Morgunblaðið - 12.12.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.12.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017 Útlit er fyrir að vertíð skemmti- ferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upp- hafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Komur skipanna verða 141 talsins en voru 133 í ár. Farþegar sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavík- ur verða rétt tæplega 144 þúsund talsins en í ár voru þeir tæplega 127 þúsund. Í áhöfnum skipanna verða ríflega 62 þúsund manns. Þegar allt er talið koma því rúm- lega 206 þúsund manns með skemmtiferðaskipum til Reykjavík- ur á næsta ári. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Reykjavíkur verður Magellan sem leggst að bryggju föstudaginn 9. mars. Skipið kemur alls þrisvar hingað á næsta ári. Vertíðin hefst svo fyrir alvöru í maí og stendur fram í september. Síðasta skemmtiferðaskip ársins verður Ocean Dream sem kemur 21. október. hdm@mbl.is Aldrei fleiri gestir með skemmtiferðaskipum Morgunblaðið/Árni Sæberg Skemmtiferðaskip í Sundahöfn Nýtt met verður slegið í komum slíkra skipa til Reykjavíkur á næsta ári ef marka má bókanir hjá Faxaflóahöfnum. „Ég vísa alfarið á bug ásökunum um að félagið hafi misfarið með fé,“ segir Valgerður Jónsdóttir, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins. Greint var frá því í fréttum RÚV um helgina að fyrrverandi yfirlæknir félagsins fullyrti að fé sem eyrna- merkt hefði verið krabbameinsleit hefði runnið í óskylda starfsemi. Um- ræddum yfirlækni, Kristjáni Odds- syni, var nýverið sagt upp störfum. Hann hafði gagnrýnt rekstrarfyr- irkomulag félagsins og staðhæft að með áðurnefndum tilfærslum á fé sem átti að nota til skimunar hefðu heilsufarslegir hagsmunir kvenna verið settir til hliðar. Valgerður segir í samtali við Morgunblaðið að hún telji engan fót fyrir ásökunum Kristjáns. „Nei. Við höfum ekki fengið neinar athugasemdir frá Ríkisendurskoðun sem nýlega hefur farið í gegnum fjár- mál félagsins. Það er ekki nýtt að þessi fyrrverandi yfirlæknir gagn- rýni félagið. Hann sat nú sjálfur sem forstjóri í heilt ár og skrifaði undir ársskýrslu félagsins og annað. Hon- um hefði verið í lófa lagið að leggja fram rök máli sínu til stuðnings.“ Hyggst Krabbameinsfélagið bregðast við þessari umræðu? „Það tel ég alveg víst. Við eigum eftir að setjast niður og funda um það.“ Grafalvarlegt mál Kristján Oddsson gagnrýnir að frjálsum félagasamtökum sé falið að stjórna skimun fyrir krabbameinum, slíkt eigi heima á stjórnsýslustigi. Gagnrýnt er að þátttaka kvenna fari minnkandi og yngri konur greinist á alvarlegu stigi krabbameins. Um 70% þátttaka er meðal kvenna í skipulagðri brjósta- og legháls- skimun sem er undir viðmiðum yf- irvalda. „Þetta er grafalvarlegt mál og ég held að það þurfi að fara fram sam- félagsumræða um þessa þróun mála. Það er þegar byrjuð vinna í okkar hópi við að setja í gang áætlun til að snúa þessari þróun við.“ Valgerður segir að öfugt við það sem kom fram í frétt RÚV sé mikil starfsgleði innan félagsins og spenn- andi tímar framundan. „Krabbameinsfélagið þurfti árum saman að leggja til hliðar fé vegna líf- eyrisskuldbindinga en á því fékkst lausn síðasta daginn sem Kristján Þór Júlíusson sat í stól heilbrigð- isráðherra. Þá tók ríkið yfir 80% af skuldbindingunum og allt í einu átti félagið fé. Það var mikil breyting, 800 milljónir króna. Fyrir vikið er margt á döfinni til að bæta þjónustuna.“ hdm@mbl.is Telur eng- an fót fyrir ásökunum Krabbameinsleit Formaður félags- ins vísar ásökunum um óráðsíu á bug.  Segir ekki nýtt að fyrrv. yfirlæknir gagnrýni félagið Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær um reynslusögur undir yfir- skriftinni #metoo lýsti 16 ára gömul stúlka reynslu sinni úr leikhúsi. Þar sagði að stúlkan hefði tekið þátt í sýn- ingu í Borgarleikhúsinu en rétt er að atvikið sem fjallað var um gerðist í Þjóðleikhúsinu, að því er kemur fram á vefsíðunni tjaldidfellur.com. Reynslusagan vísaði til Þjóðleikhússins LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.