Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mannrétt-indadóm-stóll Evr- ópu er skrítið fyrirbæri. Ísland er sem betur fer ekki bundið hon- um, þótt hafa megi hann til hliðsjónar. Það væri ekkert að því að ríki sem eiga óþarflega mikla samleið, vilji eiga kost á sameiginlegu áliti, sem lýtur ekki hefðum og venjum ein- stakra ríkja. Slíkt álit ætti þó aðeins að vera ráðgefandi gagnvart stjórnvöldum eða dómstólum, en sum ríki hafa þó svipt sig fullveldi að því marki. Dómstóllinn ætti aðeins að horfa á meginlínur, sem geti litað marga þætti þjóðlífsins eða ríkulega hagsmuni ein- staklinga. Fráleitt er að draga að sér hvers konar smælki, svo að ranghugmynd vakni að 4. áfrýjunarstiginu hafi verið komið á. Það verðskuldaði vel rök- studda ádrepu slíks dómstóls ef augljóslega vantaði upp á að almenningur í einstaka landi ætti þess kost að hlutlaus dóm- stóll fjallaði um mál hans og jafnframt að slíku áliti mætti áfrýja til æðri dómstóls og eft- ir atvikum fá lokaorð Hæsta- réttar. Það er fyrir löngu orðið ljóst að Mannréttindadóm- stóllinn tekur ekki á málum sem virðast bersýnilega stang- ast á við meginsjónarmið mannréttindahugsjóna. Má þar nefna kerfið um „rann- sóknardómstóla“. Orðið sjálft ber með sér að kerfið stenst ekki. Sami aðili má ekki annast rannsókn og dæma á grund- velli hennar. Rannsókn saka- máls má aldrei taka mið af því, hvort knýja megi fram refsi- dóm. Þá er hætt við að atriði sem ýta undir gagnstæða nið- urstöðu verði útundan. Rannsóknardómstólar eru notaðir í stórum stíl í Evrópu og í óþægilega miklum mæli augljóslega í stjórnmálalegum tilgangi. Baltasar Garzón, einn þekktasti rannsóknardómari Spánar, var jafnframt þekktur stjórnmálamaður sósíalista. Vinstrimenn víða lofsungu dómarann. Hann var þó loks sviptur málflutningsréttindum sínum því hann hafði gengið miklu lengra en jafnvel rúmar heimildir rannsóknardómara leyfðu. Þar við bættist að það sannaðist að í sumum tilvikum réðu mútur því hvort dómarinn hæfi saksókn eða ekki. Óþægilega oft fara rann- sóknardómarar af stað skömmu fyrir kosningar í Frakklandi. Nú síðast var þeim beitt gegn Francois Fill- on, frambjóðanda Lýðveldis- flokksins, og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingar- innar. Fillon hafði vissulega misnotað stöðu sína. En fyr- ir lá að það gerði hann með áþekk- um hætti og fjölmargir þing- menn aðrir höfðu gert áratug- um saman. En þar sem atlagan beindist aðeins gegn honum einum varð hún dýrkeypt. Ítalskir rannsóknardóm- stólar hafa ákært og dæmt Berlusconi nærri 100 sinnum, en þeim málum hefur nánast öllum verið kastað út af Hæstarétti landsins, en höfðu valdið honum miklum pólitísk- um skaða á leiðinni þangað. Nú sýna kannanir á Ítalíu að gamli söngfuglinn er óvænt kominn með drjúgt fylgi á ný. Og hver eru viðbrögðin: Tilkynnt var nýlega að góðkunningi hans, rannsóknardómstóllinn í Mil- ano, hugsaði sér til hreyfings! Ekki batnar myndin þegar horft er til Spánar. Forsætis- ráðherra sambandsríkisins hefur látið boða nýjar kosn- ingar til héraðsþingsins í Katalóníu. Honum líkaði hvorki skipan þess né stjórn- málalegar áherslur. Hæsti- réttur Spánar kallaði alla leið- toga sjálfstæðissinna Katalóna til Madridar og setti þá alla í fangelsi. Hvar í heiminum (í lýðræðisríkjum) gæti það gerst að endapunktur réttlæt- isins í landinu, sjálfur Hæsti- réttur, væri upphafspunktur sakamáls og hæfist handa að fyrirmælum ríkisstjórnarinnar við að fangelsa stjórnmála- menn? Hvert mega þessir sak- borningar leita? Engin rann- sókn fór fram. Engar greinar- gerðir, enginn raunverulegur málflutningur, ekkert það sem sýndi að einstaklingar í því landi standi jafnfætis öðrum gagnvart lögunum. Og sam- kvæmt eðli máls er enginn áfrýjunarleið fær. Raunverulegur Mannrétt- indadómstóll ætti að hafa heimild til að grípa inn í tilvik eins og þetta. Það er ein af for- sendum þess að hann megi