Morgunblaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 11
„Þeir eru komnir í leitirn-
ar,“ segir Guðmundur Páll
Jónsson, lögreglufulltrúi
hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, og vísar í
máli sínu til þess að tveir
karlmenn, sem grunaðir
eru um að hafa selt tveim-
ur 15 ára stúlkum eiturlyf-
ið MDMA, voru handsam-
aðir af lögreglu fyrir helgi.
Stúlkurnar fundust með-
vitundarlausar í miðbæ
Reykjavíkur. Þær komust
báðar til meðvitundar en
önnur þurfti að fara í önd-
unarvél á gjörgæslu og
komst til meðvitundar
daginn eftir að hún fannst.
Annar mannanna er á 18. aldurs-
ári en hinn er eldri. Guðmundur Páll
segir játningu liggja fyrir um aðild
þeirra að málinu og er rannsókn
Eitur Stúlkurnar misstu meðvitund í mið-
bænum eftir að hafa innbyrt MDMA.
langt komin. Búast má við að málið
verði sent ákærusviði fljótlega og
verða mennirnir m.a. ákærðir fyrir
sölu fíkniefna.
Sölumenn eitur-
lyfjanna fundnir
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Kr. 5.990
Str. S-XXL
Litir: svart, bleikt,
dökkblátt
Hnepptar
blússur
JÓLASÖFNUN
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Skrifstofusími 10 til 16. S. 551 4349,
897 0044, netfang: maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Um 97% allra vara sem fluttar eru
inn frá Evrópusambandinu verða
án tolla eftir að tollalækkun á bú-
vörum tekur gildi 1. maí á næsta
ári. Það þýðir að aðeins 260 vöru-
tegundir bera toll frá þeim tíma,
ekki síst búvörur, en hluti þeirra er
fluttur inn samkvæmt tollkvótum
samninga við ESB.
„Búið er að fella niður eiginlega
alla tolla nema á
landbún-
aðarvörum. Meg-
inhluti þeirra
kemur frá ESB,
70% ef ég fer rétt
með, og því kem-
ur ekki mikið
annars staðar
frá,“ segir Sig-
urður Eyþórs-
son, formaður
Bændasamtaka
Íslands. Hann telur að hlutur Evr-
ópusambandsins muni aukast í
framhaldinu.
3% vöruflokka bera tolla
Í upplýsingum um tolla sem Sig-
urður hefur frá utanríkisráðuneyt-
inu kemur fram að tollskrárnúmer
voru 8.601 í byrjun ársins. Tollfrjáls
númer frá öllum löndum eru 7.700
eða tæplega 90% allra vörutegunda.
Ef aðeins er litið til Evrópusam-
bandsins sést að 8.341 tollskrár-
númer eða 97% tollskrárinnar eru
tollfrjáls. Aðeins 260 númer, eða 3%
tollskrár, eru með tolli. Sigurður
bendir þó á að inni í þeim tollskrár-
númerum sem bera áfram toll eftir
1. maí nk. séu tollfrjálsir kvótar
sem ESB fær og stækki í áföngum
á innleiðingartíma tollasamnings
Íslands og ESB.
„Þetta er nú öll ofurtollverndin
sem sumir hafa verið að ræða um,“
segir Sigurður og bætir við: „Þeir
tollar sem þó standa eftir eru ákaf-
lega mikilvægir til þess að jafna
stöðu innlendrar framleiðslu gagn-
vart erlendri. Við fundum ekki upp
þessar aðferðir, þær eru víða not-
aðar. Tollverndin er þýðingarmikil
fyrir þá sem njóta hennar.“
Tekjulækkun bænda
Sigurður segir að forystumenn
búgreinafélaganna hafi mestar
áhyggjur af stækkun tollkvóta
vegna innflutnings búvara, sam-
kvæmt samningum við Evrópusam-
bandið. Einnig hafi tollfrelsi á unn-
um kjötvörum óbein áhrif á
markaðinn hér.
