Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 339. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. Alvarlegt umferðarslys …
2. Amir á leið aftur heim til Íslands
3. Héldu sín fyrstu jól saman í fyrra
4. Heilaskurðlæknir aðstoðaði …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Bókasafn Seltjarnarness heldur
bókmenntakvöld í kvöld kl. 19.30 og
verður boðið upp á jólaglögg og smá-
kökur. Jón Sigurður Eyjólfsson mun
lesa upp úr og fjalla um nýútkomna
bók sína, Tvíflautan, sem er fyrsta
skáldsaga Jóns en hann hefur áður
gefið út ljóðabækur og tónlist, gert
útvarpsþætti og skrifað pistla. Tví-
flautan byggist á fimm ára dvöl höf-
undar í Aþenu þar sem hann starfaði
á veitinga- og menningarsetri.
Les upp úr og fjallar
um Tvíflautuna
Galleríið Berg
Contemporary
tekur þátt í mynd-
listarkaupstefn-
unni Untitled sem
hefst á morgun í
Miami í Bandaríkj-
unum. Verk fjög-
urra myndlist-
armanna galler-
ísins verða þar sýnd, þeirra Doddu
Maggýjar, Haralds Jónssonar, Woody
Vasulka og Kees Visser.
Berg Contemporary
á Untitled í Miami
Endurkoman eftir Ólaf Jóhann
Ólafsson kemur út í enskri þýðingu í
Bandaríkjunum í dag og ratar hún á
lista bæði vefverslunar Amazon í
Bandaríkjunum og
breska ríkis-
útvarpsins BBC yfir
áhugaverðar bækur
sem vert sé að lesa í
mánuðinum. Bókin
ber enska titilinn
One Station
Away.
Mæla með Endur-
komu Ólafs Jóhanns
Á miðvikudag Norðaustan 10-15 m/s og víða snjókoma á köflum
en léttir til sunnanlands með deginum. Talsvert frost á öllu landinu.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 m/s, él um landið N- og A-
vert. Víða bjartviðri sunnanlands en þykknar upp og snjókoma með
köflum suðvestantil í kvöld. Frost 0 til 6 stig, frostlaust allra syðst.
VEÐUR
„Þetta er annar leikurinn
hjá KR í röð þar sem liðið er
að spila dúndurbolta. Mikil
hreyfing á boltanum og
kraftur á báðum endum
vallarins. Þvílíkur munur að
sjá liðið frá fyrstu umferð-
unum þar sem þeir sýndu
enga leikgleði né sam-
heldni,“ skrifar Benedikt
Guðmundsson m.a. í um-
fjöllun sinni um 9. umferð-
ina í Dominos-deild karla í
körfubolta. »2-3
Þvílíkur munur að
sjá lið KR-inga
Grindvíkingurinn Jón Axel Guð-
mundsson er farinn að láta verulega
að sér kveða í NCAA-háskólakörfu-
boltanum í Bandaríkjunum. Jón Axel
átti stórleik fyrir Davidson þegar lið-
ið mætti ríkjandi meist-
urum í Norður-
Karólínu-skólanum
um helgina. Leikið var
í Spectrum Center í
Charlotte í N-
Karólínu sem er
heimavöllur Char-
lotte Hornets í
NBA-deildinni
og tekur
tæplega
20 þús-
und
manns.
»1
Jón Axel var öflugur
gegn meisturunum
Nígeríumenn, sem verða mótherjar
Íslendinga í lokakeppni heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu í Rússlandi
næsta sumar, eiga átján leikmenn í
sterkustu deildum Evrópu, sex þeirra
í ensku úrvalsdeildinni. Þekktastir
eru Victor Moses og Mikel John Obi
en margir fleiri hafa gert það gott og
Nígería vann Argentínu, annan mót-
herja Íslands, í síðasta mánuði. »4
Nígería á átján menn í
sterkustu deildunum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Hundrað ár voru í gær liðin frá því
að Guðlaugur Pálsson hóf versl-
unarrekstur á Eyrarbakka. Guð-
laugur lést í desember 1993, 98 ára
að aldri, og hafði hann þá rekið
verslun sína samfleytt í 76 ár, frá 4.
desember 1917 til dauðadags.
