Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017
Hvað segirðu, afmælið mitt? Ég hef nú bara ekki haft nokkurntíma til að hugsa um það. Ég hef verið að undirbúa mig undirlengsta borgarstjórnarfund ársins sem verður haldinn á
morgun [í dag] þegar ég verð fimmtugur. Þá fer fram í borgarstjórn
árleg umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og endanleg af-
greiðsla hennar. Þetta er svolítið sambærilegt við umræður og af-
greiðslu á fjárlögum á Alþingi, nema við afgreiðum fjárhagsáætl-
unina á einum borgarstjórnarfundi sem hefst klukkan eitt á morgun
og mun að öllum líkindum standa töluvert fram að miðnætti, ef ekki
fram á næsta morgun.“
Og er ekki borgin bara í góðum fjárhagsmálum í góðærinu?
„Nei, það er hún því miður ekki. Borgarsjóður skuldar um 100
milljarða og borgarsamstæðan tæpa 300 milljarða. Það er óviðunandi
að skuldir borgarinnar aukist stöðugt þegar mesta góðæri Íslands-
sögunnar er í hámarki. Við slíkar aðstæður eiga menn að greiða niður
skuldir, ekki bæta við þær. Það er einnig alvarlegt við þessa skulda-
stöðu að borgin hefur ekki verið að fjárfesta til framtíðar í stórverk-
efnum, eins og oft var raunin áður fyrr, borgin hefur grætt gríðar-
lega á húsnæðisskortinum og háum fasteignagjöldum að undanförnu
og útsvarið er í hámarki á meðan grunnþjónustan víkur fyrir gælu-
verkefnum og samgöngumannvirkjum er tæplega haldið við.“
Þú verður sem sagt með hugann við annað en afmælið á morgun?
„Já, örugglega. Svo sé ég bara til hvort ég hóa ekki í vini og félaga
þegar þetta er allt um garð gengið. En vinnan hefur forgang.“
Morgunblaðið/Eggert
Afmælisbarnið Það verður stórpólitískt stórafmæli hjá Kjartani í dag.
Pólitísk vinnutörn
allan afmælisdaginn
Kjartan Magnússon er fimmtugur í dag
S
tefán Sigurður Guðjónsson
fæddist í Reykjavík 5.
desember 1957. „Ég ólst
upp í Vesturbænum og
hef alltaf búið þar fyrir ut-
an þrjú ár í Lundúnum þegar ég var í
námi þar, og er KR-ingur og allt sem
því fylgir.“
Stefán lauk verslunarprófi frá
Verslunarskóla Íslands 1975, stund-
aði nám í markaðsfræðum við College
for the Distributive Trades í London
1975-1978, er cand. oecon. af endur-
skoðunarsviði Háskóla Íslands 1986
og lauk prófi í verðbréfaviðskiptum
frá Endurmenntunarstofnun HÍ
2001.
Stefán var viðskiptafræðingur hjá
Félagi íslenskra stórkaupmanna
1986, starfaði m.a. á skrifstofu Versl-
unarráðs Íslands á árunum 1989-
1991, var framkvæmdastjóri Fjár-
festingarsjóðs stórkaupmanna 1989-
2001, framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra stórkaupmanna (nú Félag
atvinnurekenda) 1991-2001, einnig
framkvæmdastjóri Íslensk-kínverska
viðskiptaráðsins 1995-2001. Stefán
hefur verið forstjóri heildverslunar-
innar John Lindsay hf. frá ársbyrjun
2002.
Stefán hefur verið aðalræðismaður
Bangladess á Íslandi frá 1995. Hann
sat í stjórn Byggungs 1982-1986, hef-
ur setið í stjórn Ottós ehf. (áður Skrif-
stofuvélar) frá 1987 og í stjórn Gólf-
efna/Teppalands frá 2002. Hann sat í
Global Blue frá stofnun til ársins 2006
og Nýju skoðunarstofunni (Frum-
herja) 1993-1997, sat í stjórn Húss
verslunarinnar 1983-2002, formaður
stjórnar Starfsmenntasjóðs versl-
unarinnar 2001-2006, sat í stjórn
Evrópusamtaka verslunarinnar 1992-
1995 og stjórn Sparisjóðs Vest-
mannaeyja 2011-2015. Stefán var
skipaður af fjármálaráðherra í nefnd
til endurskoðunar laga um álagningu
vörugjalda og skipaður 1999 af utan-
ríkisráðherra til setu í nefnd um
endurskoðun laga um Útflutningsráð
Íslands. Stefán sat í stjórn átaks-
verkefnis um endurheimt Brimnes-
skóga í Skagafirði frá 2007, formaður
stjórnar frá 2009, var formaður
stjórnar Fjárfestingarsjóðs stórkaup-
manna frá febrúar 2007 til 2011 og
Stefán S. Guðjónsson, forstjóri og konsúll – 60 ára
Fjölskyldan Stödd á Lómatjörn þar sem frænka Stefáns, Valgerður Sverrisdóttir, rekur ferðaþjónustu.
Sannur Vesturbæingur
Hjónin Stefán og Helga.
Akureyri Arnaldur Högni
Fossberg fæddist 5. des-
ember 2016 á Akureyri
og á því eins árs afmæli í
dag. Hann vó 3.504 g og
var 51 cm langur. For-
eldrar hans eru Björgvin
Theodór Arnarson og
Karen Júlía Fossberg.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is