Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 14

Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017 Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofnar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugar- daginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Jóhannes var frá Syðra-Hvarfi í Skíða- dal, sonur hjónanna Soffíu Jóhannesdóttur og Kristjáns Jakobs- sonar vélstjóra. Systk- ini Jóhannesar voru Guðrún, Ásgeir og Oddný Dúfa. Foreldrar Jóhannesar fluttust til Akureyrar fljótlega eftir að hann fæddist. Bjó hann fyrstu árin hjá móðursystkinum sínum á Syðra- Hvarfi en flutti til foreldra sinna þegar hann hóf skólagöngu. Ungur lærði hann bifvélavirkjun og stofnaði bifreiðaverkstæði í eigin nafni, í félagi við föður sinn og bróð- ur. Verkstæðið rak Jó- hannes í áratugi við Gránufélagsgötu á Oddeyri, allt fram- undir 1990, þegar hann veiktist og settist í helgan stein. Jóhannes var mikill veiðimaður; lands- kunnur fyrir bæði skot- og stangveiði. Þá átti hann trillu í ára- tugi og var ekki síðri aflakló þegar hann reri til fiskjar en með byssu eða stöng. Eiginkona Jóhannesar er Ólafía Jóhannesdóttir, sem varð 93 ára síð- astliðið sumar. Þau hjónin eignuðust fimm börn; Guðmundur Páll, sem var elstur, er látinn, en Kristján, Jó- hannes Haukur, Sigurður og Soffía Freydís lifa föður sinn. Jóhannes og Ólafía bjuggu áratugum saman í Eyrarvegi 33 á Akureyri en fluttu á dvalarheimilið Hlíð um mitt þetta ár. Andlát Jóhannes Kristjánsson Kristleifur Guðbjörns- son, lögreglumaður og bólstrari, lést miðviku- daginn 6. desember síð- astliðinn, 79 ára að aldri. Kristleifur var meðal fremstu frjáls- íþróttamanna Íslands á sjöunda áratugnum. Kristleifur var fædd- ur í Reykjavík 14. ágúst 1938 og ólst upp við Bergþórugötuna. Hann stundaði nám í bólstrun frá 1957 hjá Bólstrun Harðar Péturssonar og lauk sveinsprófi 1962 frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Kristleifur stundaði nám við Lög- regluskóla ríkisins 1966-68 og starf- aði við almenna löggæslu í Reykja- vík til vors 2000, er hann fór á eftirlaun. Kristleifur var fremsti langhlaup- ari landsins frá því síðla á sjötta ára- tug 20. aldar og fram á miðjan þann sjöunda, en hann keppti fyrir KR. Á fyrrgreindum árum setti hann 16 Íslands- met í 2.000 m, 3.000 m, 5.000 m og 3.000 m. hindrunarhlaupi, auk fjölda meta í yngri ald- ursflokkum. Stóðu sum met hans áratug- um saman. Hann varð 28 sinnum Íslands- meistari. Kristleifur tók þátt í Evrópu- meistaramótunum 1958 og 1962. Hann tók fram hlaupaskóna á nýjan leik á níunda áratugnum og setti þá nokkur met í langhlaupum í eldri aldursflokkum. Um árabil stundaði Kristleifur ræktun skrautrunna og rósa. Kristleifur kvæntist 12.11. 1960 Margréti Stefaníu Ólafsdóttur, f. 20.4. 1941, d. 21.9. 2017. Börn þeirra eru Guðbjörn Sigfús (látinn), Gunn- ar Ólafur, Unnur Sigurrún og Hanna Margrét. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin eru þrjú. Kristleifur Guðbjörnsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aðalvélar varðskipsins Óðins eru í góðu lagi miðað við aldur að mati þriggja reyndra vélstjóra sem skoðuðu vélar skipsins í gær. Sennilega þurfi ekki að gera mikið svo gangsetja megi þær og sigla skipinu á nýjan leik. „Við kíktum í einn strokkinn og inn í sveifarhúsið og þetta virð- ist allt vera í fínu lagi,“ sagði Ing- ólfur Kristmundsson vélstjóri að skoðunarferðinni lokinni. „Skrúf- urnar hafa ekki verið hreyfðar í meira en tíu ár og eina vitið er að taka Óðin í slipp og öxuldraga hann til að ganga úr skugga um hvort þéttingar með stefnisröri eru í lagi eða hvort við þurfum að endurnýja þær. Öxuldráttur kostar kannski 1,5 milljónir á hvora skrúfu.“ Með honum í för í gær voru Halldór Friðrik Olesen, sem lengi starfaði á hvalbátunum, en einnig hjá Gæslunni og víðar, og Búi Steinn Jóhannsson, sem um árabil var vélstjóri við Búrfellsstöð. Sjálf- ur var Ingólfur lengi á varðskip- unum. Þremenningarnir hafa komið að ýmsum viðhaldsverkefnum í Óðni í sjálfboðavinnu hollvina Óðins og eftir áramót er á dagskrá hjá þeim að koma ljósavélum skipsins í gang. Leita til fjárlaganefndar Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Hollvinasamtaka Óðins, sagði það hafa verið ánægjulegt hversu gott ástand véla skipsins reyndist vera. „Auðvitað væri mjög skemmtilegt að geta gangsett vél- arnar og siglt Óðni á nýjan leik og það er vilji stjórnar Hollvina- samtakanna,“ segir Guðmundur. Hann segir að næsta verk samtakanna sé að leita til fjár- laganefndar Alþingis og leita eftir tíu milljóna króna styrk vegna slipptöku Óðins. Meðal annars þurfi að yfirfara botn skipsins og nú sé komið á hreint hvað þurfi að gera við vélbúnaðinn. Þá er farið að bera á ryðskemmdum á ytra byrði og aðeins farið að gæta leka inn í yfirbygginguna. Varðskipið Óðinn var smíðað 1959 í Álaborg í Danmörku og er lítið breytt frá því að það kom til landsins 1960. Aðalvélar skipsins eru frá Burmeister & Wain. Óðinn tók þátt í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð út í 50 mílur og síðar 200 mílur, en Land- helgigæslan hætti að nota Óðin í júní 2006. Hollvinasamtök Óðins voru stofnuð í október 2006 að frum- kvæði Sjómannadagsráðs og tóku þá við Óðni, en formlega afsalaði ríkið sér skipinu í lok maí 2008. Í afsali er gert ráð fyrir að um borð í Óðni verði hægt að fræðast um þorskastríðin. Reksturinn um borð er hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík. Vélar Óðins í góðu lagi miðað við aldur Morgunblaðið/Eggert Eins og spegill Halldór Olesen athugar vélsímann, en allt er gljáfægt og skínandi í vélarrúminu. Þar hefur ef- laust talsvert gengið á í þorskastríðunum tveimur sem skipverjar á varðskipinu Óðni tóku þátt í.  Væri skemmtilegt að geta gangsett vélarnar og siglt á ný Skólabræður Sjálfboðaliðarnir Búi Steinn, Halldór og Ingólfur hafa mikla reynslu af vélum og mátu vélar Óðins í góðu lagi miðað við aldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.