Laugabúð, eins og verslun Guð-
laugs var jafnan kölluð, er enn opin
og nú í upprunalegri mynd. Magnús
Karel Hannesson stendur þar á bak
við búðarborðið en hann og kona
hans, Inga Lára Baldvinsdóttir,
keyptu húsið af börnum Guðlaugs
árið 1998. Sonardóttir Guðlaugs
hafði þá rekið verslunina til 1997.
„Við ákváðum að endurgera húsið
eins og það var árið 1919 þegar
Guðlaugur flutti verslun sína hingað
úr húsi vestar í götunni. Það var
heilmikið verkefni. Innréttingarnar
voru farnar úr húsinu og komnar á
Byggðasafn Árnesinga og við sömd-
um við safnið um að þær yrðu
geymdar hér. Árið 2011 ákváðum
við svo að leyfa fólki að koma inn í
þessa gömlu þorpsverslun frá þeim
tíma sem Eyrarbakki var höf-
uðstaður Suðurlands og versl-
unarmiðstöð. Síðan hef ég staðið
hér vaktina um helgar yfir sum-
armánuðina og svo hef ég núna
undanfarnar helgar aðeins tekið
þátt í jólakapphlaupinu eins og aðr-
ir verslunarmenn,“ segir Magnús
kankvís. Hann er kominn í hvíta
kaupmannssloppinn, eins og Guð-
laugur klæddist alltaf, og stendur á
bak við búðarborðið í þessari fal-
legu verslun sem geymir mikla
sögu.
„Þetta er safnbúð og flestir koma
hingað sér til skemmtunar. Ég segi
söguna og svo þakka menn fyrir og
fara út,“ segir Magnús. Í Laugabúð
er nú hægt að kaupa svolítið af sæl-
gæti, gos í gleri, notaðar bækur og
handverk ýmiskonar.
Verslunarmaður í 78 ár
„Þegar Guðlaugur hefur sinn
verslunarrekstur 1917 eru 11 eða 12
verslanir hér á Eyrarbakka. Hann
stendur vaktina í eigin verslun í 76
ár og hafði unnið í annarri verslun í
tvö ár þar áður. Það eru ekki marg-
ir sem ná svo langri starfsævi,“ seg-
ir Magnús. „Guðlaugur var kaup-
maður af lífi og sál.“
Magnús hefur nú rekið Laugabúð
í sex ár en segist ekki eiga von á að
ná sama aldri og Guðlaugur á bak
við búðarborðið. „Í kringum 90 ára
afmælið var Guðlaugur oft spurður
hvort hann ætlaði ekki að fara að
hætta verslunarrekstrinum og þá
svaraði hann alltaf: „Hver heldur þú
að vilji 90 ára gamlan mann í
vinnu?“
Kaupmaður af lífi og sál
100 ár frá opn-
un Laugabúðar á
Eyrarbakka
Morgunblaðið/Hari
100 ár Magnús Karel Hannesson býður fólk velkomið inn í verslun Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka en hún var
fyrst opnuð 4. desember 1917. Guðlaugur stóð á bak við búðarborðið í 76 ár, fram til ársins 1993 þegar hann lést.
Þó að gömlu innréttingarnar séu
komnar á byggðasafn hefur pen-
ingaskúffan aldrei farið út úr húsinu
síðan hún kom inn í það árið 1919.
„Guðlaugur notaði peningaskúffuna
alltaf og þegar það kom reglugerð
um sjóðvélar fékk hann undanþágu
frá fjármálaráðuneytinu frá því að
nota slíka vél. Hann notaði skúffuna
og reiknaði í huganum, skrifaði verð-
ið á vörunum á innpökkunarpappír
og lagði saman. Þegar það var sölu-
skattur í einu þrepi reiknaði hann
alltaf sölu-
skattinn af
sölu dags-
ins og tók
hann frá á
kvöldin. Á
tveggja
mánaða fresti kom maður til að gera
upp söluskattinn og þá fór Guð-
laugur í peningaskápinn, náði í sölu-
skattinn og sagði „teldu“ og það
stemmdi nánast alltaf upp á krónu
við skýrsluna,“ segir Magnús.
Peningaskúffan aldrei úr húsi
VERSLUN GUÐLAUGS PÁLSSONAR