Þegar tollkvótarnir koma að fullu
til framkvæmda mun innflutningur
á kjöti til landsins margfaldast.
Stjórnvöld hafa ekki metið afleið-
ingar þess á íslenskan landbúnað,
eftir því sem næst verður komist.
Hins vegar kemur fram í minnis-
blaði sem Vífill Karlsson hagfræð-
ingur gerði fyrir Bændasamtök Ís-
lands, að verð á ostum og kjöti
muni lækka á markaði hér. Inn-
flutningurinn muni leiða til minni
markaðshlutdeildar innlendra
framleiðenda og tekjuskerðingar
hjá bændum.
Verst fyrir svínabændur
Samkvæmt útreikningum Vífils
munu tekjur íslenskra bænda af
kindakjöti lækka um 0,5%-1% og
tekjur af nautakjöti um 1,5%-14,2%.
Þá munu tekjur bænda af hrossa-
kjöti lækka um 2%-3,9% og tekjur
af svínakjöti um 11,2%-16,2%.
Tekjur af alifuglakjöti lækka um
5%-11,2% og tekjur af osti um
4,7%-8,7%.
Aðeins 260 vörur frá
ESB verða með tollum
Tollar sagðir mikilvægir til að jafna aðstöðu búskapar
Morgunblaðið/Skapti
Slátrun Nautakjöt mun í auknum mæli keppa við innflutt kjöt, eins og flest-
ar aðrar kjötgreinar. Svína- og alifuglabændur verða fyrir mestu tapi.
Tollareftir1.maí2018
Vörur skv. tollskrá
97%
3%
Með tolli frá
ESB,
260
Tollfrjálst frá ESB, 8.341
8.601
tollskrár-
númer
Sigurður
Eyþórsson
Jón Hjaltalín Hann-
esson, rafvirki, lést
26. nóvember sl. Hann
var elstur íslenskra
karla, 105 ára og 159
daga gamall.
Jón fæddist í Vest-
mannaeyjum 20. júní
1912, sonur hjónanna
Hannesar Sigurðs-
sonar, bónda á Brim-
hóli og Guðrúnar
Jónsdóttur, húsfreyju.
Í viðtali, sem Morg-
unblaðið tók við Jón í
tilefni af 100 ára af-
mæli hans árið 2012,
sagðist hann nánast hafa alist upp
á saltfiski. Þá hefði húsakostur
verið þröngur, svefnpláss á háa-
loftinu og þrír til fjórir í herbergi,
tveir um hvert rúm og það hefði
ekki þótt sérstaklega mikið til-
tökumál.
Jón tók vélstjóranámskeið í
Vestmannaeyjum 1930 og vann
sem vélstjóri, lengst af í Hrað-
frystistöðinni en skipti um starfs-
vettvang um 1960. Þá fór hann að
vinna hjá Lárusi Guðmundssyni
frá Akri sem rafvirki. Samhliða
vinnunni fór hann í iðnskóla til að
öðlast réttindi í greininni. Jón
fékk meistararéttindi í rafvirkjun
frá Iðnskólanum í
Vestmanneyjum og
nokkrum árum síðar
hóf hann eigin rekst-
ur og vann sem sjálf-
stæður raf- og raf-
vélavirki í Vest-
manneyjum fram að
eldgosinu í Heimaey
árið 1973. Eftir gosið
settist Jón ásamt fjöl-
skyldu sinni að í
Kópavogi. Hann vann
hjá vélsmiðjunni
Héðni þar til hann fór
á eftirlaun. Eftir það
tók hann að sér ýmis
verkefni sem öll áttu það sameig-
inlegt að snúa að vélum og tækj-
um.
Eiginkona Jóns var Hallfríður
Halldóra Brynjólfsdóttir en hún
lést árið 2008. Þau eignuðust fjög-
ur börn.
Fram kom í Morgunblaðinu í
júní sl. þegar fjallað var um 105
ára afmæli Jóns, að hann keyrði
bíl þar til hann varð 103 ára og á
101. afmælisárinu fór hann með
börnum sínum til Toskana á Ítalíu.
