Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 Egill Helgason skrifar um upp-rifjun Steinunnar Valdísar, f.v. borgarstjóra um þjóðkunna og nafngreinda einstaklinga sem æstu til hermdarverka gagnvart henni:    Þetta var í upp-lausnarástand- inu eftir hrun. Stundum lá við múgræði, að reitt fólk ætlaði að taka lögin í sínar eigin hendur. Í þessu til- viki snerist málið um stjórnmálamenn sem höfðu þegið fé frá stórfyrirtækjum í kosningabaráttu. Þar voru ýmsir nefndir til sög- unnar, eins og sjá má í fréttum frá þessum tíma, auk Steinunnar Guðlaugur Þór Þórð- arsson, Helgi Hjörvar, Björn Ingi Hrafnsson og fleiri. Auðvitað voru þessar styrkveitingar óeðlilegar – og síðar hafa verið sett lög sem gera þær óheimilar. En svona gerðust kaupin á eyrinni fyrir hrun.“    Þarna er margt sagt af kunn-uglegu kæruleysi. Í lögum frá árinu 2006 segir: Stjórnmála- samtökum og frambjóðendum er óheimilt að taka á móti hærri framlögum frá lögaðilum en sem nemur 300.000 kr. á ári.“ Þetta er tveimur árum „fyrir hrun“.    Það „lá ekki við múgræði.“ Sam-fylkingin missti sig eftir að fundur hennar var hertekinn í Leikhúskjallaranum og hljóp úr stjórn.    Og „RÚV“ útvarpaði beintáskorunum frá Austurvelli um persónulega aðför gegn ein- staklingum og heimilisfang þeirra var hrópað upp. Egill Helgason Óþörf ónákvæmni STAKSTEINAR Steinunn Valdís Óskarsdóttir Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ný alþjóðleg hraðskákstig voru birt um helgina. Stigahæsti hraðskák- maður landsins er Hjörvar Steinn Grétarsson með 2737 ELO-stig. Þetta er langhæsta stigatala sem Ís- lendingur hefur náð. Í næstu sætum eru Jóhann Hjartarson (2574 stig) og Helgi Áss Grétarsson (2548). Frammistaða Hjörvars í hrað- skákmótum hefur verið með ólíkind- um síðustu misseri, að sögn Gunnars Björnssonar for- seta Skáksam- bands Íslands. Hjörvar hefur unnið nánast öll mót sem hann hefur tekið þátt í með fullu húsi. Hefur lítið sem ekkert teflt er- lendis – látið það duga að keppa við landa sína. Hjörvari var boðin þátttaka á HM í hraðskák og atskák um jólin í Sádi- Arabíu en hann hafnaði boðinu, að sögn Gunnars. Hjörvar er reyndar meðal stiga- hæstu hraðskákmanna heims. Hann er þessa stundina númer 27 á heims- listanum. Neðar á listanum eru stór- stjörnur eins og Anand, Grischuk, Navara og Topalov. Heimsmeistar- inn Magnus Carlsen er í sérflokki með 2986 stig, er rúmlega 120 stig- um hærri en næsti maður, Aronian, sem hefur 2863 stig. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða skáksambandsins, FIDE, miðast hraðskák við skákir sem eru 10 mín- útur og styttri. Hins vegar er al- mennt teflt á ca 4-6 mínútum á mann, að sögn Gunnars. Hraðskák- tímamörk á EM og HM í hraðskák eru 3 mínútur auk 2 sekúndna við- bótartíma á hvern leik sem samsvar- ar 5 mínútum. Um helgina var einnig birtur listi yfir alþjóðleg atskákstig. Jóhann Hjartarson (2536 stig) er stigahæst- ur íslenskra skákmanna. Í næstu sætum eru Helgi Ólafsson (2524) og Þröstur Þórhallsson (2519). Meðal þeirra bestu í hraðskák Hjörvar Steinn Grétarsson Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRA RUSLAGÁMUR STEYPU SÍLÓ GEYMSLUBOX Galvaniseraðir ruslagámar Til á lager Auðveldar steypuvinnu. Til í ýmsum stærðum Frábær lausn til að halda öllu til haga á byggingarsvæði. Aukahlutir fyrir byggingakrana Kvarna-tengi 70 kr stk m/vsk. Veður víða um heim 4.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 0 súld Akureyri 1 alskýjað Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 8 rigning Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur -1 heiðskírt Helsinki 0 snjóél Lúxemborg 1 þoka Brussel 6 þoka Dublin 7 skýjað Glasgow 8 alskýjað London 8 alskýjað París 7 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 4 skúrir Berlín 3 léttskýjað Vín 2 skýjað Moskva 0 snjókoma Algarve 15 heiðskírt Madríd 10 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 13 heiðskírt Róm 10 heiðskírt Aþena 15 skýjað Winnipeg -4 snjókoma Montreal 0 léttskýjað New York 2 þoka Chicago 13 alskýjað Orlando 22 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:57 15:41 ÍSAFJÖRÐUR 11:36 15:12 SIGLUFJÖRÐUR 11:20 14:53 DJÚPIVOGUR 10:35 15:02 Halldóra Guðmundsdóttir og Þór- unn Sif Böðvarsdóttir, frambjóðend- ur til varaformanns Kennarasam- bands Íslands, hafa dregið framboð sín til baka vegna ásakana á hendur Ragnari Þór Péturssyni, nýkjörnum formanni Kennarasambandsins, um kynferðisbrot gegn barni fyrir 20 ár- um síðan. Halldóra sagði á framboðsfundi sambandsins að þó hún gæti ekki dæmt um sekt Ragnars þyrfti Kenn- arasamband Íslands að hafa allt sitt á hreinu. Það mætti ekki vera neitt skrítið í bakpoka fólks sem tekur að sér formennsku í félaginu. „Ég tel að trúverðugleiki Ragnars sé ekki nægur ef koma upp til dæmis mál af þessu tagi,“ sagði Þórunn Sif á fundinum, en hún tók jafnframt fram að ekki væri um að ræða dóm um sakleysi eða sekt Ragnars. Bæði Halldóra og Þórunn Sif munu endurskoða ákvörðun sína ef Ragnar tekur ekki að sér formanns- embættið. Aðrir frambjóðendur drógu ekki til baka sín framboð. vilhjalmur@mbl.is Draga framboð til baka  Vísa til ásakana um kynferðisbrot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.