Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 VEIÐIHNÍFAR Í ÚRVALI VERÐ FRÁ 3.980.- Lau egi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.isgav Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is H ugmyndin að þessari bók kviknaði fyrst sem mynd í höfðinu á mér fyrir nokkrum árum þegar ég settist niður hjá eldri stráknum mínum í leikskólanum hans. Stóllinn sem ég sat á var allt of lítill, enda stólarnir þar hugsaðir fyrir börnin, og mér fannst fyndið að vera fullorðinn ein- staklingur innan um allt of lítil hús- gögn. Þá fór ég að sjá fyrir mér gaml- an karl sem væri nemandi í leikskóla, en mér fannst fyndnara að færa hann upp í fyrsta bekk grunnskóla, þar sem hann væri fastur og passaði hvergi inn,“ segir Bergrún Íris Sæv- arsdóttir, höfundur bókarinnar Elst- ur í bekknum, en þar segir frá Eyju sem er að byrja í fyrsta bekk í grunn- skóla, en sessunautur hennar er Rögnvaldur, 96 ára. „Hann neitar að læra að lesa og hefur ekki komist upp úr fyrsta bekk, í 90 ár. Mér fannst fyndið að sjá þennan 96 ára karl fyrir mér í leik- tækjunum úti á skólalóðinni, í sand- kassanum og rennibrautinni. Hann er réttur maður á réttum stað en á kolröngum tíma.“ Frumskógur á skólalóð Söguhetjan Eyja er nýflutt í hverfið og þekkir því engan í bekkn- um. „Þegar börn byrja í grunnkóla er alltaf gert ráð fyrir að þau séu rosa- lega spennt, en þetta getur verið mjög ógnvekjandi og þetta er stórt skref fyrir lítil börn. Fullorðna fólkið er alltaf að segja þeim að þetta sé skemmtilegast í heimi, en svo koma þau úr frjálsræðinu og notalega um- hverfinu í leikskólanum, yfir í frum- skóginn sem er á skólalóð grunnskól- ans. Þar eru ekki einu sinni grindverk og hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Það er stórt stökk fyrir litlar sálir. Eyja er einmitt vön að vera örugg með sig í leikskólanum þar sem allir eru vinir hennar, en í nýja skólanum þekkir hún engan. Fyrir krakka sem finnst af ein- hverjum ástæðum kvíðvænlegt að byrja í grunnskóla, er tilvalið að spjalla um það við þau með því að lesa með þeim þessa bók. Eyja reynir lengi að vera sterk og segir ekkert, en mamma hennar og pabbi eru svo vön að allt sé í lagi hjá henni, þau sjá því ekki alveg strax að það sé ekki allt í lagi. En loksins þegar hún opnar sig og segir hvað er að trufla sig, þá verður allt svo miklu betra. Það Við þurfum færri skjái en fleiri bækur „Sú stund sem varið er í að lesa með barni eða fyrir barn er mikil gæðastund, fyrir nú utan hvað það hægir á okkur foreldrum. Það er ekki nóg að ýta barninu að bókahillunni og vera foreldri á Facebook í símanum á meðan barnið les. Við verðum að róa okkur niður saman og hægja á okkur. Það skapast yndisleg nánd við að lesa saman, sérstaklega bækur sem gefa pláss fyrir samræður,“ segir Berg- rún Íris Sævarsdóttir sem sendir frá sér bókina Elstur í bekknum. Frumskógurinn Skólalóðin getur verið ógnvænleg fyrir litlar sálir. Leið Eyja kvíðir því að fara í skólann eftir jólafrí og vill ekki fara á fætur. Bataskóli Íslands stendur fyrir mál- þingi með yfirskriftinni Öld einmana- leikans kl. 16.30 í dag, þriðjudaginn 5. desember, í Háskólanum í Reykja- vík, Menntavegi 1. Fyrirlesarar eru Sigrún Daníels- dóttir, sálfræðingur hjá Embætti landlæknis, Halldóra Jónsdóttir, geð- læknir og yfirlæknir bráðadeild og bráðamóttöku Landspítalans, og Óttar Guðbjörn Birgisson, sálfræð- ingur hjá Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Fundarstjóri verður Þorsteinn Guðmundsson, leikari og annar verk- efnisstjóra Bataskóla Ísland. Allir eru velkomnir. Bataskóli Íslands er tilraunaverk- efni Reykjavíkurborgar og Geð- hjálpar. Námskeið í eitt skólaár fyrir fólk, 18 ára og eldri, sem hefur glímt við geðrænar áskoranir, aðstand- endur og starfsfólk á heilbrigðissviði, að kostnaðarlausu. Vefsíðan www.bataskoli.is Morgunblaðið/Atli Vigfússon Nútíminn Þótt mennirnir séu í eðli sínu félagsverur eru margir einmana. Öld einmanaleikans Hlemmur Mathöll verður Hlemmur Geithöll milli kl. 16 og 18 á morgun, miðvikudaginn 6. desember. Útskriftarnemar í meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands standa þar fyrir viðburði tileinkuðum íslensku geitinni, sem er afrakstur verkefnis sem unnið var í samstarfi við fjölmarga aðila. Íslenska geitin hefur verið kölluð kýr fátæka manns- ins vegna þess hve létt hún er á fóðr- um og plássnett. Hægt verður að heilsa upp á tvær geitur við Hlemm, inni verður hægt að skoða afrakstur verkefnisins, sem er m.a. bók með upplýsingum og sög- um um íslensku geitina. Margnota taupokar verða til sölu, hægt verður að smakka þurrkaðar geitakryddpylsur og þurrkað geita- kjöt. Á matseðli veitingastaðanna Kröst, Skál og La Poblana verða réttir úr geita- kjöti. Í tilkynningu frá meistaranemunum segir að geita- mjólk þyki afar holl, kjötið sé fitu- snautt og próteinríkt og að hafa megi ýmsar nytjar af íslensku geitinni. Ennfremur að verðmæti geitastofns- ins sé bæði menningarlegt og erfða- fræðilegt og ullarlag geitarinnar sér- stakt. Endilega … … heilsið upp á tvær geitur Norðurlönd í fókus boðar til opins fundar í Norræna húsinu kl. 12-13.15 í dag, þriðjudaginn 5. desember, til að ræða norræna velferð til fram- tíðar. Í sumar fékk Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráð- herranefndarinnar, Árna Pál Árna- son, fyrrverandi félags- og trygg- ingamálaráðherra, til að vinna stefnumótandi úttekt á samstarfi Norðurlandanna á sviði félagsmála. Úttektin er sú sjötta sem unnin er í norrænu samstarfi og er ætlað að greina þær áskoranir sem Norður- lönd standa frammi fyrir í velferðar- málum og hvernig hægt sé að nýta norrænt samstarf til að mæta þeim. Á fundinum fer Árni Páll yfir hvað felst í úttektinni og hvernig vinnunni miðar. Hverjar verða helstu áskoranir í velferðarþjónustu á næstu árum? Er til eitthvað sem heitir norrænt velferðarmódel? Hvar stendur Ísland í norrænum sam- anburði? Að erindi loknu eru pall- borðsumræður um úttektina og málaflokkinn. Fundarstjóri er Bogi Ágústsson fréttamaður og er fund- urinn öllum opinn. Norðurlönd í fókus með opinn fund í Norræna húsinu Hverjar eru helstu áskoranir í velferðarþjónustu næstu árin? Morgunblaðið/Sverrir Velferðarmódel Er til eitthvað sem heitir norrænt velferðarmódel? Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.