- stæðagjöld. Hann leitaði því til emb- ættismanna borgarinnar og spurði hvort ekki væri hægt að taka tillit til þeirra sem kæmu reglulega í lyfja- gjöf á spítalann, t.d. með útgáfu skír- teinis sem hægt væri að koma fyrir í glugga ökutækisins sem kvæði á um að viðkomandi væri undanþeginn greiðsluskyldu. Hann benti á að slíkt kort væri hægt að veita krabba- meinsveikum í tiltekinn tíma, skv. læknisvottorði, og það myndi aðeins gilda í ákveðinn tíma á meðan sjúk- lingurinn væri í lyfjameðferð. Hann lét þess einnig getið við embættis- mennina að slík kort fengju krabba- meinsveikir í nágrannalöndunum, þannig að þeir væru fráleitt að finna upp hjólið í þeim efnum. Svarið sem hann fékk var „nei“ og honum bent á að ef hann fengi sekt á bílastæðinu, gæti hann komið og fengið hana endurgreidda hjá Bíla- stæðasjóði. Engin önnur úrræði voru í boði. Þegar hann spurði um ástæð- una var svarið nánast eins og í breska spaugþættinum: „The computer says no“. Ungi maðurinn varð frá að hverfa og hélt áfram að dæla pen- ingum í gjaldvélina við Landspítalann einu sinni í viku – enda fráleitt með heilsufar til að eltast við endur- greiðslu í hvert sinn sem hann færi fram yfir tím- ann á bílastæðinu. Já, það gerist því mið- ur oft að sektarmiði rat- ar á ökutæki krabba- meinsveikra þar sem þeir geta sjaldnast áætl- að þann tíma sem með- ferðin tekur í hvert sinn. Maður spyr sig hvor það myndi tefla fjárhags- legri afkomu Bílastæða- sjóðs í voða ef krabbameinsveikum yrði veitt endurgjaldslaus bílastæði þann tíma sem þeir væru í lyfjameð- ferð? Nóg er nú samt sem langveikir þurfa að greiða í heilbrigiskerfinu, reyndar svo mikið að margir eru að sligast undan þeirri greiðslubyrði. Krabbameinsveikt fólk, og fjölskyld- ur þess, hafa nægar áhyggjur þótt ekki bætist við fjárhagsáhyggjur sem beinlínis má rekja til sjúkdómsins. Við, sem berjumst fyrir hagsmunum þessa þjóðfélagshóps, krefjumst þess að embættismenn Reykjavíkur- borgar (sem fá margir hverjir endur- gjaldslaus bílastæði, þótt fullfrískir séu) líti upp úr reglugerðafarganinu og taki ákvarðanir með hjartanu. Það er hægur vandi. Leyfið tölvunni að segja „já“ og sýnið í verki að þið séuð menn. Embætti þitt geta allir séð Eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Ragnheiður Davíðsdóttir » Það gerist því mið- ur oft að sektar- miði ratar á ökutæki krabbameinsveikra þar sem þeir geta sjaldnast áætlað þann tíma sem meðferðin tekur í hvert sinn. Höfundur er verkekfnastjóri Krafts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.