Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg Í tjaldinu heima Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur er stolt með nýju bókina sína. skiptir svo miklu máli að börnin fái að tjá sig um hvernig þeim líður. Orðin geta verið mikið töfratæki.“ Eyja tekur til sinna ráða Vinalausa Eyja hengir sig á gamla manninn, sætisfélaga sinn Rögnvald. „Hann er fúll á móti en þegar hún áttar sig á því að ef hann lærir ekki að lesa og verður áfram fastur í fyrsta bekk, þá kemur hann ekki með henni upp í annan bekk, þá verður hún ein og vinalaus í öðrum bekk, svo hún tekur til sinna ráða. Sama gildir um Rögnvald, hann veit að hann lifir ekki að eilífu og ef Eyja eignast ekki aðra vini en hann, þá er hún ekki í góðum málum. Svo hann gerir við Eyju samning sem felur í sér lausn á vandamálum þeirra beggja. Hann leyfir henni að kenna honum tvo stafi fyrir hvert barn sem hún vingast við í bekknum. Fólk verður að lesa bókina til að sjá hvern- ig það fer,“ segir Bergrún og hlær. Kvíði barna algengur Bergrún segir bókina um Eyju og Rögnvald vera tæki fyrir foreldra til að ræða um það við börn sín þegar þeim líður ekki nógu vel, ef eitthvað er að angra þau. „Nú er farið að tala um kvíða hjá börnum alveg niður í leikskólaaldur, og þó ég noti ekki þetta orð, kvíði, í bókinni, þá er þar lýst allskonar til- finningum sem Eyja þekkir ekki, en upplifir eins og það sé þvottavél í maganum, það snýst allt í hringi. Og hún veit ekki alveg hvers vegna. Þess vegna er gott bæði fyrir foreldra og börn að átta sig á hvernig við tölum um nýjar stórar tilfinningar sem börnin finna fyrir. Ég held að kvíði hjá börnum sé ekki nýtt fyrirbæri, þetta er bara orðið miklu algengara, af því að hraðinn í samfélaginu er mikill og kröfurnar, það er mikið álag á fjölskyldur í nútímasamfélagi. Við þurfum að læra að takast á við þetta og tala um þetta, en fyrst og fremst þurfum við að gefa okkur tíma hvert með öðru í rólegheitum. Við þurfum færri skjái á heimilum en fleiri bæk- ur. Sú stund sem varið er í að lesa með barni eða fyrir barn er mikil gæðastund, fyrir nú utan hvað það hægir á okkur foreldrum. Það er ekki nóg að ýta barninu að bókahillunni og vera foreldri á Facebook í símanum á meðan barnið les. Við verðum að róa okkur niður saman og hægja á okkur. Það skapast yndisleg nánd við að lesa saman, sérstaklega bækur sem gefa pláss fyrir samræður, þannig að barnið geti spurt og spjallað. For- eldrar geta líka rifjað ýmislegt upp frá bernsku sinni með barninu. Rögnvaldur gerir það í bókinni, svo þetta er alveg kjörin bók fyrir afa og ömmur til að setjast niður og skoða og lesa með barnabörnunum og segja þeim frá fyrri tíð.“ Bergrún játar að sig langi að skrifa fleiri bækur um Eyju og Rögn- vald. „Þau eiga eftir að bralla ým- islegt saman, hann hefur til dæmis aldrei farið út fyrir landsteinana, og það væri líka gaman að senda hann út í geim, þá væri hann elstur í geimnum. Það er af nógu að taka, sjáum til,“ segir Bergrún sem var að ljúka við að skrifa barnaleikrit við tónlist Ragnheiðar Gröndal. Og það er nóg að gera við að myndskreyta barnabækur, en Bergrún hefur myndskreytt yfir 30 barnabækur. Hetja Eyja á ímyndaða ofurhetju- skikkju sem gott er að fara í. Vinir Eyja og Rögn- valdur verða góðir vinir þrátt fyrir aldursmuninn. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 Guðmundur Arason kom frá Vestmannaeyjum ásamt foreldrum sínum og eldri bróður til Reykjavíkur á kreppuárunum. Fjölskyldan var gjaldþrota, þjóðfélagið stóð á brauðfótum og framtíðin allt annað en björt. Í höfuðborginni vann hann við sendisveinastörf en 12 ára varð hann að hætta í skóla til að leggja sitt af mörkum við kaup á lítilli íbúð fyrir fjölskylduna. Í bókinni skrifar Guðmundur um lífshlaup sitt, bernskuárin í Eyjum og lífið í Reykjavík. Hann lærði járnsmíði sem markaði upphafið að langri og farsælli starfsævi framkvæmdamanns, sem með framsýni og dugnaði byggði upp fyrirtækið GA smíðajárn, sem í dag er eitt stærsta járninnflutningsfyrirtæki á Íslandi. Ævisaga framkvæmdamannsins Guðmundar Arasonar NÝ BÓ K Fæst í Hagkaupi í Garðabæ og Skeifunni og Eymundsson /Pennanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.