Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017
»Verðlaunaleikritið Leitin að jól-
unum eftir Þorvald Þorsteinsson
sem byggt á jólasveinavísum
Jóhannesar úr Kötlum var sýnt í 300.
sinn í Þjóðleikhúsinu um helgina.
Uppfærslan var frumsýnd á aðvent-
unni 2005 í leikstjórn Þórhalls Sig-
urðssonar og hefur síðan snúið aftur
árlega við miklar vinsældir, því upp-
selt hefur verið á nær allar sýningar.
Fram að jólum þetta árið verða sýnd-
ar 23 sýningar. Þegar sýningunni lýk-
ur síðar í þessum mánuði munu sam-
tals 30 þúsund gestir hafa séð Leitina
að jólunum á síðustu 13 árum. Í aðal-
hlutverkum verksins eru álfarnir
Raunar og Reyndar sem í ár eru leiknir af Ólafi Agli Egilssyni og Esther Talíu
Casey, en Hallgrímur leikur einnig hlutverk Raunars á móti Ólafi. Þetta er
fjórða árið í röð sem Hallgrímur leikur hlutverk Raunars, en Ólafur hefur
leikið hlutverkið samtals sjö aðventur frá árinu 2008.
Leitin að jólunum sýnd í 300. sinn í Þjóðleihúsinu
Gleðistund Um 40 leikarar og tónlistarmenn hafa komið að Leitinni að jólunum frá frumsýningu 2005.
Hjón Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey í
hlutverkum sínum sem álfarnir Raunar og Reyndar.
Þarna Margt spennandi bar fyrir augu ungra leikhúsgesta í Þjóðleikhúsinu.
Ferðalag Grýla kom askvaðandi niður af lofti á leið sinni niður í kjallara.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rithöfundurinn og blaðamaðurinn
David Lagercrantz, höfundur ævi-
sögunnar Ég er Zlatan Ibrahimo-
vic, vinnur nú að kvikmyndahand-
riti upp úr bókinni. Frá þessu
greinir Politiken. Þar kemur fram
að bókin, sem út kom fyrir sex ár-
um, hafi verið ungum, sænskum
drengjum mikil hvatning til að lesa.
Í Svíþjóð einni seldust rúmlega
milljón eintök af bókinni.
„Ég get staðfest að ég vinn nú að
handriti og ég held að það verði
gott,“ hefur Aftonbladet eftir Lag-
ercrantz. Þar upplýsir hann að
Ibrahimovic muni taka virkan þátt í
gerð kvikmyndarinnar og leggja fé
í framleiðsluna sem verður undir
merkjum B-Reel Film. Ráðgert er
að handritið verði tilbúið í mars á
næsta ári, en þá tekur við leit að
aðalleikara og leikstjóra. Myndin
mun einblína á æsku fótbolta-
mannsins og yngri fullorðinsár.
Fyrir nokkrum árum vakti það at-
hygli þegar Lagercrantz upplýsti á
bókmenntahátíð í Bretlandi að
hann hefði víða í bókinni lagt Ibra-
himovic orð í munn til að þau hljóm-
uðu betur. „Ég skrifaði bókina um
Zlatan og sá fyrir mér að þetta væri
skáldskapur,“ segir Lagercrantz.
Saga Zlatans Ibrahimovic á hvíta tjaldið
Kraftur Zlatan Ibrahimovic í ham á
vellinum fyrir Manchester United.
BÍÓ
áþriðjudögum í Laugarásbíó
750
á allarmyndir nema íslenskar
kr.
FRÍ
ÁFYLL
ING
Á GOS
I
Í HLÉI
SÝND KL. 5.30SÝND KL. 8, 10.15
SÝND KL. 8, 10.25
SÝND KL. 6
SÝND KL. 5.30, 8, 10
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
ICQC 2018-20