Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 100% rafmagn 378 km drægi* *Samkvæmt NEDC-stöðlum. Nýr Nissan LEAF VERÐ FRÁ 3.490.000 FORSALA ER HAFIN Mest seldi rafbíll heims, Nissan Leaf, er nú væntanlegur í nýrri og tæknivæddri útfærslu og stefnir BL að því að frumsýna hann snemma á nýju ári. Vegnamikillar eftirspurnar um allan heim, höfum við opnað fyrir forsölu á nýjum LEAF. Nýttu tækifærið og tryggðu þér nýjan LEAF úr fyrstu framleiðslulotunum, en fyrstu bílarnir eru væntanlegir í lok mars 2018. Hafðu samband við sölufulltrúa okkar og fáðumeiri upplýsingar um nýjan Nissan LEAF. Nissan.is BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur óskað eftir 14,4 milljóna dollara framlagi til uppbyggingar á Keflavík- urflugvelli, fyrir hönd bandaríska flotans. Jörundur Valtýsson, skrif- stofustjóri alþjóða- og öryggis- skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að framkvæmdirnar séu vegna aukinnar viðveru og viðbúnaðar Bandaríkjanna á Íslandi. Ekki sé þó um að ræða varanlega viðveru bandaríska hersins líkt og þegar bandaríski flotinn rak herstöðina í Keflavík á sínum tíma. „Tímabundin viðvera Bandaríkja- hers á Keflavíkurflugvelli hefur verið að aukast frá árinu 2014 og sér í lagi vegna viðveru kafbátaleitarvéla þeirra hér á landi,“ segir Jörundur, en tilgangurinn er að auka getu Bandaríkjamanna og Atlantshafs- bandalagsins (NATO) til þess að fylgjast með ferðum nýrrar kyn- slóðar rússneskra kafbáta í Norður- Atlantshafinu. Nýjar vélar þurfa betri skýli Til stendur að verja 14,4 milljónum dollara til þess að gera nauðsynlegar breytingar á flugskýli á Keflavíkur- flugvelli til þess að hægt verði að koma P-8 Poseidon eftirlitsflugvélum fyrir í því, en flugskýlið var á sínum tíma hannað og notað fyrir P-3 Orion eftirlitsflugvélar. „Nýju vélarnar eru stærri og því þarf meðal annars að stækka dyrnar á flugskýlinu til þess að P-8A Posei- don flugvélarnar komist inn og hækka það, en stélin á þessum vélum eru hærri en á P-3 Orion,“ segir Jör- undur og bendir jafnframt á að kom- ið verði upp hreinsibúnaði. Er gert ráð fyrir að hann muni kosta um 5 milljónir dollara og 1,8 milljónir fari í bæði skipulags- og hönnunarvinnu. „Að því gefnu að fjárveitingin verði samþykkt af bandarískum stjórnvöldum getum við gert ráð fyr- ir að framkvæmdir muni geta hafist einhvern tímann á árinu 2018 eða 2019.“ Viðvera bandarísku vélanna hér á landi hefur aukist töluvert. Árið 2014 voru þær í tæplega 30 daga á landinu, árið 2015 voru þær hér á landi í 50 daga, og á síðasta ári voru vélarnar hér í 77 daga. Það sem af er þessu ári hafa þær verið hér í 122 daga. Hluti af nýju alþjóðaumhverfi Í viðtali við mbl.is í upphafi síðasta árs sagði Pamela Rawe, sjóliðsforingi og upplýsingafulltrúi hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu (Pentagon), að P-8A eftirlitsflugvélarnar mundu sinna sama eftirliti og P-3 Orion vél- arnar hefðu gert. Þessar breytingar hér á landi væru aðeins hluti af lang- tímaáætlunum bandarískra hermála- yfirvalda á heimsvísu sem byggðist á því að P-3 flugvélarnar væru smám saman á útleið en þær voru fyrst teknar í notkun árið 1962. P-8A vél- arnar voru hins vegar teknar í notk- un árið 2013, en þær eru uppfærð út- gáfa af Boeing 737-800ERX farþegaþotunni. Aukin viðvera Bandaríkjanna Herflugvél Bandarísk P-8A Poseidon sem leysir af hólmi hina gömlu P-3 Orion kafbátaleitarvél.  Nýjar kafbátaeftirlitsvélar bandaríska flotans þurfa betri aðstöðu á Keflavíkurflugvelli  Bandaríkin hafa í hyggju að eyða sem nemur rúmum 2,7 milljörðum til uppbyggingar í Keflavík Varnarmál » Bandaríski herinn hefur auk- ið viðveru sína á Íslandi » Ekki er um varanlega við- veru að ræða » Leggja 2,7 milljarða króna til uppbyggingar í Keflavík. » Nýjar kafbátaeftirlitsvélar bandaríska flotans þurfa betri aðstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.