Sá íslenski karlmaður sem nú er
elstur, eftir fráfall Jóns, er Theo-
dór Jóhannesson, en hann varð
104 ára í september.
Jón Hjaltalín Hannesson
Tómas Helgason, yfir-
læknir og prófessor,
lést 3. desember sl., 90
ára að aldri.
Tómas fæddist í
Kaupmannahöfn 14.
febrúar 1927, sonur
Helga Tómassonar,
yfirlæknis á Kleppspít-
ala, og Kristínar
Bjarnadóttur húsfreyju.
Tómas lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
árið 1946 og prófi frá
læknadeild Háskóla Ís-
lands 1952. Hann hlaut
doktorsgráðu frá Árósaháskóla 1964.
Hann var prófessor í geðlæknisfræði
frá 1. maí 1961 til 1. mars 1997. Hann
var jafnframt yfirlæknir Kleppsspít-
alans frá ágúst 1961. Hann var for-
stöðulæknir geðdeildar Landspít-
alans frá 1979 til 1. júlí 1997. Þá var
hann gistiprófessor við John Hopkins
háskólann í Baltimore í Bandaríkj-
unum vormisserið 2000. Auk þessara
starfa vann hann ýmis önnur störf á
sviði rannsókna og lækninga við er-
lenda háskóla vestan hafs og austan.
Hann tók virkan þátt í stjórnum
norrænna og alþjóð-
legra félaga. Hann var
formaður Geðlækna-
félagsins 1963 til 1968
og síðar heiðursfélagi,
félagi í Vísindafélagi Ís-
lendinga, fulltrúi og síð-
ar formaður erfða-
fræðinefndar Háskóla
Íslands frá 1966 til 1998
og í hússtjórn Öryrkja-
bandalagsins frá 1968
til 1998. Þá var hann í
ritstjórn ýmissa er-
lendra vísindarita á
svið geðsjúkdóma-
fræði.
Eftir hann liggur fjöldi greina fyrst
og fremst um faraldsfræði geð-
sjúkdóma, áfengisnotkun, kennslu og
stjórnun, í erlendum ritum auk
margra greina í innlendum tímaritum
og blöðum. Þá var hann virkur í fé-
lagsstörfum Rotary-hreyfingarinnar
og heiðursfélagi í Geðverndarfélagi
Íslands.
Eiginkona Tómasar var Þórunn
Clementz Þorkelsdóttir, tannlæknir
og húsfreyja, en hún lést árið 1999.
Þau eignuðust þrjá syni, Helga, Þór
og Kristin.
Andlát
Tómas Helgason,
yfirlæknir og prófessor
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, og Eliza Reid munu leggja
land undir fót í vikunni og halda í
tveggja daga opinbera heimsókn í
Dalabyggð. Í tilkynningu frá skrif-
stofu forseta Íslands kemur fram að
forsetahjónin munu heimsækja
menningarstofnanir, býli, skóla og
fyrirtæki í sveitarfélaginu þessa tvo
daga og boðið verður til Fjölskyldu-
hátíðar í Dalabúð í Búðardal síðdeg-
is næstkomandi fimmtudag.
Heimsóknin hefst á morgun, mið-
vikudag og verður fyrsti viðkomu-
staður forsetahjónanna Dvalar- og
hjúkrunarheimilið Fellsendi. Þaðan
liggur leiðin að Erpsstöðum þar sem
hjónin munu fá kynningu á býlinu og
afurðum þess. Þaðan verður ekið í
Búðardal þar sem ostagerð MS
verður heimsótt. Í kjölfarið verður
opinn fundur forsetahjóna með
sveitarstjórn og gestum hennar þar
sem fjallað verður um margvísleg
áform Dalabyggðar í ferðaþjónustu
og uppbyggingu menningarsetra.
Forsetahjónin leggja
land undir fót í vikunni