Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017
TAKTU ÞÁTT Í AÐ BYGGJA
BRUNNA Í AFRÍKU
ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK!
SENDU HJÁLP NÚNA MEÐ ÞVÍ AÐ
- greiða valgreiðslu í heimabanka – 2500 kr.
- hringja í söfnunarsíma 907 2003 – 2500 kr.
- leggja til framlag á framlag.is
- gefa gjafabréf á gjofsemgefur.is
- leggja inn á söfnunarreikning okkar
0334-26-50886, kt. 450670-0499
PIPAR\TBW
A
-SÍA
-165297
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, og æðstu embættismenn
Evrópusambandsins náðu ekki sam-
komulagi í deilunum um Brexit á
fundi sínum í Brussel í gær en sögð-
ust vera vongóð um að það tækist
síðar í vikunni.
May og og Jean-Claude Juncker,
forseti framkvæmdastjórnar ESB,
skýrðu frá þessu síðdegis í gær eftir
að þau höfðu rætt þrjú helstu ágrein-
ingsmálin: landamæri Írlands og
Norður-Írlands, svonefndar „skiln-
aðargreiðslur“ Breta vegna útgöng-
unnar og réttindi ríkisborgara ESB-
ríkja sem búa í Bretlandi. Embætt-
ismenn ESB hafa sagt að ekki verði
hægt að hefja samningaviðræðurnar
um Brexit á leiðtogafundi ESB 15.
desember nema samkomulag náist í
þessum þremur málum.
Hermt er að May og leiðtogar
ESB hafi orðið ásátt um að Bretar
greiði 45 til 55 milljarða evra fyrir
útgönguna úr ESB, þrátt fyrir and-
stöðu margra Brexitsinna í Bret-
landi við slíkar greiðslur. Að sögn
fréttaveitunnar AFP eru leiðtogarn-
ir nálægt samkomulagi um réttindi
ESB-borgara í Bretlandi en enn er
deilt um hvort þeir eigi að njóta
verndar Dómstóls Evrópusam-
bandsins.
Breskir og írskir fjölmiðlar sögðu í
gær að Theresa May hefði samþykkt
málamiðlun sem fælist í því að
Norður-Írland lyti í raun reglum
tollabandalags og innri markaðar
ESB. Hún er hins vegar sögð hafa
þurft að fresta því að staðfesta slíkt
samkomulag vegna andstöðu leið-
toga DUP, flokks sambandssinna á
Norður-Írlandi sem hefur varið
minnihlutastjórn breskra íhalds-
manna vantrausti. May gerði hlé á
fundinum með Juncker til að hringja
í leiðtoga DUP, Arlene Foster, sem
sagði seinna í yfirlýsingu að ekki
kæmi til greina að samþykkja lausn
sem fæli í sér að Norður-Írland lyti
öðrum reglum en önnur svæði Bret-
lands. Leiðtogar heimastjórna Skot-
lands og Wales og borgarstjóri
Lundúna sögðu að ef Norður-Írlandi
ætti að lúta reglum tollabandalags-
ins myndu þeir krefjast þess að það
sama gilti um Skotland, Wales og
höfuðborgina.
May og leiðtogar ESB náðu
ekki samkomulagi um Brexit
Vonast eftir
málamiðlunarlausn
síðar í vikunni
fer úr ESB
verður áfram í ESB
Landamæri Írlands og Norður-Írlands
Óvissa um landamærin hefur torveldað samningaviðræður um Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu
500 km
400
30.000 3%
Landamæri
Búferla-
flutningarÁ móti Brexit Viðskipti
Með
Í RSKA
LÝÐVELDIÐ
NORÐUR-
ÍRLAND
Belfast
48
Flestir N-Írar greiddu atkvæði gegn
Brexit
52
Allt Bretland
vegir yfir landamærin
löng
Áætlaður samdráttur
í vergri landsframleiðslu
N-Írlands vegna Brexit
fara yfir landamærin
daglega vegna vinnu
Óhindruð viðskipti
Heimild: Evrópuþingið
Írskir ríkis-
borgarar eiga
rétt á að flytja
til N-Írlands
(og þar með
Bretlands)
Fólk fætt á
N-Írlandi á
rétt á að fá
ríkisborgara-
rétt á Írlandi
(þar með í ESB)
BRETLAND
Ámóti
N-Írland
44
56
Norður-Írland
Norður-
Írland
Írland
Írland
57%
til ESB
Útflutn-
ingur
Útflutn-
ingur
til ESB
21
17
34%
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Oriol Junqueras, sem var vikið úr
embætti varaforseta héraðsstjórnar
Katalóníu, og þrír aðrir af forystu-
mönnum katalónskra sjálfstæðis-
sinna verða áfram í fangelsi á meðan
þáttur þeirra í sjálfstæðisyfirlýsingu
þings Katalóníu verður rannsakað-
ur, samkvæmt úrskurði spænsks
dómara í gær. Sex aðrir fyrrverandi
ráðherrar héraðsstjórnarinnar voru
látnir lausir gegn því að hver þeirra
legði fram tryggingu að andvirði
100.000 evrur, jafnvirði 12,3 milljóna
króna.