láta mál til sín taka að öll dóms- málaleg úrræði aðildarríkis séu tæmd. Þarna er upphafið, millistigið og endapunkturinn allur á einni hendi. Það ætti að hrópa á inngrip dómstóls sem sumir telja að taka skuli alvar- lega. Og hitt atriðið. Það að boðað sé til kosninga og öllum leið- togum í forsvari fyrir mikilvæg stjórnmálaleg sjónarmið í þeim kosningum sé haldið í varðhaldi ríkisvalds, sem hyggst knýja í gegn tiltekna niðurstöðu. Mannréttindi hvað? Umræður um Mann- réttindadómstól Evrópu hafa holan hljóm hér á landi} Valkvæð skoðun mannréttinda Þ ótt margir sjái birtuna í skamm- deginu megum við ekki láta það átölulaust hve margir sjá hana ekki, hve margir hugleiða að taka sitt eigið líf og hve mörgum tekst það árlega vegna geðrænna sjúkdóma. Það er stundum óhugnanlega stutt á milli gleði og sorgar á lífsins vegi. Því hafa allir kynnst. Á þingsetningu fyrir ári tók ég við nýju starfi með mikilli tilhlökkun á sama tíma og mér bárust fregnir að sama dag hefði kær vinur tekið sitt eigið líf. Í þeim sporum hafa margir Íslendingar verið. Að missa barnið sitt, maka eða vin sem sá ekki lengur tilgang með lífinu. Við höfum á síðustu árum stórbætt forvarnir og fræðslu víða. Slys á sjó heyra orðið til und- antekninga, umferðaröryggi hefur aukist og lýðheilsa batnar almennt. En við höfum van- rækt það að sinna geðrænum sjúkdómum. Ef annar sjúkdómur myndi taka frá okkur jafn marga og geð- rænir sjúkdómar gera, þá værum við ekki með hugann við annað en að finna á því lausn. Við þurfum að gera ráðstaf- anir á öllum stigum vandans. Við höfum ýmis tæki og tól til að bregðast við, m.a. geðheilbrigðisstefnu til 2020, sem er sú fyrsta í sögu Alþingis. Það er því bót í máli að sjá að í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að stefnunni skuli bæði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð. Áhersla er á að efla geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum, framhaldsskólum og sjúkrahúsum úti um land allt ásamt mikilvægi þess að tryggja bráða- og barna- og unglinga- geðdeildum Landspítalans fjármagn. Eitt af markmiðum stefnunnar er að auka þekkingu og vitund almennings um viðfangs- efnið. Það er mikilsvert því fordómar ásamt vanþekkingu eru ekki til þess fallnir að gera fólki sem glímir við geðröskun lífið léttara. Það er nógu erfitt að kljást við sjúkdóminn sjálfan. Til þess að fólk geti unnið bug á hon- um verður það að geta rætt vandann opin- skátt, án þess að því fylgi skömm. En það er ekki nóg að efla umræðuna um geðheilbrigð- ismál, það þarf að takast á við þann vanda sem er til staðar. Mikilvægast er að greina og taka á vanda- málum af þessum toga á fyrstu stigum, bæði í sjálfu heilbrigðiskerfinu og einnig með fé- lagslegum úrræðum. Aðgengi fólks að sál- fræðiaðstoð innan heilsugæslunnar hefur ver- ið eflt og áfram verður unnið að því að gera heilsugæsluna betur í stakk búna til að sinna þessari brýnu fyrsta stigs þjónustu. Á því stigi, fyrsta stigi vandans, megum við ekki bregðast þeim sem glíma við geðræn vandamál. Ef ekkert er gert getur vandinn fljótt undið upp á sig. Við þekkjum of mörg dæmi þess, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Hugarfarsbreyting hefur orðið í þessum málum á und- anförnum árum en enn er mikið verk fyrir höndum. Sameiginlegs átaks er þörf. Við skulum taka höndum saman og sinna þessu verkefni öll sem eitt. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Lýsum upp skammdegið Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Með samkomulaginu er bú-ið að formfesta vísinda-samstarf ríkja í Norður-Íshafinu og hvernig stað- ið verður að vöktun fiskistofna og lífríkis á úthafinu í Norður-Íshafi. Þá felst í þessum drögum að samningi að ríkin níu og Evr- ópusambandið hafa samþykkt að hefja ekki veiðar þarna fyrr en nægileg þekking verður fyrir hendi til að tryggja sjálf- bærni fiskistofna og að þeim verði þá stýrt á svæðis- grundvelli í sam- vinnu þjóðanna.