Dómari í hæstarétti Spánar úr-
skurðaði í gær að Junqueras og hinir
sjálfstæðissinnarnir þrír yrðu áfram
í varðhaldi þar sem hætta væri á að
þeir endurtækju ella brot sín. Sak-
borningarnir hafa verið ákærðir fyr-
ir uppreisn, uppreisnaráróður gegn
spænska ríkinu og misnotkun á opin-
beru fé í tengslum við atkvæða-
greiðslu sem haldin var um sjálf-
stæði Katalóníu 1. október eftir að
dómstólar úrskurðuðu að hún væri
brot á stjórnarskrá Spánar.
Úrskurðað í máli
Puigdemonts í næstu viku
Spænsk yfirvöld hafa krafist þess
að Carles Puigdemont, sem var vikið
úr embætti forseta héraðsstjórnar
Katalóníu, og fjórir af fyrrverandi
ráðherrum hans verði framseldir til
Spánar frá Belgíu. Fimmmenning-
arnir fóru til Brussel eftir sjálf-
stæðisyfirlýsingu þings Katalóníu
27. október. Réttarhald fór fram í
máli Puigdemonts og félaga hans í
Belgíu í gær og gert er ráð fyrir að
dómari úrskurði á fimmtudaginn í
næstu viku hvort verða eigi við fram-
salskröfunni.
Puigdemont, Junqueras og ráð-
herrarnir fyrrverandi verða í fram-
boði í kosningum sem spænsk
stjórnvöld hafa boðað í Katalóníu 21.
desember þegar nýtt héraðsþing
verður kosið. Kosningabaráttan
verður sérkennileg í ljósi þess að for-
ystumenn flokka sjálfstæðissinna
verða í fangelsi eða útlegð. Flokk-
arnir hafa sakað spænsk stjórnvöld
um að halda „pólitískum föngum“ og
beita sjálfstæðissinna í Katalóníu
kúgun.
Skoðanakannanir benda til þess
að Katalónar séu klofnir í afstöðunni
til sjálfstæðis héraðsins og að erfitt
verði fyrir sjálfstæðissinna að halda
meirihluta sínum á þinginu. Flokkar
sjálfstæðissinna fengu 47,8% at-
kvæðanna og meirihluta þingsæta í
síðustu kosningum í Katalóníu árið
2015 en kannanirnar benda til þess
að fylgi þeirra sé nú um 45%. Ólíkt
kosningunum árið 2015 bjóða flokk-
arnir ekki fram sameiginlega að
þessu sinni.
Frambjóðendum
haldið í fangelsi
Kosið í Katalóníu í skugga saksókna
AFP
Í útlegð Kosningaspjald með mynd
af Carles Puigdemont í Katalóníu.
Yfirvöld í Kína hafa lokað skóla í
borginni Fushun þar sem konum
var kennt að vera hlýðnar og undir-
gefnar eiginmönnum sínum.
Menntamálastofnun landsins sagði
að skólinn hefði brotið gegn grunn-
hugsjónum kínverska kommúnista-
flokksins. Á myndbandi, sem dreift
hefur verið á netinu, sjást kennarar
skólans mæla gegn jafnrétti
kynjanna. Þeir ráðlögðu stúlkum
og konum að hlýða alltaf feðrum,
eiginmönnum og sonum sínum.
Þeim var meðal annars sagt að
veita aldrei mótspyrnu þegar þær
væru beittar ofbeldi, þræta aldrei
þegar þær væru skammaðar og
skilja ekki við eiginmenn sína.
KÍNA
Skóla sem kenndi
konum hlýðni lokað
Yfirvöld á Möltu
sögðust í gær hafa
handtekið tíu
menn í tengslum
við morðið á
blaðakonunni
Daphne Caruana
Galizia sem beið
bana þegar
sprengja sprakk í
bíl hennar 16.
október.
Embættismenn veittu ekki frekari
upplýsingar um hina handteknu. Á
vefsíðu sinni fjallaði Caruana Galizia
um spillingu í stjórnkerfinu. Þar
komu m.a. fram ásakanir um mútu-
þægni samstarfsmanna forsætisráð-
herra landsins og einnig forystu-
manna stjórnarandstöðuflokka.
MALTA
Handtökur vegna
morðs á blaðakonu
Daphne
Caruana Galizia