“ Þetta segir Jóhann Sigurjónsson, utanríkisráðuneyti, formaður samn- inganefndar Íslands um drög að samn- ingi sem kemur í veg fyrir stjórnlausar fiskveiðar í Norður-Íshafi ef ísinn þar hopar enn frekar og möguleikar til fiskveiða skapast. Samkomulagið náð- ist á fundi í Washington, dagana 28. – 30. nóvember og segir Jóhann að tíma- mót felist í þessu alþjóðlega regluverki þar sem varúðarnálgun er í fyrirrúmi. Í sendinefndinni voru auk fulltrúa ut- anríkisráðuneytisins fulltrúar sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Hraðar breytingar Jóhann segir að um gríðarlega stórt svæði sé að ræða eða alls um 2,8 milljónir ferkílómetra, en íslenska efnahagslögsagan er um 750 þúsund ferkílómetrar. Hraðar breytingar eiga sér nú stað í N-Íshafinu vegna hlýn- unar og bráðnunar íss, sem hefur hop- að hratt og íslaus svæði hafa nú þegar náð spám sem vísindamenn töldu um aldamótin að yrðu að veruleika upp úr 2030. Eigi að síður er alls óvíst hvort aðstæður skapast til stórtækra fisk- veiða á þessum slóðum í Norður- Íshafinu í náinni framtíð. Jóhann segir að þar spili margir þættir inn í eins og hafstraumar, lítil birta, mikið dýpi, ferskvatnsáhrif í sjónum í kjölfar bráðnunar íss og ekki síst spurning um næringarefni og framleiðni á plöntu- og dýrasvifi. Í dag eru þekktar 12 fisk- tegundir á svæðinu, svo sem grálúða og ískóð eða pólarþorskur. Ekki sé hægt að útiloka að einhverjir stofnar verði veiðanlegir í framtíðinni og að- spurður nefnir Jóhann uppsjávar- tegund eins og loðnu, en stofna hennar er að finna bæði í Norður-Atlantshafi og Kyrrahafi. Hann segir að unnið sé að því að kortleggja svæðið, skipuleggja vöktun fiskistofna og lífríkis, og gera áætlanir um þróunina. Vísindamenn hittust síð- ast á fundi í lok október og var þá farið yfir þau verkefni sem brýnast er að ráðast í á vísindasviðinu. Fyrirhugað er að starfandi verði sérstakur vett- vangur um rannsóknir og er ráðgert að fara yfir stöðuna að minnsta kosti annað hvert ár. Jóhann segir mikilvægt að sú um- gjörð sem nú liggi fyrir sé í anda Haf- réttarsamningsins og úthafsveiði- samningsins frá 1995. Samkomulagið eigi vissa fyrirmynd í þeim svæðis- bundnu stofnunum sem Íslendingar eigi aðild að á Atlantshafinu, þ.e. NEAFC og NAFO. Veiðar byggist á varúð, vöktun og vísindum Morgunblaðið/RAX Breytingar Svæðið í Norður-Íshafinu er gríðarlega stórt og miklar breyt- ingar hafa nú þegar orðið þar í kjölfar hlýnunar. Jóhann Sigurjónsson Aðdragandann að samkomulaginu um Norður-Íshafið má rekja til yfirlýs- ingar fimm ríkja frá því í júlí 2015, eftir nokkurra ára viðræður, um að hefja ekki veiðar í Norður-Íshafinu án þess að svæðisbundin fiskveiðistjórn- unarstofnun væri komin til sögunnar. Aðilar að því samkomulagi voru Nor- egur, Danmörk f.h. hönd Grænlands og Færeyja, Kanada, Bandaríkin og Rússland. Íslensk stjórnvöld gerðu kröfu um aðkomu að samkomulaginu vegna margvíslegra hagsmuna Íslendinga á norðurslóðum. Í desember 2015 hófust svo viðræður um Norður-Íshafið að nýju. Auk þeirra fimm þjóða sem skrifuðu undir samkomulagið um sumarið, og Ís- lands, höfðu Kína, Japan, S-Kórea og Evrópusambandið einnig bæst í hóp- inn, en þessir aðilar hafa mikla hagsmuni af veiðum á úthafinu víða um heim. Unnið var af kappi að samkomulagi þessara ríkja og tókst það í sjöttu fundalotunni í Washington í síðustu viku. „Það er mjög mikilvægt að hafa náð þessu samkomulagi þar sem sjálf- bærni og ábyrgð voru höfð að leiðarljósi og Ísland verður þar með virkur þátttakandi í framtíðinni á þessu mikilvæga hafsvæði,“ segir Jóhann Sigur- jónsson. Í fréttatilkynningu fagna þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- ráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, samkomulaginu. Samkomulag í sjöttu lotu SJÁLFBÆRNI OG ÁBYRGÐ AÐ LEIÐARLJÓSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.